Hljómsveitin á Titanic

Sagan af hljómsveitinni á Titanic, sem stytti farþegunum stundir á meðan skipið hvarf hægt og bítandi í hafið, er flestum þekkt. Við álítum þessa menn vera hetjur, að minnsta kosti af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi fórnuðu þeir lífi sínu. Í öðru lagi þá róaði spilamennska þeirra farþegana, veitti þeim huggun og kom í veg fyrir glundroða. Svona er sagan…

Sagan af hljómsveitinni á Titanic, sem stytti farþegunum stundir á meðan skipið hvarf hægt og bítandi í hafið, er flestum þekkt. Við álítum þessa menn vera hetjur, að minnsta kosti af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi fórnuðu þeir lífi sínu. Í öðru lagi þá róaði spilamennska þeirra farþegana, veitti þeim huggun og kom í veg fyrir glundroða. Svona er sagan…

Um fyrsta atriðið skal ekki deilt. Tónlistarmennirnir dóu við að vinna vinnuna sína. Þeir skildu eftir fjölskyldur. Þeir gerðu sína vinnu og gott betur. En það hvort þeir hafi endilega bjargað mörgum mannslífum er ekki jafnvíst.

Skömmu eftir að ísjakinn hafði rekist á skipið var farþegum eflaust ekki ljóst hversu alvarleg staðan væri í raun. Skipið hafði, jú, þá ímynd á sér að vera nær ósökkvanlegt. Fyrir þá sem stóðu á þilfarinu skömmu eftir áreksturinn var tilhugsunin um að skella sér í björgunarvesti og fara í skítakulda björgunarbátsins alls ekki heillandi.

Önnur leið til björgunar sem hljómaði sanna sagna margfalt betur í hugum farþeganna var þessi: Skipið væri töluvert laskað, en ef það myndi ná að halda sér á floti, alla vega þangað til að Carpathia, eða eitthvað annað skip kæmi til bjargar, þá hefði verið hægt að nota björgunarbátanna til að ferja alla farþeganna yfir.

Þetta reyndist því miður óskhyggja. En hugsunin var ekki galin. Sjálf áhöfnin byrjaði ekki að fylla björgunarbátana fyrr en klukkutíma eftir áreksturinn. Ef skipið hefði náð að tolla hefðu björgunarlíkur manna verið mun meiri á því en utan þess.

Björgunarbátar um leið borð gátu borið um 1.100 manns. Það björguðust 700. Fyrstu bátarnir fóru hálftómir í hafið. Fólk var tregt við að fara í bátanna. Er það skrýtið? Það var heitt uppi í skipinu. Hljómsveitin spilaði meira að segja enn þá…

Þú ert staddur á skipi. Þú heyrir neyðarflautu um miðja nótt. Þú kveikir á sjónvarpinu. Shrek II er í gangi. Langar þig í björgunarvesti?

Það var auðvitað annara meðlima áhafnar að fylla bátana. Það er því ætlunin að kenna tónlistarmönnunum, sem gerðu vinnu sína, um ófarirnar. En kaldhæðni örlaganna er samt sú að líklegast var þörf á ögn meiri örvæntingu og ögn minni ró, fyrst eftir áreksturinn. Og þótt það sé ágætt að tónlistin hafi veitt sökkvandi mönnum hugarró, þá er samt verra að fjórum hundruðum þeirra hefði mátt bjarga.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.