Tillaga til þingsályktunar um almenna uppgjöf saka vegna brota er varða vörslu og meðferð fíkniefna til eigin nota

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að veita almenna sakaruppgjöf vegna brota er varða vörslu og meðferð eiturlyfja til eigin nota.

Sá á frétt sem finnur

Íslenskri netfjölmiðlun hefur vaxið fiskur um hrygg svo um munar undanfarin ár og í dag skipta netfréttasíður tugum, jafnvel  eru þær vel yfir hundrað séu vefsíður sveitarfélaga og allar héraðs- og svæðisfréttasíður taldar með.  Fréttir eru að sjálfsögðu misvel unnar og líklega er stundum skortur á skotheldum heimildum. Jafnvel skortur á tíma til að vinna […]

Einu mennnirnir með viti – S2E13

Síðasti þáttur annarrar seríu Einu mannanna með viti fer um víðan vígvöll. Þátturinn er tekinn upp í Vesturbæ Reykjavíkur og í vesturhluta Jerúsalem. Fyrri hlutinn á Valentínusardag en sá síðari í lok mars. Þáttarstjórnendur hneykslast á hópsálum samtímans, en komast að því að þeir eru kannski ekkert betri sjálfir. Og að sjálfsögðu gleyma þeir ekki […]

Djammað í Hörpukjallara

Eftir þrjátíu ár verður partý í bílakjallara Hörpu um hverja helgi. Já: eitthvað munu menn þurfa gera við öll tómu bílastæðin. *** Íslendingar hafa áður byggt sér menningarhús, sem var á mörkum fjárhagslegrar getu þeirra. Bygging Þjóðleikhússins dróst svo áratugum skipti. Húsið var planað í bjartsýniskasti… tafðist í kreppu… og svo framvegis. Neðst í Þjóðleikhúsinu […]

Sagan af fjárans frekjunum

Einu sinni var bær. Í þessum bæ bjó alls konar fólk með alls konar skoðanir. Þar voru líka alls konar búðir sem seldu alls konar vörur. Alls konar mjólk, alls konar brauð og ýmislegt annað alls konar sem við förum nú ekki að nefna hér. Sumar þessara búða voru lélegar of fóru þá hratt á […]

Drekkurðu diet gos?

Heilsufræðin er stundum eins og lauf í vindi. Það fer oft hreinlega eftir því hvaða vindátt er, hvort súkkulaði er hollt í dag eða ekki. Hins vegar starfar fólk við það alla daga að gera rannsóknir á áhrifum matar og drykkja á líkamann.  Hinn almenni neytandi er með  þumalputtareglu. Sykur og fita eru fitandi, glútein […]

Hvað er það versta sem gæti gerst?

Ég hef dálítið gaman að velta fyrir mér mögulegri samfélagsþróun, enda geta litlir hlutir valdið drastískum breytingum. Þetta er að mörgu leiti nauðsynlegt, sjáið til dæmis þankagang fólks fyrir hrun. Þá virtist næstum enginn spá í framtíðina og allir nutu þess að lifa í núinu. Afleiðingarnar voru ekki beint jákvæðar. Nýlega kvartaði vinkona mín yfir […]

Vinsælustu rithöfundar í heimi

Í framhaldi af alþjóðadegi kvenna þann 8. mars síðastliðinn hefur staða kvenna í heiminum og jafnrétti kynjanna verið okkur tíðrætt. Við þekkjum mætavel að í þessu samhengi er Ísland til mikillar fyrirmyndar. Til mestrar fyrirmyndar tel ég þó vera þá staðreynd að þvert á flokka, stétt og stöðu virðast allir hér á landi vera sammála […]

Röng mælistika á árangur réttarkerfisins

Kollektíf refsistefna virkar mjög vel, því hún eykur líkurnar á því að þeim sé refsað sem gerst hafa sekir um glæp. Eini gallinn er hins vegar að slík refsistefna hlífir heldur ekki þeim sem eru saklausir. Slík refsistefna á ekki heima í siðuðu og upplýstu samfélagi.

Hættan við gjaldeyrisinngrip

Vorið 2013 var gerð nokkuð afgerandi breyting á stjórn peningamála þegar peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti um aukna virkni bankans á gjaldeyrismarkaði. Þótt hugtakið hafi ekki verið notað þá tók bankinn í raun upp svokallað stýrt flotgengi. Þannig hugðist bankinn kaupa og selja gjaldeyri til þess að leggjast á móti bæði gjaldeyrisinnstreymi og –útstreymi og draga þar […]

Hæðumst að andstæðingnum, það tryggir okkur sigur

Það koma oft upp mál sem skipta landsmönnum upp í tvö lið eins og ESB aðild, flugvöllur í Vatnsmýri og frjáls verslun fyrir áfengi, til að nefna nokkur dæmi. Það vill þá gerast að fólk dregur sig saman og ræðir hversu vitlaus hinn hópurinn er og reynir að plotta leiðir til að fá fleiri með […]

Hver þarf vínbúð opna lengur en 60 mínútur á dag á virkum degi?

Vinkona mín gerði sér dagamun fyrir stuttu og fór ásamt fjölskyldu sinni að heimsækja ömmu sína út á land í þeim megintilgangi að horfa þar saman á íslensku forkeppni söngvakeppni Evrópsku sjónvarpsstöðvanna Júróvisjón. Þegar þau voru komin á áfangastað í heimabæ ömmu þá mundu þau eftir þeim gamalgróna sið að hafa smágjöf með sér þegar […]

Vinstrimeirihlutinn sem eyðilagði ímynd Strætó

Ímynd skiptir máli. Vinur minn hann Gísli Marteinn sagði að þegar Reykjavíkurborg hafi farið að prófa sig áfram með „frítt í strætó fyrir námsmenn“ verkefnið fyrir allmörgum árum var það gert til að bæta ímynd. Þá höfðu ekki birst nema neikvæðar fréttir um Strætó, svo árum skipti. Nú er sama upp í teningnum. Lúxusjeppi forstjórans, endalaust klúður […]

Körlum er betur treyst til að stýra framúrskarandi fyrirtækjum

90% framkvæmdastjóranna sem stýra mest framúrskarandi fyrirtækjum Íslands eru karlar. Creditinfo og Viðskiptablaðið hafa gert úttekt á því hvaða fyritæki, samkvæmt þeirra skilgreiningu, teljast framúrskarandi. Um þetta skrifar Viðskiptablaðið meðal annars í frétt á vef sínum. Fyrirsögnin fréttarinnar sneiðir framhjá steiktasta og sorglegasta fréttapunktinum en hann er að aðeins 10% þessara fyrirtækja er stjórnað af […]

The Pain of Paying

Dan Ariely er prófessor í sálfræði og hegðunarhagfræði (e. behavioural economics) við Duke háskólann í Bandaríkjunum. Hann hefur mikið skoðað hegðun fólks í mismunandi aðstæðum og eitt af því sem hann hefur rannsakað er hvernig fólki líður þegar það borgar fyrir hluti og hvaða þættir það eru sem hafa áhrif á líðan okkar og hvenær […]

Off-takkinn

Það mætti stundum halda að off-takkann vantaði sjónvörp sumra. Til hvers annars ætti að setja endalausar reglur um hvað má og hvað má ekki sýna hvenær? Getur fólk ekki bara slökkt á sjónvarpinu eða horft á eitthvað annað? Nýlega komst það í hámæli að Ríkissjónvarpið hafi sýnt, og gelti nú allir heimsins mjóhundar, Bond mynd […]

Íslensk verslun tolluð úr landi

Það eru allskonar gjöld sem lögð eru beint og óbeint á skattborgara þessa lands sem sum hver virðast kosta meira en þau skila til ríkisins. Vörugjöldin eru gott dæmi um óbeinan skatt sem fullkomlega ómögulegt er fyrir nokkurn mann að skilja. Ég hringdi á skrifstofu Tollstjóra rétt fyrir jólin til að reyna að komast að […]

Á(r/g)angur

Umræða um ferðaþjónustu hefur undanfarin misseri snúist um náttúrupassa og leiðir til að takmarka ágang erlendra ferðamanna um náttúruperlur. Nauðsyn þess að tryggja viðunandi aðstöðu á fjölsóttum náttúruperlum er óumdeild en við þurfum að gæta að því að stanslaus neikvæð umræða um ágang erlendra ferðamanna fari ekki að lita almenna afstöðu okkar til ferðamanna sem […]

Skeggjaði hjólreiðamaðurinn

Árið 2008 dobluðu nokkrir vinir mig til að taka þátt í stofnun Samtaka um bíllausan lífsstíl. Ég var einstaklega hrifinn af hugmyndinni enda bjó ég í næstum tvö ár í Kaupmannahöfn þar sem ég ferðaðist einungis um á hjóli eða notaði almenningssamgöngur. Gallinn var bara að eins og flestir Íslendingar þá fór ég allt á […]

Frá Rushdie til Charlie

Nú þegar tæp þrjátíu ár eru liðin frá því að andlegir leiðtogar múslima í Íran kröfðust þess og hvöttu til að Salman Rushdie yrði drepinn fyrir guðlast hafa menn vaknað upp við vondan draum og sameinast að því er virðist um að verja og upphefja tjáningarfrelsið andspænis hótunum og ofbeldi.