Nú fer senn í hönd sá tími sem margir Íslendingar leggja land undir fót. Eins og flestir þeirra sem ferðast hafa um stórborgir Evrópu má þar finna gnótt dúfna sem virðast hafa þann eina tilgang að þvælast sem mest fyrir ferðamönnum.
Í liðinni viku kynntu sjálfstæðismenn í borginni hugmyndir um framtíðarskipulag Reykjavíkur sem bera augsýnilega vott um framtíðarsýn um betri borg. Deiglan fjallar um tillögurnar í dag og bendir á kosti þeirra og galla.
Nú þegar sólin hefur hækkað á lofti er ekki seinna vænna en að skipuleggja sumarið. Ég hef gert mikið af plönum en hápunktur sumarsins verður án efa er ég legg land undir fót á hina stórkostlegu Hróarskelduhátíð.
Þú þarft að þekkja óvin þinn er oft sagt. Undirritaður hefur oft velt sér upp úr áróðurs tækni, og er sannfærður um að þetta sé sterkasta vopn yfirvalda til að rugla í fólki! Til að fyrirbyggja það að þú lesandi góður blekkist ætlar undirritaður að segja þér lítið frá þessu vopni svo auðveldara sé fyrir þig að átta þig á hættunni sem leynist allstaðar.
Eins og getspakir lesendur hafa líklega áttað sig á fjallar síðari pistill dagsins um úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu sem fram fór síðastliðinn miðvikudag. Umfjöllunarefnið verður þó miklu heldur sá sæmdartitill sem sigur í þessum ofangreinda kappleik hefur í för með sér frekar en leikurinn sjálfur. Með því er þó ekki verið að gera lítið úr leiknum enda var hann án nokkurs efa ótrúlegasti úrslitaleikur í sögu keppninar.
Þegar kemur að aftökum skv. dauðarefsingum hefur aflífun með banvænni sprautu í seinni tíð verið talin mannúðlegasta aðferðin. Nýleg rannsókn bendir til að í hátt í 43% rannsakaðra tilvika gæti fanginn mjög líklega hafa verið með meðvitund þegar að aftakan fór fram.
Þekkjast allir frægu leikararnir í Hollywood? Er hægt að tengja þá alla við Kevin Bacon í gegnum myndirnar sem þeir hafa leikið í? Kevin Bacon reglan er umfjöllunarefni þessa pistils.
Menn eru ekki á eitt sáttir um hvert sé hlutverk og gildi listamanna í nútímasamfélagi.
Síðustu vikur hefur Reykjavíkurborg staðið fyrir fundarröð um eflingu íbúalýðræðis. Mikið hefur verið rætt um íbúalýðræði upp á síðkastið, en hvað er það og af hverju hafa sveitarfélög verið að notast við þessa aðferð í síauknu mæli?
Íslenskir ráðamamenn gera því oft skóna að fréttamenn leggi þá og flokk sinn í einelti ef þeir spyrja þá sömu spurningarinnar oftar en einu sinni.
Við skoðun á dagatali má glögglega sjá að nú er kominn 24. maí á því herrans ári 2005. Það þýðir, sé stærðfræðin ekki að svíkja undirritaðan þeim mun meira, að vika er í að júní-mánuður hefjist.
Þegar hinn dæmigerði Íslendingur hefur gert góð kaup í útlöndum – hvort sem það er dönsk skinka eða bandarískur iPod – þá eru fastir liðir eins og venjulega að púlsinn hækkar aðeins þegar komið er í Leifsstöð. Skyldi tollurinn vera með einhver leiðindi? Þegar auðjöfrar fara í sínar verslunarferðir eru slíkar áhyggjur óþarfar. Því kennitölur eru nefnilega tollfrjálsar.
Alls kyns innlend framleiðsla er enn þann dag í dag vernduð með tollum. Hvenær ætli við hættum þessari vitleysu og látum þá sem ekki geta staðist samkeppni við innfluttar vörur sigla sinn sjó?
Það er slæmt að hugsa til þess að við Íslendingar búum í því landi Evrópu þar sem mestu umhverfisspjöll af manna völdum hafa átt sér stað. Nú stafar ógn af álæði og áformum að reisa ný álver áður en lokið er við fyrirhugað álver á Austurlandi.
Þessi pistill átti að fjalla um glæstan árangur Selmu í undankeppni Evróvisjón á fimmtudagskvöldið og möguleika hennar í kvöld. Vegna óhjákvæmilegra ástæðna verður hann hins vegar bitur útlistun á klíkuskap og óheiðarleika annarra þjóða.
Brostnar vonir og örlög litilla svartra svana sem umbreytast á örskotsstundu eru á meðal þess sem fjallað er um í helgarnesti dagsins.
Hagfræði er venjulega tengd við markaðinn, verslun og viðskipti. En það er ekki eina notagildið. Aðferðafræði hagfræðinnar má nefnilega nota á nánast öll svið mannlífsins, svo sem hjónabönd, glæpi, umferðaslys og kynlíf! Í pistli dagsins verður litið á kostnaðinn og ábatann af kynlífi.
Því fleiri lögfræðingar, þeim mun minni hagvöxtur. Þessi tölfræði hefur hvað eftir annað verið staðfest í hagfræðilegum rannsóknum. En hver skyldi ástæða þessa vera?
Fyrirtæki sem sérhæfa sig í því að verja tölvunotendur fyrir vírusum á internetinu hafa það gott um þessar mundir því að nóg virðist vera af hættulegum kóða og varnarlausum hugbúnaði. Á sífellt lengri lista þess sem notendur ættu að vara sig á ættu þeir að bæta þráðlausu neti.
Friðsamleg mótmæli í Úsbekistan urðu að blóðbaði þegar herinn, að beiðni Islam Karimovs, forseta landsins, hóf að skjóta á óvopnaðan almenning. Úsbekistan hefur veitt Bandaríkjunum stuðning í stríðinu gegn hryðjuverkum – en það er komin tími til að Bandaríkin endurskoði stuðning sinn við Karimov.