Besta knattspyrnulið Evrópu!

Eins og getspakir lesendur hafa líklega áttað sig á fjallar síðari pistill dagsins um úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu sem fram fór síðastliðinn miðvikudag. Umfjöllunarefnið verður þó miklu heldur sá sæmdartitill sem sigur í þessum ofangreinda kappleik hefur í för með sér frekar en leikurinn sjálfur. Með því er þó ekki verið að gera lítið úr leiknum enda var hann án nokkurs efa ótrúlegasti úrslitaleikur í sögu keppninar.

Eins og getspakir lesendur hafa líklega áttað sig á fjallar síðari pistill dagsins um úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu sem fram fór síðastliðinn miðvikudag. Umfjöllunarefnið verður þó miklu heldur sá sæmdartitill sem sigur í þessum ofangreinda kappleik hefur í för með sér frekar en leikurinn sjálfur. Með því er þó ekki verið að gera lítið úr leiknum enda var hann án nokkurs efa ótrúlegasti úrslitaleikur í sögu keppninar. Leikurinn fór fram í Istanbul og öttu kappi í honum tvö af sögufrægustu liðum evrópskrar knattspyrnu, A.C. Milan og Liverpool F.C.. Það er skemmst frá því að segja að Liverpool vann leikinn með 6 mörkum gegn 5 eftir vítaspyrnukeppni, og það eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik. Það er ljóst að hver einstaklingur sem að hefur nokkurt vit á knattspyrnu gerir sér grein fyrir því þrekvirki sem að leikmenn Liverpool unnu í síðari hálfleik þessa knattspyrnuleiks. En það er einmitt með þessu afreki, sem og vasklegri framgöngu á fyrri stigum Meistaradeildarinnar, sem að Liverpool F.C. ávann sér þann rétt að nota titilinn, besta knattspyrnulið Evrópu.

Það er hinsvegar einnig ljóst að margir (þó aðalega áhangendur annarra knattspyrnuliða) munu setja spurningamerki við það að Liverpool geti með réttu kallað sig besta knattspyrnulið Evrópu. Hvernig getur lið sem endaði aðeins í 5.sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sæti á eftir miðlungsliði Everton, borið þennan virðulega titil?

Svarið er hinsvegar ótrúlega einfalt. Í ensku Úrvalsdeildinni berjast 20 ensk lið um það hvert þeirra geti kallað sig besta knattspyrnulið á enskri grund. Í Meistaradeildinni etja aftur á móti kappi bestu lið hverrar þjóðar. Þau lið sem að standa sig best á heimaslóðum fá tækifæri til þess að vinna sér inn nafnbótina besta knattspyrnulið Evrópu og það með því að bera sigurorð af sterkustu liðum álfunnar. Það ætti því ekki að vefjast fyrir nokkrum manni hvers vegna Liverpool getur réttilega borið þennan göfuga titil.

Efasemdarmenn ættu öllu heldur að snúa sér að raunverulegu ósamræmi í þjóðfélaginu. Þess vegna mætti til dæmis spyrja hvers vegna stjórnmálaflokkur sem hefur aðeins stuðning 17% þjóðarinnar (og í raun ekki svo mikið samkvæmt skoðanakönnunum) á forsætisráðherra ríkisstjórnarinnar? Eða hvernig fylking innann Háskóla Íslands sem hefur aðeins stuðning 12,5% kjósenda getur gert tilkall til embættis formanns Stúdentaráðs?

Þarna er raunverulegt ósamræmi. Hvað varðar umrædda Meistaradeild og umræddan úrslitaleik, þá hækka ég í geislaspilaranum og hlusta á undurfagra tóna Gerry and the Pacemakers, í laginu You´ll never walk alone og hugsa til besta knattspyrnuliðs Evrópu: Liverpool Football Club!