Mannslíf og meistaratitlar

Margir eru um hituna á flugeldamarkaðnum. Fyrir mér er það þó engin spurning hvort ég versla við til björgunarsveitina eða íþróttaliðið mitt. Öðrum ráðlegg ég að meta hvernig peningunum er best varið og hvernig er hægt að hámarka ánægjuna af bæði flugeldum og íþróttum.

Af stórslysum og stjórnmálum

Á öðrum degi jóla fyrir einu ári síðan skall flóðbylgja á ströndum nokkurra Asíulanda með skelfilegum afleiðingum. Áhrif náttúruhamfaranna á stjórnmál í Sri Lanka og Indónesíu eru meginumfjöllunarefni pistilsins að þessu sinni, en við það er síðan fléttað smá hugleiðingum höfundar um lífið og tilveruna.

Fréttaflutningur um jól

Fréttaflutningur um jólin er ávallt af öðrum toga en á öðrum tímum ársins. Áberandi eru fréttir af hvers kyns jólauppákomum, jólaveðrinu á hinum ýmsu stöðum landsins og hvað gert er til að hjálpa hinum bágstaddari í þjóðfélaginu. Fjölmiðlar reyna að búa til fréttir sem lætur fólki líða vel. En fréttir einskorðast þó ekki við þessa flokkun.

Að sjá með hjartanu

„Trúin er ekki fólgin í því að játa eitthvað sem ofbýður skynsemi okkar og reynslan hafnar heldur felst trúin í því að taka ákveðna lífsafstöðu og að taka ákveðin gildi alvarlega,“ segir séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson í árlegri jólahugvekju á Deiglunni.

Að fanga dag

Les einhver netið á aðfangadag? Varla klukkan 10 um kvöldið þegar þessi greyið pistill mun loks birtast. Hugsanlega mun einhver lesa hann á jóladag eða að þessari jólahelgi liðinni. Þá verður hann orðinn númer tvö eða þrjú í röðinni.

Einfaldar lausnir

sdfdÍ jólahelgarnesti dagsins kennir ýmissa grasa að vanda enda er hinn eini sanni jólaandi fangaður og matreiddur ofan í dygga lesendur Deiglunnar á snyrtilegan máta beint af hægri kantinum.

Í skötulíki á Þorláksmessu!

Í fréttum í vikunni kom það í ljós að Benedikt páfi XVI hefði skrýðst jólahúfu páfagarðs-eða svokallaðri camauro, og hefði síðan látið aka sér um Péturstorgið með húfuna. Minnti höfuðfat þetta-sem var rautt á lit með hvítri bryddingu-á húfur sem jólasveinar nota öðrum fremur.

Allt er fiskur

Hæfileiki Frjálslyndra til að troða kvótamálum í allar umræður er hreint ótrúlegur. Seinasta þriðjudag (20.12) ritaði Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, grein í Morgunblaðið um skipan Hæstaréttardómara. Nú mætti halda að þetta væri stórt og mikið mál sem borið gæti heilan pistil. En nei! Auðvitað þurfti þingmaðurinn að koma fiskveiðistjórninni að og hnýta í Hafró í leiðinni.

Sveitalubbalógík

Síðan Félag Framfarasinna leið undir lok hefur verið frekar hljótt í kringum þá aðila sem eru mest á móti innflytjendum hér á landi. Formaður félagsins hefur hins vegar dúkkað upp aftur og hefur ýmislegt skemmtilegt á prjónunum.

Partýfloppfræði

Sum partý eru bara mislukkuð – flopp. Partý sem litu svo lofandi út í byrjun kvölds lognast í skyndingu út af og deyja meðan önnur umbreytast í óskilgreint orkuform með tilheyrandi tryllingi. Hvað veldur?

Leiðtogar í enska boltanum

Hjá íþróttaliðum jafnt sem fyrirtækjum skipta sterkir leiðtogar miklu máli. Þeir sem geta drifið samstarfsmenn sína áfram til betri verka og árangurs en ella eru gulls ígildi. Hvernig er þessu háttað hjá helstu félögunum í enska boltanum í dag?

Námslán betri en styrkir

Fyrir tveimur mánuðum rakst ég á skemmtilega grein í dönsku blaði. „Snjallir stúdentar sleppa því að taka námslán,“ var fyrirsögnin. Í greininni var stutt viðtal við danskan nema sem kvartaði yfir því að námslánin væru of há.

Hlutfallslegir yfirburðir Guðna Ágústssonar

Guðni Ágústsson toppar sjálfan sig – ef það er hægt! – í Morgunblaðinu í dag þegar hann lýsir því yfir að það sé miskilningur hagfræðinga að þjóðir eigi að fást við það sem þær eru samkeppnishæfar í!

Atkvæðisréttur óskast – engrar þóknunar krafist!

Mér datt í vikunni í hug bráðsnjöll hugmynd. Að mínu mati er hugmyndin svo snjöll að hægt er að verða ríkur eða komast til mikilla valda í íslensku atvinnulífi með því að beita henni.

Hegðun spákaupmannanna eftir bókinni

Erlend útgáfa skuldabréfa í íslenskum krónum er komin af stað á ný. Tímasetningin á útgáfunni bendir til þess að eftirspurn erlendra aðila eftir slíkum bréfum byggi á vel ígrundaðri langtímahugsun. Ef svo er mun tilkoma þeirra minnkar líkurnar á stórum ástæðulausum sveiflum í gengi krónunnar.

Kvölin og völin

Þrátt fyrir mikla velgengni við að útskýra mannlegt samfélag á undanförnum áratugum þá hefur hagfræðin stundum legið undir ámæli fyrir það að byggjast upp á því að fólk hugsi rökrétt um hluti og taki yfirleitt rökréttar ákvarðanir sem hámarka hag þeirra.

Táningafælan

Hvaða verslunareiganda dreymir ekki um tæki sem fælir frá eirðarlausan krakkaskarann sem safnast iðulega fyrir framan verslunina hans en veldur ekki nokkru áreiti fyrir kúnnana?

Í minningu manns

Í gær fór fram aftaka í Kaliforníu fylki sem hefur vart farið fram hjá heimsbyggðinni. Maðurinn sem var tekinn af lífi hét Stanley „Tookie” Williams. Hann hafði verið í fangelsi frá árinu 1979 en hann var dæmdur til dauða árið 1981 fyrir morð á fjórum manneskjum. Williams hélt því alltaf fram að hann væri saklaus alveg fram að seinustu mínútunum.

Stigið á stokk

Hvernig hefur íslensku þjóðinni gengið að efna heit sín á líðandi ári? Sum áramótaheit eru heitari en önnur sérstaklega þau sem birtast á opinberum vettvangi.

Gleymum ekki enskunni

Danir hafa fyrir löngu áttað sig á mikilvægi enskunnar og þeim mannauði sem felst í góðri enskukunnáttu þjóðar. Í háskólum hér í Kaupmannahöfn er mjög mikið framboð af námi á ensku enda ólíklegt að ásókn útlendinga í námið yrði mikil annars. En það kemur reyndar í ljós að ákveðin hópur Dana á erfitt með að fóta sig í þessu alþjóðlega umhverfi.