Bernanke lækkar vexti

Á þriðjudaginn lækkaði Seðlabanki Bandaríkjanna stýrivexti sína um hálft prósentustig, úr 5,25% í 4,75%. Fjármálamarkaðir höfðu búist við að bankinn myndi einungis lækka vexti um 0,25 prósentustig. Lækkunin var því skarpari en búist var við og í kjölfarið hækkaði verð hlutabréfa talsvert um allan heim. Viðbrögð sérfræðinga við vaxtalækkuninni hafa verið tvískipt. Margir hafa hrósað Bernanke. En aðrir hafa gagnrýnt hann.

Samstaða í SUS

Viðeyjarstjórn? Seyðisfjarðarstjórn? Viðreisnarstjórn eða Samstöðustjórn? Hvað mun nýja SUS stjórnin verða kölluð?

Ný ríkisstjórn á næstu 90 leiki

Viðskiptaráð afhenti nýrri ríkisstjórn 90 sniðugar tillögur sem ráðamenn þjóðarinn geta komið í verk á nýhöfnu kjörtímabili. Hugmyndirnar eru góðar – en nú er bara að sjá hvort að undirtektirnar verði ríkisstjórninni til sóma.

Árleg mannekla

Sú staða hefur komið upp á hverju hausti undanfarin ár að ekki tekst að manna leikskóla, frístundaheimili og jafnvel skóla. Árleg mannekla bendir til þess að ef til vill er kominn tími til þess að skoða annað rekstrarfyrirkomulag og nýjar leiðir í leikskólamálum.

Óttinn er markmið

Margir velta fyrir sér markmiðum hryðjuverka og hvort einhver hljóti sigur í þeirri báráttu sem nú stendur yfir. Ég tel að ef einhver ætti að lýsa yfir sigri, þá væru það hryðjuverkamennirnir frekar en þeir sem berjast gegn þeim. Því miður.

Svindlari á Íslandi

Árið 1995 var bankinn sem fjármagnaði stríð Napoleons með kaupum á skuldabréfum útgefnum af Bandaríkjunum vegna kaupanna á Luisianna seldur á 1 pund. Ástæðan var blekkingavefur 28 ára starfsmanns bankans, Nick Leeson, og ónægt eftirlit bankans sjálfs. Slæleg framkvæmd eftirlitsaðila átti einnig stóran hlut að máli. Þessi ágæti maður fjallar um svindl sitt og blekkingar í boði Icebank og í samstarfi við HR á fimmtudaginn næstkomandi.

Opinber ævintýramennska

Það er gaman að fylgjast með íslenskum athafnamönnum um þessar mundir. Þeir eru út um allt. Öllum steinum er velt til að finna tækifæri til fjárfestinga og eru margir undrandi, ekki síst sérfræðingar erlendis, á því hversu hugaðir og framsæknir landar okkar eru.

Vondu útlendingarnir

Útlendingar halda áfram að valda íslenskri þjóð vandræðum. Þeir virðast ekki skilja að þeir eru bara velkomnir ef þeir stoppa við stutt, skoða Geysi, baða sig í Bláa lóninu og eyða gjaldeyri. Fyrr í sumar voru erlendir verkamenn vandamálið. Nú eru það erlendir fjárfestar sem vilja eignast hlut í orkufjárfestingarfélagi. Mikið hafa Íslendingar það gott ef verkmenn og fjárfestar eru helsta utanaðkomandi ógn lands og þjóðar.

Að stytta sér leið framhjá viðhorfsbreytingu

Nokkur orð um glímu lagasetningar og samfélagsviðhorfa í ljósi kynjajafnréttis

Ókeypis strætó

Nú í haust geta framhalds- og háskólanemar í fyrsta skipti farið í skólann með strætó án þess að greiða krónu fyrir. Nemarnir hafa að sjálfsögðu fagnað þessum breytingum en aðrir kunna að hafa áhyggjur af því að hið opinbera sé ekki að passa upp á sameiginlegu peningabudduna okkar. En hversu mikil er breytingin raunverulega og hvað er eðlilegt að hið opinbera taki mikinn þátt í kostnaði af almenningssamgöngum?

Hvar er ævisagan, Davíð?

Væri ekki tími til kominn að fyrrverandi forsætisráðherra settist í helgan stein og leyfði okkur að njóta kímnigáfu sinnar á prenti fremur en að reyta fjaðrir af glæsilegri arfleifð sinni með illa ígrunduðum yfirlýsingum um efnahagsmál?

Skref í átt að evru

Umræðan um upptöku evrunnar verður sífellt fyrirferðarmeiri á Íslandi. Í meginatriðum snýst málið í fyrsta lagi um hvort við ættum að taka upp evruna og í annan stað ef það þykir fýsilegt, hvenær og hvernig.

Aukinn sýnileiki – ekki aukin ríkisafskipti

Vaskleg framganga lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í miðbæ Reykjavíkur undanfarnar helgar hefur vakið eftirtekt og árangur þeirrar vinnu er farinn að koma í ljós. Þetta þýðir að þeir sem töluðu fyrir boð- og bannlausnum varðandi miðbæ Reykjavíkur, á borð við enn frekari styttingu á opnunartíma skemmtistaða og jafnvel tilfærslu sumra þeirra yfir í önnur hverfi, munu vonandi setja þær hugmyndir rakleitt aftur ofan í skúffu.

Gjafakvóti Össurar

Losun gróðurhúsaloftegunda hefur verið eitt af heitustu málunum í alþjóðasamfélaginum undanfarin ár og sýnist sitt hverjum í þeim efnum. “Allt á leið til fjandans” eða “Innantómur hræðsluáróður” og allt þar á milli heyrist frá hópum vísindamanna, almenningi, stjórnmálamönnum og ríkisstjórnum.

And(fúla) (bíl)ríki

Borgarbúar hafa valið einkabílinn og við þeirri ákvörðun ætti ekkert að reyna að tjónka. Þetta er hvimleið tugga sem einstaka misvitur frjálshyggjumaður (þeir eru víst til) finnur sig knúinn til að japla á þegar talið berst að umferðarmálum í borginni. Menn ættu að fara gætilega í að tjá sig á markaðsútkomu á einhverju sem þeir hafa ekki hundsvit á, allra síst þegar frjáls markaður er jafn sjaldgæft fyrirbæri í nútímasamfélaginu og raun ber vitni.

Enska knattspyrnan étur börnin sín

Fáum ætti að dyljast sú staðreynd að peningaflæði í knattspyrnuheiminum hefur aukist gríðarlega undanfarin ár. Ensku liðin hafa mest á milli handanna en það virðist litlu skila til uppeldisstarfs á ungum og efnilegum heimamönnum.

Ógildur meðlimur

Mundu margir fá sér nettengingu ef þeir þyrftu fyrst að greiða fyrir hana í tólf mánuði áður en þeir gætu tengst vefnum? Mundi einhver versla við líkamsræktarstöð sem krefðist þess að menn greiddu félagsgjöld í tólf mánuði áður en þeir fengju aðgang að tækjasalnum? En bókabúð sem heimtaði að fólk greiddi tólf bóka tryggingu áður en það fengi fyrstu bók sína afhenta, mundi slík bókabúð fá marga viðskiptavini?

Ertu tengdur inn?

Undanfarið hefur farið af stað bóla í kringum netið, en þetta eru svokallaðir netkerfavefir (social networking). Þessir vefir eru alls ekki nýir af nálinn en fjölmargir virðast vera að átta sig á þeim. Svo hröð hefur þessi þróun verið að mörg hundruð Íslendingar bætast við á þessa vefi á hverjum degi.

Siðlaust guðlast

Nýjasta auglýsing Símans til kynningar á 3G þjónustu sinni virðist hafa komið illa við marga. Síminn og höfundar auglýsingarinnar gengu hugsanlega of langt að þessu sinni en siðferðisleg mörk auglýsinga eru þó oft afar óljós.

Baráttan um landgrunnið VIII – SÍLDARSMUGAN OG REYKJANESHRYGGUR

Í þeim miklu deilum sem hafa staðið um Hatton-Rockall hefur oft á tíðum gleymst í þjóðmálaumræðunni að Ísland á einnig rétt til landgrunnsins í suðurhluta Síldarsmugunnar og á Reykjaneshrygg.