Gjafakvóti Össurar

Losun gróðurhúsaloftegunda hefur verið eitt af heitustu málunum í alþjóðasamfélaginum undanfarin ár og sýnist sitt hverjum í þeim efnum. “Allt á leið til fjandans” eða “Innantómur hræðsluáróður” og allt þar á milli heyrist frá hópum vísindamanna, almenningi, stjórnmálamönnum og ríkisstjórnum.

Losun gróðurhúsaloftegunda hefur verið eitt af heitustu málunum í alþjóðasamfélaginu undanfarin ár og sýnist sitt hverjum í þeim efnum. “Allt á leið til fjandans” eða “Innantómur hræðsluáróður” og allt þar á milli heyrist frá hópum vísindamanna, almenningi, stjórnmálamönnum og ríkisstjórnum. Burtséð frá því hvort yfir heiminum vofir mikil hætta eða hvort hræðslan verður fokin út í veður og vind eins og dómsdagsspár vegna súrs regns fyrir nokkrum áratugum, er ljóst að stór hluti þjóða heims hefur tekið sig saman um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.

Kyoto bókunin svokallaða er bókun við rammasamning Sameinuðu þjóðanna sem var samþykkt í Kyoto árið 1997 og tók gildi fyrri hluta árs 2005. Skv. bókuninni skuldbinda aðildarríki bókunarinnar sig til að halda losun sex gróðurhúsalofttegunda á árunum 2008-2012 innan útstreymisheimilda sem eru 5,2% lægri en útstreymi þessara ríkja var á árinu 1990. Ísland er aðili að Kyoto bókuninni og hefur á tímabilinu losunarheimildir upp á 10,5 milljón CO2 ígildistonn.

Ef miðað er t.d. við markaðsverð losunarkvóta á frjálsum markaði í heiminum í dag, þar sem tveggja ára framvirkur samningur um kaup á losunarkvóta kostar skv. European Climate Exchange (ECX) um 21 Evru = 1848 ISK er ljóst að íslenski kolefniskvótinn er um 20 milljarða króna virði á markaðsvirði dagsins í dag. Og ekki verður að teljast ólíklegt að verðið á kolefniskvóta eigi eftir að hækka verulega á næstu árum.

Þó svo að dæmið hér að ofan sýni vel að um talsverða fjármuni er að ræða er málið að sjálfsögðu ekki alveg svona einfalt. Þá er það sérstaklega lagaumhverfið sem gerir okkur íslendingum erfitt fyrir, bæði íslenska lagaumhverfið sem og Kyoto bókunin sjálf, enda er það svo að þeir sem fá úthlutað íslenska kvótanum mega ekki áframselja hann til þriðja aðila á tímabili samningsins eða til ársins 2012. Því þarf að sjálfsögðu að breyta hið snarasta.

Nú nýlega kom fram í máli iðnaðarráðherra að íslenskar losunarheimildir árin 2008-2012 verða ókeypis. Umsækjendur þurfa einungis að greiða 250.000 kr. fyrir að sækja um, burtséð frá því hversu mikið er sótt um. Stjórnvöld munu því einungis fá nokkrar milljónir í kassann á tímabilinu, í stað fleiri milljarða hefði kvótinn verði seldur á markaðsvirði. Var í þessu samhengi bent á að skv. lögum Evrópusambandsins megi ríki þess einungis selja 10% kvóta sinn, og því hefði það verið samkeppnishamlandi fyrir íslensk fyrirtæki ef þau hefðu þurft að kaupa allan sinn kvóta. Af hverju var þá ekki amk. 10% kvótans seldur? Miðað við dæmið hér að ofan hefði það skilað tveimur milljörðum í ríkiskassann.

Eina rétta leiðin sem íslensk stjórnvöld þurfa að fara í þessum málum á næstu árum að mati pistlahöfundar eru:

1. Selja losunarkvóta á frjálsum markaði með uppboði sem er sambærileg leið og ungversk stjórnvöld hafa farið með góðum árangri.
2. Gera verslun með losunarheimildir frjálsar, án takmarkana.
3. Skilgreina eignarétt losunarheimildanna. Eignarétturinn á ótvírætt að vera kaupandans, en ekki ríkiseign sem “leigð er út” í takmarkaðan tíma.

Latest posts by Andri Heiðar Kristinsson (see all)