Ertu tengdur inn?

Undanfarið hefur farið af stað bóla í kringum netið, en þetta eru svokallaðir netkerfavefir (social networking). Þessir vefir eru alls ekki nýir af nálinn en fjölmargir virðast vera að átta sig á þeim. Svo hröð hefur þessi þróun verið að mörg hundruð Íslendingar bætast við á þessa vefi á hverjum degi.

Undanfarið hefur farið af stað bóla í kringum netið, en þetta eru svokallaðir netkerfavefir (social networking). Þessir vefir eru alls ekki nýir af nálinn en fjölmargir virðast vera að átta sig á þeim. . Svo hratt hröð hefur þessi þróun verið að mörg hundruð Íslendingar bætast við á þessa vefi á hverjum degi.

Sá vefur sem hefur vaxið mest undanfarið á Íslandi er vefuinn facebook.com en Facebook hefur oft verið kallaður Myspace fyrir fullorðna. Vefurinn á rætur sínar að rekja til Háskóla í Bandaríkjunum, en þar hefur hann notið vinsælda hjá Háskólamenntuðu fólki. Mikil umræða skapaðist um vefinn þegar bandaríkjaher lokaði á Myspace en héldu Facebook opnum, helsta ástæðan fyrir því var talin að yfirmenn notuðu Facebook en undirmenn myspace.

Aðrir vefir hafa notið vinsælda eru vefir eins og Xing og Linkedin. Vefirnir eru byggðir upp með sömu hugmyndafræði en hver vefur hefur sína kosti og galla. Hugmyndafræði vefjanna er ekki mjög flókin, öll eigum við vini og kunningja sem við erum í mismiklum samskiptum við. Vefirnir hjálpa okkur að vera í betri samskiptum við þá með því að tengja okkur við þá. Menn kynnast svo að sjálfsögðu nýju fólki í gegnum þessa vefi og geta skilgreint sjálfa sig í ákveðna hópa.

Allir bjóða vefirnir upp á auðveldar leiðir til að finna þessa vini, bæði með því að skoða teningar við aðra vini og með því að leita á netinu. Einnig er hægt á auðveldan hátt að ská sig inn á outlook, gmail og hotmail reikninga og sækja þar tenglalista yfir alla sem hafa sent okkur póst og við fengið póst frá. Þannig geta menn á skömmum tíma byggt upp mjög stór netkerfi.

Gallinn er sá að allir þessir vefir fara fram á að vinir manns skrái sig inn á þá til þess að þeir séu í netinu, þannig trekkja þeir að þáttendur á vefina sína en að sama skapi ef þú vilt muna eftir góðum vin sem er ekki inni á vefnum, þá stendur það ekki til boða. Einnig vantar augljósa fídusa oft eins og geta flokkað vini sína, þótt ekki væri nema fyrir mann sjálfan í vini eða kunningja og jafnvel eitthvað meira. Einnig er yfirleitt ekki hægt að nota þessi kerfi til að senda póst á alla vini sína í einu sem gæti líka verið kostur.

Hver þróunin er með þessa vefi er á eftir að koma í ljós. Við eigum örugglega eftir að sjá enn meiri vöxt á næstunni. Sjálfsagt eiga fjölmiðlar eftir að fara að fjalla um þetta eins og bloggið, og við eigume eftir að heyra í frumkvöðlum Facebook á Íslandi. Spurning er hins vegar hvort þetta er bóla eða hvort þetta sé komið til að vera og að við eigum eftir að nota Facebook í framtíðinni þegar við ákveðum hverjum við ætlum að senda jólakort eða hvern við könnumst við sem þekkir góðan málara.

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.