Fjölmiðlar eru varðhundar almennings

Í dag verður haldið málþing á vegum lagadeildar Háskóla Íslands sem ber yfirskriftina Sjálfsritskoðun og réttarvernd fjölmiðla. Eitt að því sem velt verður upp er hvernig lögin geti tryggt að fjölmiðlarnir geti rækt af heilindum það lögskipaða hlutverk sitt að vera varðhundur almennings gagnvart ríkinu og öðrum valdamiklum öflum í samfélaginu. Umræða um inntak tjáningarfrelsis fjölmiðla er afar þörf. Sérstaklega í ljósi þess hve mikið áhrifaafl fjölmiðlar eru orðnir í þjóðfélaginu.

Tækifæri til nýskipunar ráðuneyta

Síðustu daga hafa fjölmiðlar og stjórnmálamenn verið mjög uppteknir af stjórnarmyndun, málefnasamningi í tengslum við hana og síðast en ekki síst skipan manna og kvenna í ráðherrastóla. Fáir virðast hafa velt því fyrir sér að nú gefist upplagt tækifæri til róttækra breytinga á skipan ráðuneyta í íslenska stjórnarráðinu.

Hvetjandi upplýsingar?

Nú fyrir helgi var framið vopnað rán í sparisjóði einum í Kópavogi. Ekki er svo langt síðan að samskonar rán var framið í útibúi í Hafnafirði. Í báðum tilvikum náði ræninginn miklum fjármunum, eða tæpri milljón króna. Í báðum tilvikum komu þær upplýsingar fram í umfjöllun fjölmiðla um málin.

Tækifæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Niðurstaða alþingiskosninganna laugardaginn fyrir viku, og aðdragandi þeirra, var um margt þörf áminning fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ljóst er að ákveðnar breytingar þurfa að eiga sér stað til þess að flokkurinn missi ekki forystusæti sitt í íslenskum stjórnmálum.

Grænar tær

Með hækkandi sól grænkar grasið á túnunum og þá er um að gera fyrir knattspyrnuáhugamenn að taka fram takkaskóna. Íþróttadeild Deiglunnar veltir fyrir sér íslenskri knattspyrnu í sumar.

Grafarvogsbúinn

GrafarvogurinnLitla Grafarvogshjartað tekur alltaf kipp þegar ég fer úr hverfinu og sé skilti þar sem stendur 7 km til Reykjavíkur, en alveg síðan undirritaður fór í sveit hefur hann verið áminntur um það að hann býr í úthverfi.

Ákvörðun á elleftu stundu

Í ítarlegri könnun IMB á Íslandi kemur í ljós að fjórðungur kjósenda gerði ekki upp hug sinn fyrr en á kjördag, þar af gerði 10% ekki upp hug sinn fyrr en í sjálfum kjörklefanum.

„Skítajobb“

Mikil umræða hefur átt sér stað um laun æðstu embætta ríkisins í kjölfar úrskurðar kjaradóms um hækkun launa alþingismanna, ráðherra og embættismanna, sem heyra undir dóminn. Laun alþingismanna og ráðherra hækka um 18,4-19,3%, laun dómara og ríkissaksóknara hækka um 11,1-13,3% og laun annarra embættismanna hækka um 7,2%. Tímasetning breytingana vakti einnig athygli því svo skemmtilega vildi til að þær tóku gildi á kjördag en samkvæmt formanni kjaradóms var því komið svo fyrir til að trufla ekki almenna þjóðfélagsumræðu í aðdraganda kosninganna.

Samkeppniskúgun

Samtök verslunarinnar sendu á síðasta ári inn erindi til Samkeppnisstofnunar um að teknir yrðu til athugunar viðskiptahættir varðandi dreifingu og smásölu á ís. Þrátt fyrir að ekkert ólögmætt samráð hafi verið fyrir hendi þá úrskurðaði Samkeppnisráð á athyglisverðan hátt í málinu. Eru samkeppnisyfirvöld á réttri leið eða á villigötum?

Kaustu rétt?

Spurningunni hér að ofan er í flestum tilfellum kastað fram í gamni, sem þó fylgir nokkur alvara. Vísað er til þess hvað viðkomandi kaus, en það er að sjálfsögðu hans einkamál og hvorki rétt né rangt. Allt annað mál er hvernig maður kýs, þar er eins gott að kjósa rétt, röng atkvæði eru ógild. En hvað þarf til að ógilda kjörseðilinn?

Geta vélar hugsað?

HeiliBreski snillingurinn Alan Turing birti merka grein árið 1950 þar sem hann spurði spurningarinnar „Geta vélar hugsað?“. Grein hans og þær hugmyndir sem hann setur fram í henni eru jafn áhugaverðar í dag eins og þær voru fyrir rúmum 50 árum.

Íslensk Survior pólitík

SurvivorNú er að koma að seinasta þættinum í seríunni Surivor, og spennan er orðin nokkur hver vinnur. Í gær þegar ég horfði á þáttinn, sá ég að það var nokkur samlíking milli þáttanna og íslenskra stjórnmála þessa dagana.

Áfram á braut frelsis og framfara

Í dag fara fram mikilvægar kosningar til Alþingis. Í dag ræðst hvort íslenskt samfélag muni áfram þróast í átt frelsisins og fjölbreytileikans eða hvort vinstri flokkarnir nái hér tökum með tilheyrandi forræðishyggju og óábyrgri efnahagsstjórn. Deiglan hvetur lesendur sína til þess að styðja Sjálfstæðisflokkinn til áframhaldandi forystu í íslenskum þjóðmálum og setja X við D.

Æskudýrkun?

Er alveg hræðilegt að vera gamall á Íslandi? Er unga, sæta fólkið að hirða öll góðu störfin? Ríkir æskudýrkun í íslensku þjóðfélagi? Eða stjórna kannski hin gömlu, reyndu öfl bak við tjöldin með nokkrar unglegar strengjabrúður almenningi til skemmtunar og augnayndis?

… það skuluð þér og þeim gjöra

Þann hluta kristninnar sem snýr að líknarstörfum og samhjálp við náungann má draga saman í eina setningu, gullnu regluna, sem allir þekkja: „Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ En réttlætir sá fagri boðskapur sem felst í þessari setningu þá ókosti sem geta fylgt trúarbrögðum?

Heldur stjórnin velli?

Nú þegar aðeins fimm dagar eru þar til kosið verður til alþingis ríkir mikil óvissa um niðurstöðuna. Aðalspurningin er sú hvort stjórnin haldi velli.

Ótrúleg (skelfileg) velgengni Frjálslyndra

Ekki er langt síðan flestir töldu að dagar Frjálslynda flokksins væru taldir. Nú mælist hann hins vegar með svipað fylgi og Framsókn og Vinstri-grænir. Að svo komnu máli er nauðsynlegt athygli kjósenda sé vakin á þeim skelfilegu afleiðingum sem stefna þeirra myndi hafa í för með sér.

Furðulegur málflutningur

Umræður stjórnmálaflokkanna fyrir kosningarnar 10. maí nk. hafa á undanförnum vikum snúist í sífellt meiri mæli um sjávarútvegsmál. Frjálslyndi flokkurinn virðist einkum sækja fylgi sitt til þeirra sem eru ósáttir eru við kerfið og ungt samfylkingarfólk í Reykjavík virðist telja sig eiga nokkuð erindi upp á dekk í þeim efnum líka.

Hnýsin húsfélög

Í sameiginlegri grein eftir formann og lögfræðing Húseigandafélagsins sem birtist í nýjasta tölublaði Lögreglumannsins er reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu nr. 322/2001 harðlega gagnrýnd. Lögfræðingar húseigendafélagsins lýsa yfir mikilli óánægju með reglugerðina en skv. henni geta húsfélög ekki undantekningalaust fengið afhentar allar lögregluskýrslur um erfiða íbúa í viðkomandi fjölbýlishúsi.

Í skjóli feminisma II

Í pistli eftir undirritaðan sem birtist hér á Deiglunni í gær var fjallað um þann boðskap sem sveif yfir vötnum á stofnfundi Félags íslenskra feminista. Þar sem mikill meirihluti félagsmanna er eflaust ósammála þeim öfgum sem hafa komið fram á stofnfundinum og á póstlista félagsins þá verður að skoða gaumgæfilega núverandi ímynd félagsins og ábyrgðarhlutverk stjórnar þess.