Íslensk Survior pólitík

SurvivorNú er að koma að seinasta þættinum í seríunni Surivor, og spennan er orðin nokkur hver vinnur. Í gær þegar ég horfði á þáttinn, sá ég að það var nokkur samlíking milli þáttanna og íslenskra stjórnmála þessa dagana.

SurvivorÍ gær var ég að horfa á þáttinn Survivor og áttaði mig á því að það var ýmislegt þar sem minnti mig á niðurstöður kosninganna og það sjónarspil sem á sér stað þessa dagana.

Fyrir þá sem vita ekki hvað Survivor er, þá er hópur fólks sendur á afskekktan stað þar sem það á að komast af án utanaðkomandi hjálpar. Í hverjum þætti er svo einn aðili kosin í burtu. Fljótlega fara að myndast ýmis bandalög, þar sem menn sameinast um að kjósa ákveðin aðila í burt. Sá síðasti fær svo milljón dala í verðlaun.

Þegar maður horfir á íslenskur stjórnmálin, ber auðvitað hæst biðlun Ingibjargar til Framsóknar um að koma í nýtt bandalag með henni gegn Sjálfstæðismönnum. Framsóknarmenn eru hins vegar ekki enn búnir að gleyma því þegar hún sveik seinasta bandalag, en finnst hins vegar áhugavert að hafa þennan möguleika til að ná að styrkja stöðu sína í núverandi bandalagi.

Eitt er það í þessum þáttum sem boðar feigð, það er þegar menn eru orðnir mjög ánægðir með sjálfa sig og tala um það opinskátt. Slíkt fólk hefur oftast verið fljótt að fara, og þegar það síst á von á því. Óhætt er að segja að þetta minni nokkuð á hvernig Össur hefur spilað undanfarið. Hann hefur talað mjög opinskátt um hvernig það sé honum að þakka hvað Samfylkingin sé orðin, og ekkert hafi bæst við eftir að Ingibjörg tók við.

Það er jafnframt áhugavert að skoða aðra stjórnarandstöðuflokka og hvernig þeir standa súrir fyrir utan öll bandalög og það eina sem þeir geta gert er að reyna að skemma fyrir með gjammi og vonast að gömlu bandalögin sundrist og þeir fái að komast inn í bandalag.

Þrátt fyrir þetta heldur gamla bandalagið, eitthvað hefur kvarnast úr því og hugsanlega verða einhverjar breytingar á valdahlutföllum innan þess.

Ég er þess fullviss að okkar ágætu pólitíkusar myndu standa sig frábærlega í Survivor og kæmu væntanlega með milljónina heim.

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.