Það fór illa í Cancun. Samningaviðræður um umbreytingar á kerfi alþjóðaviðskipta leystust upp án þess að hnikað hefði í samkomulagsátt og nú er óhætt að segja að svartýni, fremur en bjartsýni, sé ríkjandi varðandi framvindu Doha-ferlisins svokallaða. Þetta er áfall fyrir allar þjóðir heims.
Category: Deiglupistlar
„Eins öfugsnúið og það hljómar þá einskorðast kvennabaráttan í dag ekki við að koma sem flestum konum í störf á vinnumarkaðnum heldur líka að banna þeim að vinna önnur,“ segir Eyrún Hanna Bernharðsdóttir í sérstökum gestapistli á Deiglunni í dag.
Windows stýrikerfið hefur mikla yfirburðastöðu á markaðnum. Að hluta til kemur þetta til vegna þess að tölvunotendur hafa engu öðru vanist. Nú gæti Microsoft hins vegar mætt alvarlegri samkeppni þar sem áætlanir eru uppi um að smíða nýtt stýrikerfi sem fengi mikla dreifingu í Kína, sem er enn lítt plægður akur í upplýsingatækninni.
Samgöngunefnd Reykjavíkur hefur víst pakkað niður í ferðatöskur enda ætlar hún í vettvangsferð út fyrir landsteinana að skoða almenningssamgöngur í evrópskum borgum á stærð við Reykjavík. Eitt af því sem nefndin hyggst leggja sérstaka áherslu á að skoða eru léttlestar enda telur hún grundvöll fyrir rekstri þeirra í Reykjavík.
Það eru margar konur sem kannast við þá tilfinningu að kaupa sér „stelpublað“. Með „stelpublaði“ á pistlahöfundur við glanstímarit eins og Vogue, Marie Claire, She, Bliss og að sjálfsögðu sjálfa drottningu glanstímaritanna Cosmopolitan. Í pistlinum fjallar höfundur um efni og innihald slíkra tímarita, áhrif þeirra og síðast en ekki síst hvað skal borga fyrir að þiggja þau áhrif.
Sprottið hefur upp áhugaverð umræða að undanförnu um byggingu jarðganga til Vestmannaeyja og birtist mjög góður pistill þess efnis á Deiglunni fyrir skömmu. Umræða um jarðgöng til Eyja er ekki ný af nálinni en áhugavert er að nú ber hún vott um ný viðhorf eða breyttan tíðaranda því fylgjendur gangagerðarinnar vilja nú sýna fram á að göngin séu fjárhagslega hagkvæm.
Svíar ganga að kjörborðinu í dag til að kjósa um EMU-aðild. Kosningarnar fara fram í skugga morðsins á Önnu Lindh, utanríkisráðherra og mikils stuðningsmanns evrunnar. Var réttlætanlegt að halda atkvægreiðslunni til streitu þrátt fyrir hinn skelfilega atburð?
Það er eðlilegt að framboð sem hefur enga hugsjón aðra heldur en þá að komast til valda fái lánaðar hugsjónir og hugmyndir frá öðrum. R-listinn í Reykjavík var stofnaður til höfuðs Sjálfstæðisflokknum með það eitt að markmiði að koma honum frá. Hugsjónafátæktin hefur nú neytt R-listann til að leita lausna á ólíklegustu stöðum.
Morðið á Önnu Lindh utanríkisráðherra Svíþjóðar er einn óhugnanlegasti atburður í sögu Norðurlanda og reiðarslag fyrir hið opna og frjálslega samfélag sem við Norðurlandabúar eigum sameiginlegt.
Í dag eru tvö ár liðin frá því að hartnær þrjúþúsund manns af ýmsu þjóðerni létu lífið fyrir hendi hugsjúkra brjálæðinga í mesta hryðjuverki sögunnar. Ellefti september er dagsetning sem greipt verður í huga allra hugsandi manna okkar tíma og minnst af öðrum kynslóðum um ókomna tíð.
Sagan segir að árið 1926 stuttu áður en að rússneski heimspekingurinn Ayn Rand, þá 21 árs gömul, yfirgaf Sovétríkin og flúði til Bandaríkjanna hafi ungur Rússi komið upp að henni í veislu og sagt henni að þegar hún kæmi til Bandaríkjanna ætti hún að segja Bandaríkjamönnum að Rússland væri einn stór kirkjugarður og að rússneska þjóðin væri öll að deyja.
Tsjernobyl slysið hefur orsakað aukna torgtryggni almennings í garð kjarnorku sem margir andstæðingar hennar eru duglegir að nýta sér. Þetta hefur komið niður á rannsóknum á þessu sviði og hafa margar þjóðir ákveðið að loka kjarnorkuverum sínum og leitað eftir öðrum og oft óhagkvæmari orkugjöfum. En hver voru raunveruleg áhrif Tsjernobyl-slyssins á heilsufar fólksins á svæðisinu?
Haustið er komið, skólarnir byrjaðir og bankar landsins farnir í heljarins auglýsingaherferð. Nú er tími til að taka lán, enginn byrjunarkostnaður, engir ábyrgðarmenn, ekkert vesen, bara peningur beint í vasann. Hljómar vel…
Luo Gan, einn æðsti yfirmaður löggæslumála í Alþýðulýðveldinu Kína er staddur hér á landi í sérstakri heimsókn. Hann hyggst kynna sér land og þjóð og styrkja samband ríkjanna. Þó að hér gefist tækifæri á að koma okkar sjónarmiðum á framfæri er varða mannréttindi, er hætt við því að talað verði fyrir daufum eyrum böðuls.
Peter Singer er einn umdeildasti núlifandi heimspekingurinn og hefur jafnvel verið kallaður „hættulegasti maður í heimi“. Singer hélt um helgina fyrirlestur á vegum Heimspekistofnunar Háskóla Íslands. Þar tók hann sérstaklega fyrir tvö mál sem sérstaklega varða okkur Íslendinga, hvalveiðar og virkjunarframkvæmdir á hálendi Íslands.
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að í dag spila Íslendingar landsleik í knattspyrnu við sjálfa Þjóðverja. Leikurinn er án vafa mikilvægasti leikur íslenska landsliðisins til þessa. Í fyrsta skipti í sögunni eigum við raunhæfa möguleika á því að komast áfram í lokakeppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu.
Á morgun laugardaginn 6. september verður haldin Ljósanótt í Reykjanesbæ. Hátíðin er einstaklega glæsileg í ár og ástæða fyrir alla til að leggja leið sína þangað um helgina. Eða eins og hið fornkveðna segir: „kvöldin þar þau eru engu lík…“
Rúmlega einn milljarður manna hefur ekki aðgang að nægu hreinu vatni til drykkjar og enn fleiri búa við óásættanleg gæði vatns til annarra nota. Þetta skapar félagsleg, efnahagsleg og ekki síst alvarleg heilbrigðisvandamál.
Pharmaco er í dag stærsta fyrirtæki landsins og er áætlað verðmæti þess nú metið um 83 milljarða í Kauphöll Íslands. Vöxtur fyrirtækisins hefur verið með ólíkindum á allra síðustu árum og stefnir í að ekkert lát verði á því þar sem enn frekari útrás er á dagskrá þess.
Á netinu er mikið framboð af allskyns tónlist og kvikmyndum. Í flestum tilfellum er um ólöglegar útgáfur að ræða sem netnotendur deila sín á milli. Þessi dreifing hefur haft mikil áhrif á tónlistarmarkaðinn og leita menn nú leiða til að aðlagast breyttu umhverfi í kjölfar mikillar notkunar á vefnum.
