Samstaða um íslenska hagsmuni á norðurslóðum

Óhætt er að segja að nefndin, undir forystu Bryndísar Haraldsdóttur alþingismanns, hafi skilað góðu verki, gagnmerkum tillögum sem byggja á vel ígrunduðum forsendum sem mynda traustan grunn að þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um nýja norðurslóðastefnu.

Athhygli heimsins beinist í æ ríkari máli að norðurslóðum. Fyrir því eru ýmsar ástæður, sumar jákvæðar en aðrar neikvæðar. Bráðnun heimskautaíssins er birtingarmynd hlýnar sem haft gæti ófyrirsjáanlegar afleiðingar í umhverfislegu tilliti en hefur um leið í för með sér breytta heimsmynd.

Ísland hefur undanfarin tvö ár farið með formennsku í Norðurskautsráðinu (e. Arctic Council) og af því tilefni lagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra til við
ríkisstjórn fyrir nokkru síðan að ráðist yrði í endurskoðun norðurslóðastefnunnar. Skipaði hann í því skyni nefnd níu þingmanna með tilnefningum frá öllum þingflokkum sem í liðnni viku skilaði ráðherra tillögu að nýrri norðurslóðastefnu.

Óhætt er að segja að nefndin, undir forystu Bryndísar Haraldsdóttur alþingismanns, hafi skilað góðu verki, gagnmerkum tillögum sem byggja á vel ígrunduðum forsendum sem mynda traustan grunn að þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um nýja norðurslóðastefnu.

Meðal þess sem þingmannanefndin leggur til er að efla viðskipti og samstarf á sviði atvinnulífs, mennta og þjónustu innan norðurslóða,
ekki síst við næstu nágranna íslands á Grænlandi og í Færeyjum. Viðskiptasamstarf á þessu svæðí felur í sér mikla möguleika og segja má að vitundarvakning sé að verða í þeim efnum, ekki síst eftir að Grænlandsskýrslan svokalla kom út fyrir nokkrum vikum.

Önnur tillaga nefndarinnar sem skiptir miklu máli er aðefla getu til leitar og björgunar, auk viðbragða við mengunarslysum, m.a. með því
byggja upp innlendan björgunarklasa og styrkja enn frekar alþjóðlegt samstarf. Hefur utanríkisráðherra lagt á þetta ríka áherslu í sinni ráðherratíð og sérstaklega horft til þess að byggja megi upp aðstöðu á norðausturhluta landsins í þessum tilgangi.

Þriðja atriðið sem mig langar að nefna sérstaklega úr tillögum nefndarinnar er að samstaða hafi náðst um það í þessari þverpólitísku nefnd að ný norðurslóðastefna eigi að felast í því m.a. að gæta öryggishagsmuna á norðurslóðum á borgaralegum forsendum og á grundvelli
þjóðaröryggisstefnunnar, vakta vel þróun í öryggismálum í samráði við hin
Norðurlöndin og önnur bandalagsríki okkar í NATO, mæla gegn hervæðingu og vinna markvisst að því að viðhalda friði og stöðugleika á svæðinu.

Utanríkisráðherra hefur einmitt lagt á það þunga áherslu í formennskutíð Íslands í Norðurskautsráðinu að svæðið verði áfram laust við spennu og átök og að samstarf ríkja, sem óvíða annars staðar eiga í nánu samstarfi, verði áfram gott og farsælt.

Samstaða á þingi um þessi mál skiptir miklu máli fyrir hagsmuni Íslands og það er ánægjulegt að sjá hversu góðu verki þau Bryndís Haraldsdóttir, formaður nefndarinnar og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Ari Trausti Guðmundsson, fulltrúi þingflokks Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi þingflokks Pírata, Guðjón S. Brjánsson, fulltrúi þingflokks Samfylkingarinnar, Inga Sæland, fulltrúi þingflokks Flokks fólksins, Karl Gauti Hjaltason, fulltrúi þingflokks Miðflokksins, Líneik Anna Sævarsdóttir, fulltrúi þingflokks Framsóknarflokksins, Njáll Trausti Friðbertsson, fulltrúi þingflokks Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fulltrúi þingflokks Viðreisnar, skila af sér og vonandi veit það á áframhaldandi samstöðu um þennan mikilvæga málaflokk.

Latest posts by Diljá Mist Einarsdóttir (see all)

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Diljá hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2006.