Kveikt á kerti í myrkrinu

Þessa dagana eru fæstar fréttir af Íslandi mjög bjartar og nóg af erfiðum viðfangsefnum blasa við íslensku þjóðinni. Þess vegna er sérstaklega ánægjulegt að vera minntur á að það er nú samt ansi margt í íslensku þjóðfélagi ansi gott. Land sem hefur samkynhneigða konu sem forsætisráðherra getur ekki verið alslæmt.

Sárreiður á spenanum

Einn ástsælasti rithöfundur landsins, Hallgrímur Helgason, hefur að undanförnu verið ódeigur við að benda á hversu illa er komið fyrir Íslendingum og þeim kynslóðum sem erfa munu landið og skuldirnar. Hallgrímur hefur nú þegið listamannalaun næstu þrjú árin eða tæpar tíu milljónir króna. Metsöluhöfundurinn telur væntanlega að þótt ástandið sé slæmt, séu nægir peningar í veskjum skattgreiðenda til að halda höfundi Íslands uppi. Er slíkt eðlilegt?

Vandasöm verkefni nýs dómsmálaráðherra

Í vikunni var skipaður nýr dóms- og kirkjumálaráðherra, Ragna Árnadóttir. Þrátt fyrir fyrirfram ákveðinn stuttan líftíma ríkisstjórnarinnar liggur á hennar borði fjöldi mikilvægra mála sem úr þarf að leysa.

Sakfellum og drögum úr streitu

Ein sú stétt sem nýtur hvað mest trausts almennings eru læknar. Þegar þeir tala, þá hlustum við og þegar þeir ráðleggja okkur, þá tökum við á þeim mark – enda treystum við þeim fyrir lífi okkar. Það er því háalvarlegt mál þegar þeir misnota það traust sem þeir hafa öðlast á faglegum grunni til að ýta undir fylgi við pólitískar skoðanir sínar.

Berjumst fyrir bættum hag stúdenta

Í dag og á morgun gefst nemendum við Háskóla Íslands kostur á því að kjósa til Stúdentaráðs og Háskólaþings. Tvö framboð bjóða fram að þessu sinni en það eru Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta og Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands.

Sjálfbærar atkvæðaveiðar Einars K.

Einar K. ákvað að kveðja sjávarútvegsráðuneytið með afar umdeildri ákvörðun um stórauknar hvalveiðum, sem vitað var að verðandi ríkisstjórn ætti erfitt með að kyngja. Væri íslenskri stjórnsýslu greiði gerður ef fyrsta verk nýrra ráðherra þyrfti ætíð að vera að vinda ofan af barnalegum hrekkjum forvera sinna?

Hvað þarf að gera?

Nú hefur ný ríkisstjórn tekið til starfa og mun hún væntanlega ekki hrinda miklu í verk þar sem starfstími hennar er einstaklega stuttur. Það er þó afskaplega margt sem þarf að gera til að koma hjólum atvinnulífsins af stað. Spurningin er bara hve mikið mun sitja á hakanum þar til eftir kosningar?

Kjósum tvo varaformenn

Nú er tími endurnýjunar og breytinga á Íslandi og er Sjálfstæðisflokkurinn ekki undanskilinn í þeim efnum. Að mínu mati ber að gera tilteknar breytingar á skipulagi flokksins. Ég vonast til að sjá mannabreytingu í þingmannahópi flokksins eftir prófkjör, nýja forystu og breytt flokksskipulag.

Hver vann?

Í dag mættu 2000 manns á Austurvöll til að fagna sigri. Hvaða sigri?

You ain‘t seen nothing yet

Ein af hinum fjölmörgu og misgáfulegu ásökunum á hendur Sjálfstæðisflokknum í kjölfar bankahrunsins er sú að efnahagsstjórn hans hafi verið veik. Gott og vel. En þeir sem hæst kvörtuðu ættu fyrst að súpa hveljur nú þegar hyllir í áherslupunkta hinnar rauðgrænu ríkisstjórnar, sem hér eftir verður nefnd Brúnka. Baby, you ain‘t seen nothing yet.

Játningar útrásarvíkings

Viðtal við Bjarna Ármannssonar í Kastljósi fyrir stuttu vakti mikla athygli og umræðu, þar sem hann viðurkenndi að hafa líklega gert mistök á ýmsum tímapunktum. Þá vakti endurgreiðsla hans á hluta launa sinna líka athygli. Minni athygli fengu hins vegar miklu skýrari játningar annars útrásarvíkings mun fyrr.

Kafbátarnir á kaffistofunum

Í flestum fyrirtækjum má finna starfsmenn sem eru duglegir að láta í sér heyra þegar eitthvað er þeim ekki að skapi í rekstri fyrirtækisins. Þeir eru sannkallaðir „kanslarar kaffistofunnar“ þegar hitamál ber á góma, með einföld svör og dramatískar yfirlýsingar á reiðum höndum þegar þeir telja að brotið sé á réttindum starfsmanna. En eru þetta hæfir stjórnendur?

Listin að fokka upp eiginn málstað

Hörðustu Evrópusambandshatar hefðu ekki getað gert framsýnu fólki Sjálfstæðisflokknum meira ógagn en hinir meintu Evrópusinnar í Samfylkingunni. Taugaveiklun og óþolinmæði Samfylkingarfólks valda málstað Evrópusinna í öllum flokkum töluverðum skaða. Var viljinn til að koma sjálfum sér og Davíð Oddssyni frá völdum svo mikill að ekki væri hægt að bíða í nokkra daga svo fjölmennasti flokkur landsins gæti endurskoðað stefnu sína í Evrópumálum?

Samfylkingin lamar Fjármálaeftirlitið

Þann 25.1 s.l. sagði Björgvin G. Sigurðsson af sér sem viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde. Björgvin kynnti formanni stjórnar Fjármálaeftirlitsins þessa ákvörðun sína sem ákvað þá að segja af sér. Björgvin beindi þeim tilmælum til stjórnar Fjármálaeftirlitsins að hún gengi frá starfslokum við Jónas Fr. Jónsson og segði síðan af sér, sem hún og gerði í heild sinni. Þótt enginn efist um að þetta útspil Björgvins hafi verið ætlað til að setja pressu á Sjálfstæðisflokkinn svo að upp úr stjórnarsamstarfi gæti slitnað, verður að virða það við hann að með þessu axlaði hann ábyrgð, þótt að það væri um 100 dögum of seint. Það er þó ekki allt sem sýnist.

Heimsækjum Bessastaði

Það kemur væntanlega engum á óvart að sjá hversu vel Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti lands og lýðs, naut sín í embættisverkum sínum í gær við úthlutun ríkisstjórnarumboðs. Það er augljóst að maðurinn er fæddur til að gegna embættinu. Þvílík og endemis fagmennska sem draup af forseta vor á sér vart fordæmi. Flestir fylltust lotningu þegar þeir sáu bíl forsætisráðherra nálgast Bessastaði. Fyrir mörgum var margra mánaða barátta mótmælenda að ná hámarki, þegar fráfarandi forsætisráðherra, Geir H. Haarde, tilkynnti forseta vorum, að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hefði verið slitið.

Lausn VG er að slíta samstarfinu við AGS !

Formaður vinstri grænna var loksins spurður af forsætisráðherra í Kastljóssviðtali í vikunni um það hvað hann vildi gera í þeirri stöðu sem komin er upp. Það stóð á svari hjá formanninum enda vanur að gagnrýna allt frekar en að þurfa að koma með lausnir á vandanum. En fréttamaður lét formanninum það ekki eftir að komast hjá spurningunni og þá kom svarið – slíta ber samstarfinu við AGS og skila láninu!

Þurrkulegur Þráinn

Davíð Guðjónsson ritaði pistil sem birtist í gær á Deiglunni og kom m.a. inn á athæfi ofbeldissinnaðra óeirðaseggja (mótmælenda). Undirrituð getur tekið undir margt sem kom fram í umfjölluninni, en vill þó bæta ýmsu við.

Skynsemin verður að þola grjótkastið

Grímuklædd ungmenni í bland við ógæfumenn slást við lögregluna sem beitir tárgasi og kylfum, opinberar byggingar eru skemmdar, óvandaðir þingmenn með ráðherradrauma glotta í laumi, stjórnleysi og stjórnarslit í vændum – þetta er Ísland í dag. Ástandið er ekki frýnilegt og þó reiðin sé skiljanleg beinist hún ekki í skynsamlegan farveg og rangar ályktanir eru dregnar. Stjórnarslit nú væru óráð og krafan um þau vanhugsuð.

Að finna reset takkann og ýta á’ann

Bara ef stjórnsýslan væri jafn hugvitssamlega útbúin og einkatölvan. Með stórum og áberandi reset takka ef allt fer í vaskinn. Nú í vikunni gerði hópur fólks leit að slíkum takka utan á Alþingishúsinu en án árangurs. Enda einungis fárra útvaldra að ýta á slíkan. Þörfin fyrir það vex hratt, ekki síst ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að gera sér einhverjar vonir um að endurvekja traust meðal hins almenna kjósanda á ný.

Skríllinn í stofunni

Á meðan Alþingi hóf störf sín safnaðist stór hópur saman við Austurvöll til þess að mótmæla þessu sama Alþingi. Á dagskrá þingsins var að ræða um framboð áfengis í verslunum, skipafriðunarsjóð og eldflaugavarnir. Það sem enginn virtist sjá eða vilja tala um var fíllinn í stofunni.