Hvað þarf að gera?

Nú hefur ný ríkisstjórn tekið til starfa og mun hún væntanlega ekki hrinda miklu í verk þar sem starfstími hennar er einstaklega stuttur. Það er þó afskaplega margt sem þarf að gera til að koma hjólum atvinnulífsins af stað. Spurningin er bara hve mikið mun sitja á hakanum þar til eftir kosningar?

Nú hefur ný ríkisstjórn tekið til starfa og mun hún væntanlega ekki hrinda miklu í verk þar sem starfstími hennar er einstaklega stuttur. Það er þó afskaplega margt sem þarf að gera til að koma hjólum atvinnulífsins af stað. Spurningin er bara hve mikið mun sitja á hakanum þar til eftir kosningar?

Það helsta sem Íslendingar hafa áhyggjur er atvinnu ástandið. Því að ekki er hægt að greiða upp skuldir ef engar tekjur er að hafa. Mörg verkefni liggja þó á áætlunarstigi og verðum við að vona að einhver þeirra komist á koppinn.

Tvö álver, á Húsavík og Helguvík, hafa lengi verið í umræðunni og myndu þau bæði búa til þó nokkur störf. Rætt hefur verið um hágæða sílikonframleiðslu sem notast myndi í sólarsellur. Álþynnuverksmiðja við Akureyri hefur verið á teikniborðinu, þetta væri ný tegund iðnaðar á íslandi og flokkast ekki undir venjulega álframleiðslu. Vatnsverksmiðja Jón Ólafssonar er líka í burðarliðnum og eru þar vonandi góðir möguleikar í boði. Lengi hefur svo verið áættlað að byggja netþjónabú og skilst mér að sumar þær áætlanir séu langt á veg komnar. Ýmsar stækkanir á þeim álverum sem nú þegar eru í rekstri hafa líka verið ræddar og er um að gera að skoða þá kosti.

Allt ofan talið ætti að vera atvinnuskapandi og þegar við bætist bygging raforkuvera til að sinna þessu verksmiðjum eru vonandi ansi mörg störf í boði, sum þeirra þó einungis tímabundin. Það er afskaplega ólíklegt að þetta verði allt að veruleika en það um að gera reyna koma sem flestum þessara verkefna á koppinn í von um að þau skili þjóðinni tekjum. Við viljum frekar að skatttekjur komi í kassann en hann tæmist allur í atvinnuleysisbætur.

Mikið hefur líka verið rætt um nýsköpun og sprotafyrirtæki til að auka á tekjur þjóðarinnar. Þetta er augljóslega nauðsynlegt og hið besta mál að keyra á þessa flokka. Samt eru fyrirtæki af þessum toga, eins og CCP, mjög uggandi í núverandi árferði og hefur heyrst að sum þeirra muni jafnvel fara úr landi. Er þá ekki mikilvægara að heyra hver eru umkvörtunarefni þessara aðila og skoða þau vel áður en ráðist er í að gera ný fyrirtæki. Því við verðum að líta á það sem er að í dag áður en við ætlum að byggjum nýja framtíð. Mér skilst að þetta snúist að mestu um gjaldeyrishöftin og þá lausafjárkreppu sem er á markaðnum. Með einföldum aðgerðum má reyna að koma til móts við þessi fyrirtæki og þar með vonandi leysa vandann.

Menn segja að heimskreppan sé að miklu leiti kominn frá hinni gífurlega miklu neyslu vesturlanda. Menn eyddu og eyddu en framleiddu ekki neitt. Er þetta ekki eitthvað sem við verðum að líta á? Verðum við ekki búa efnahag sem stendur á mörgum traustum stoðum? Þar sem framleiðsla og hugmyndavinna verður höfð í farbroddi.

Latest posts by Einar Leif Nielsen (see all)

Einar Leif Nielsen skrifar

Einar Leif hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2008.