Vikublað fyrir prinsa

Alla jafna þykir mér Monitor skemmtilegt blað og gaman að fletta í gegnum það, og get ég trúað því að svo sé um fleiri á mínum aldri og yngra fólk. Nú er hins vegar svo komið að ég hef ákveðið að sniðganga Monitor þar sem það virðist vera “vikublað fyrir prinsa”, og ég er ekki prins. Af hverju er Monitor blað fyrir prinsa? Jú, vegna þeirrar staðreyndar sem ég komst að í kjölfar ömurlegrar hausatalningar á forsíðum blaðsins.

Heimsendir, hagvöxtur og hallelúja

Þau sorgartíðindi bárust nýverið að heimsendir er í nánd. Harold Camping, milljónamæringur og predikari, gaf sorgartíðindin út á útvarpstöð sinni í Kaliforníu. Heimurinn eins og við þekkjum hann mun líða undir lok kl 06.00 á staðartíma í Kaliforníu þann 21. maí næstkomandi. Það þýðir að við Íslendingar verðum að vera undir það búin að ljúka umræðum um bankahrunið fyrir kl. 13:00 þann tuttugasta og fyrsta maí, nema náttúrulega við viljum halda sælunni áfram í eftirlífinu.

Hin umdeilda Harpa

Núna í maímánuði opnaði nýja tónlistarhúsið, Harpa. Húsið er gríðarstórt og á að standast öllum öðrum tónlistarhúsum snúning er varða hljómgæði og glæsileika. Tónlistarhúsið er þó einkar umdeilt, sérstaklega þegar litið er á kostnaðarlegu hliðina.

Obama náði Osama

Osama Bin Laden er allur. Hann var drepinn af bandarískum sérsveitarmönnum aðfaranótt síðasta mánudags í Pakistan. Þar með lauk tæpri tíu ára leit af eftirlýstasta manni í Bandaríkjunum, manni sem er talinn bera höfuðábyrgð á árásunum á Bandaríkin 11. september 2001. En hvað breytist með dauða Osama Bin Laden?

Sæmdarréttur – réttur til höfundaheiðurs

Í fyrri pistli mínum var farið yfir þá hlið sæmdarréttarins í íslenskum höfundalögum, sem nefnist nafngreiningarréttur. Í þessum pistli mun hins vegar vera farið yfir aðra hlið nafngreiningarréttarins, réttinn til höfundaheiðurs.

Sæmdarréttur – nafngreiningarréttur

Við uppsetningu Nýlistasafnsins á sýningunni Koddu, nú í vor, hafa vaknað upp ýmsar spurningar og hafa þær flestar snúið að afmörkuðu sviði höfundarréttarins, það er sæmdarréttinum. Sæmdarréttur, er hinn ófjárhagslegi réttur höfunda sem hefur yfirleitt staðið í skugga hins fjárhagslega réttar. Þessi sýning hefur vakið athygli manna á mikilvægi sæmdarréttar og því hve afmörkun hugtaksins sæmdarréttur er óljós í íslenskum lögum. Í þessum pistli verður farið yfir þá hlið sæmdarréttar í íslenskum höfundalögum sem nefnist nafngreiningarréttur

Ræða mín í hinu konunglega brúðkaupi

Hér má lesa ræðu mína til Vilhjálms Karlssonar, vinar míns, sem flutt verður í hinni konunglegu brúðkaupsveislu í kvöld. Hér er einnig söngtexti sem við vinir hans ætlum að gleðja veislugesti með.

Klofningur Vinstri grænna

Nokkur styr hefur staðið um þingflokk Vinstri grænna frá þingkosningunum árið 2009. Ástæðurnar eru nokkrar, samþykkt Alþingis að aðildarviðræðum um inngöngu Íslands í Evrópusambandið, Icesave málið og fjárlögin.

Deiglan á páskum 2011

Í páskahugvekju fjallar Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson um viðleitni Evrópumanna til að byggja betra samfélag upp úr rústum síðari heimsstyrjaldar og þá eilífu von sem boðskapur páskanna ber með sér.

Tökum skrefið út úr skugganum

Á föstudaginn langa fyrir ári síðan skrifaði ég á þessum vettvangi um nauðsyn þess fyrir okkur sem þjóð að stíga út úr skugga þess doða og þeirrar örvæntingar sem að öllu hefur ráðið í íslensku samfélagi frá því haustið 2008 og inn í ljóstýru framtíðarinnar. Síðan þau orð voru skrifuð hefur þjóðin hins vegar verið kyrfilegar fjötruð í hlekki fortíðarinnar og þannig meinað að takast á við það brýna verkefni að sýna framtíðinni ræktarsemi.

Vald án ábyrgðar

Fyrr í mánuðinum var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um hin margumræddu Icesave lög í kjölfar þess að forseti Íslands nýtti heimild 26. gr. stjórnarskrárinnar og vísaði þessu umdeilda máli til þjóðarinnar. Lengi vel var talið að heimild þessi væri upp á punt og nær óhugsandi að henni yrði einhvern tímann beitt. Annað hefur þó sýnt sig í embættistíð núverandi forseta, en þetta er í þriðja skiptið sem hann beitir ákvæðinu og tvisvar hefur verið boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna þessa.

Goðaveldi Alþjóðasamfélagsins

Þegar ágreiningsmál á alþjóðavettvangi eru skoðuð kemur í ljós að þau eiga ýmislegt sameiginlegt við hvernig deilur á íslensku þjóðveldisöldinni voru leystar.

Yfirvegun eða ofstopi

Þótt stór hluti Sjálfstæðismanna hafi ekki verið á sömu skoðun og forystan um hvort semja ætti við Breta og Hollendinga þá er ekki þar með sagt að hugmyndafræði, stefna og framtíðarsýn forystunnar njóti ekki víðtæks stuðnings. Þótt margir hafi, með málefnalegum hætti, komist að sömu niðurstöðu og ýmsir ofstopamenn, þá munu þeir ekki sjálfir breytast í ofstopamenn.

Gettu Betur getur betur

Í síðustu viku var háð úrslitaviðureign Gettu Betur fyrir fullu húsi í Háskólabíó. Að sjálfsögðu var lið Menntaskólans í Reykjavík í úrslitum, og ætti það ekki að koma neinum á óvart, en keppinautar þeirra voru úr Kvennaskólanum í Reykjavík.Kvennskælingar hafa hingað til ekki gert miklar rósir í Gettu Betur og var þetta fyrsta úrslitaviðureign skólans. Hins vegar hafa MR-ingar nánast átt fast sæti í úrslitum síðustu árin, en þetta var 17. úrslitaeinvígi skólans.

Hvað varð um hina málefnalegu umræðu?

Í gær var kosið og nú hafa úrslitin verið birt. Við getum vonandi sætt okkur við niðurstöðuna og haldið áfram. Því að það hefur verið ömurlegt að sjá hvernig fólk er búið að hafa sig frammi síðustu daga. Í raun ekki bara síðustu daga heldur alveg síðan að hrunið átti sér stað.

Skynsamlegast að semja

Þegar allt þetta er tekið saman, þ.e. þær skyldur sem hvíldu á íslenska ríkinu samkvæmt Evróputilskipuninni og sú mismunun sem fólst í aðgerðum íslenska ríkisins við að verja innistæður í október 2008, er hæpið að tala á þann veg að við séum með unnið mál fyrir dómstólum. Miklu nær er að telja að við ættum mjög á brattann að sækja.

Keisarinn er nakinn – segjum NEI

Það hefur vart farið fram hjá neinum að um næstu helgi kýs þjóðin í annað sinn um hvort lög um samninga um Icesave-kröfur Breta og Hollendinga haldi gildi sínu . Margir telja að undir forystu Lee Bucheits, aðalsamningamanns Íslands í deilunni, hafi náðst „betri“ samningur en í fyrstu atrennu með svokölluðum „Svavars samningi“. En eru þessir samningar nógu góðir og er rétt að almenningur þurfi að greiða skuldir einkabanka? Samningurinn er afar umdeildur og uppi eru skiptar skoðanir meðal fræðimanna, stjórnmálamanna og landsmanna almennt um hvort kjósa skuli með samningnum eða gegn honum. En til þess að komast að niðurstöðu þá skulum við fara aðeins yfir sögu Icesave og samninginn sjálfan.

Icesave í smærri mynd

Hugsum okkur mann. Hann er ungur, kappsamur, pínu gráðugur, metnaðarfullur, kemur jafnan vel fyrir og gæti selt eskimóa klaka úr Reykjarvíkurtjörn. Köllum þennan einstakling Bigga fjárfesti. Hann Biggi er búinn að vera í mikilli uppsveiflu síðustu ár og fólk er farið að treysta honum fyrir peningunum sínum.

Hvað klikkaði hjá OR?

Forsvarsmenn OR og borgarinnar staðfestu á dögunum það sem lengi hefur verið vitað, að fyrirtækið stendur illa. Nú er hins vegar svo komið að þetta öfluga fyrirtæki fær ekki aðgang að lánsfé erlendis og eigendur þess, þ.e. skattgreiðendur, þurfa að fjármagna fyrirtækið. Þrátt fyrir þetta sendi OR frá sér fréttatilkynningu í desember sl. um að staðan væri jákvæð og sterk. Hvað gerðist þarna í millitíðinni?

Dómstólaleiðin: Nokkrir punktar um ágæti hennar

Höfundur hefur tekið saman nokkra punkta um hvers vegna væri skynsamlegt að fara dómstólaleiðina svokölluðu í Icesave málinu.