Radíó Deiglan 1904

Þórlindur og Hafsteinn Gunnar Hauksson halda áfram að tala um hugleiðslu og tala um upplifun Hafsteins í þögulu hugleiðsluskjóli sem hann sótti í upphafi árs. Í upphafi minnist Þórlindur vinkonu sinnar, Berglindar Hallgrímsdóttur, Deiglupenna sem var einmitt innblásturinn af því að hann fór í hugleiðsluskjólið Dhanakosa fyrir ári.

Einu mennirnir með viti – S3E12

Einu mennirnir með viti fjalla um Guðföðurinn og beina athyglinni að Vito sjálfum. Þeir komast að því að Guðfaðirinn sé, þegar öllu er á botninn hvolft, dyggðugur maður og til fyrirmyndar að flestu leyti.

Radíó Deiglan 1902 – siðfræði

Þórlindur Kjartansson og Jón Steinsson, Deiglupennar og fornvinir, spjalla saman um siðfræði. Og já, það er í alvörunni áhugavert. Þeir tala líka um rannsóknir Jóns á búsetu Vestmannaeyinga eftir gos þar sem hann komst að því sem allir vissu, að Eyjarnar eru að mörgu leyti einstakar.

Radíó Deiglan 1901 – Hugleiðsla

Þórlindur Kjartansson og Hafsteinn Gunnar Hauksson, Deiglupennar og tengdabræður brjóta upp jólahátíðina með samtali um hugleiðslu, mínimalískan lífstíl og búddisma.

Hinn göfugi tilgangur

Hann gladdi, statusinn sem ég rakst á núna um hátíðirnar, þar sem fram kom að viðkomandi myndi ekki senda rafrænar jólakveðjur að þessu sinni, þar sem fjölskyldan myndi senda jólakort. Þetta er ákveðinn snúningur á hinni algengu tilkynningu um að ekki verði send nein jólakort þetta árið, heldur eingöngu rafrænar kveðjur. Oft fylgir með að […]

Það besta við kapítalismann

Fyrsta HM-ið sem fylgdist rækilega með var HM á Ítalíu 1990. Það sumar var ég í Póllandi. Pólland var hætt að vera alþýðulýðveldi. Wojciech Jaruzelski var þó enn forseti. Karlanginn. Kapitalisminn lagði landið undir sig á augabragði. Annar hver maður var að reka verslun og selja tyggjó og fótboltaspjöld. Hvort tveggja algerlega tilgangslausir hlutir ef […]

Rök gegn sameiningu handboltaliða og stundum annarra hluta einnig

Kaupmannahöfn – á þessum áratug Tólf ára drengur situr einn á bekknum að leik loknum. Allir liðsfélagar, og áhorfendur eru farnir heim. Mótherjarnir komnir í rútu. Hann heldur á bolta og dripplar honum af og til í parketið. Endrum og eins lítur hann upp, horfir á markið, svo stigatöfluna. Hún haggast ekki. Áfram stendur 26-28. […]

Einu mennnirnir með viti – S3E11

Einu mennirnir með viti halda áfram að fjalla um Guðföðurinn og að þessu sinni er áherslan lögð á hina skapstóru feðga; Sonny og Vincent. Þáttastjórnendur velta fyrir sér hvernig skólakerfið hefði tekið á persónuleika Santinos og ræða líka um það hvar þeir hefðu haft höfuðstöðvarnar ef þeir hefðu stofnað mafíu á Íslandi. Búddismi kemur líka […]

Radíó Deiglan – Fyrirheitna landið

Einu mennirnir með viti eru með jafnvel með enn meira viti en venjulega því með þeim í þættinum er Guðmundur Rúnar Svansson nýkominn úr mikilli reisu til fyrirheitna landsins. Eins og vænta má eru áratugalangar deilur fyrir botni Miðjarðarhafsins leystar í þættinum auk þess sem í honum er að finna ýmsan þjóðlegan og alþjóðlegan fróðleik […]

Einu mennnirnir með viti – S3E10

Einu mennirnir með viti halda áfram að fjalla um Guðföðurinn. Í þessum þætti beina þeir sjónum sínum að helstu kvenpersónum myndarinnar og áhrifum þeirra á söguna. Feðraveldið er tekið til bæna og femmínisminn er allsráðandi rétt fyrir jólin.

Einu mennnirnir með viti – S3E09

Einu mennirnir með viti snúa aftur með umfjöllun um Guðföðurinn. Í þessum þætti fjalla þeir fyrst og fremst um hinn dáðlausa Fredo Corleone. Farið er yfir hið vægast sagt stormasama samband hans við Michael, litla bróður sinn, og hinn sviplegu og sögufrægu endalok hans, og leikarans sem fór með hlutverk hans.

Radíó Deiglan 1706

Einu mennirnir með viti komu sér fyrir milli Barack Obama, Ivönku Trump og íslamska menningarsetursins í Washington og spjölluðu saman um trúarhátíðina Awaken the Dawn, þar sem enginn reyndi að bjarga þeim, Newseum safnið og ógleymanlega hafnaboltaleiki milli Chicago Cubs og Washington Nationals. Þessi þáttur hlaut stuðning úr bæði hefðbundnum og óvæntum áttum.

Radíó Deiglan 1705 – Hlaðvarpsmenning

Árni Helgason, Deiglupenni og hlaðvarpsstjarna, mætti í Radíó Deigluna og talaði við Þórlind frænda sinn um hlaðvörp og fjölmiðla. Í þættinum koma þeir víða við og reyna að vera ekki of leiðinlegir þótt upptakan hafi farið fram fyrir hádegi.

Ekki gefast upp. Sósíalistarnir eru með plan.

Eitt það fallegasta við íslenska umræðu er hvernig helstu persónur og leikendur ná að endurnýja sig með reglulegu millibili. Einn daginn ertu að reka fjölmiðil fyrir auðmann og segja ungu fólki sem þráir að vinna sem blaðamenn, vita að þau geti kannski fengið vinnu en aldrei meira en 300 þúsund kall á mánuði. Þann næsta […]

Radíó Deiglan 1704 – Samsæri

Þórlindur Kjartansson og Andri Óttarsson sóttu fyrirlestur sérlega áhugaverðs rithöfundar í Hörpu og ræddu í kjölfarið saman um samsæriskenningar. Í þættinum er rætt um sitthvað áhugavert, en í honum er einnig að finna upplýsingar um hverjir það eru sem raunverulega stjórna heiminum og hvað þeir hafa í hyggju.

Radíó Deiglan 1703 – Gervigreind

Þórlindur Kjartansson og Kristján Freyr Kristjánsson Deiglupennar tala saman um gervigreind og áhrif hennar á daglegt líf, hættunum sem kunna að fylgja henni og eru ekki alls kostar sammála um að hversu miklu leyti tæknin mun leysa mannfólkið af hólmi á ýmsum sviðum.

Lundi og Mundi – 3. mars 1977

Nýr þáttur hefur göngu sína á Radíó Deiglunni. Þórlindur Kjartansson og Guðmundur Rúnar Svansson stjórna þættinum „Mundi og Lundi.“ Í þættinum er farið yfir helstu mál sem efst voru á baugi á þessum degi, en þó ekki á þessu ári. Í fyrsta þættinum er fjallað um helstu málefni dagsins þann 3. mars 1977. Þá var […]

Einu mennnirnir með viti – S3E08

Einu mennirnir með viti halda áfram umfjöllun um klassísk ævintýri; en beina nú sjónum sínum að hinu nýklassíska ævintýri um Corleone fjölskylduna. Í fyrsta hluta af sex er fjallað um þrjá af mönnunum sem mættu til Don Corleone í upphafi myndarinnar og óskuðu eftir greiða. Einu mennirnir með viti biðjast velvirðingar á hljóðgæðum í þessum […]

Veröld ný og óð – Fréttaveitan, Facebook og óvinir frelsisins

  Ég hlustaði á fréttirnar á BBC í morgun. Í faglegri samantekt um dólgslætin í Trömp var m.a. vitnað í kveðjuræðu Obama forseta þar sem hann talaði um hversu einsleit umræðan hefur orðið í kringum okkur. Á okkar persónulegu samfélagsmiðlum blasa gjarna við sömu skoðanirnar á fréttaveitunni og við keppumst við að taka undir með […]

Radíó Deiglan 1701

Í fyrsta þætti Radíó Deiglunnar spjalla Þórlindur Kjartansson og Guðmundur Rúnar Svansson um embættistöku Trump í Bandaríkjunum, velta fyrir sér hvað veldur því að hann náði kjöri, meta áhrifin á Ísland og ræða líkurnar á því að honum verði með einhverjum ráðum komið úr embætti áður en kjörtímabilinu hans líkur.