Radíó Deiglan – Fyrirheitna landið

Einu mennirnir með viti eru með jafnvel með enn meira viti en venjulega því með þeim í þættinum er Guðmundur Rúnar Svansson nýkominn úr mikilli reisu til fyrirheitna landsins. Eins og vænta má eru áratugalangar deilur fyrir botni Miðjarðarhafsins leystar í þættinum auk þess sem í honum er að finna ýmsan þjóðlegan og alþjóðlegan fróðleik sem hlustendur munu eflaust hafa gagn af, og einnig nokkurt gaman.