Óeirðirnar í Frakklandi sem staðið hafa í rúmar tvær vikur, vekja ugg og óhug um gjörvalla Evrópu. Hvernig stendur á því að kveikt hefur verið í bílum og gríðarleg eignaspjöll hafa verið framan í rúmar tvær vikur? Hvernig stendur á því að ungmenni telja sig yfir lög og reglur samfélagsins hafin og stunda íkveikjur og önnur eignaspjöll? Brást þjóðfélagið?
Á síðustu misserum hefur það færst í aukana að íbúasamtök mótmæli fyrirhuguðum framkvæmdum á byggingareitum sem liggja t.a.m. nálægt heimilum meðlima samtakanna.
Nú stendur yfir undirbúningur í menntamálaráðuneytinu að stytta nám til stúdentsprófs um eitt ár. Fyrirhuguð aðgerð er ekki að frumkvæði kennara, nemenda, né annarra sem málið varðar.
Skattar á Íslandi eru flatari en í flestum öðrum vestrænum ríkjum. Flatir skattar draga úr því óhagræði sem hlýst af öflun skatttekna. Ókosturinn við flata skatta er að þeir draga úr tekjutilfærsluáhrifum skattkerfisins.
Í útboði Vegagerðarinnar á sérleyfi á fólksflutningum á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar í síðasta mánuði voru þau ánægjulegu nýmæli viðhöfð að svo kallaðir „kennitöluflakkarar“ voru útilokaðir frá samningsborðinu. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk ríkisstofnun setur slík ákvæði í útboðsgögn sem vonandi verður regla frekar en undantekning í framtíðinni.
Pistlahöfundur segir hér frá upplifun sinni af Body Worlds sýningu þýska vísindamannsins Günther von Hagen sem er ein vinsælasta farandsýning allra tíma. Sýningin samanstendur af uppstillingu plastaðra líkama, líkamshluta og líffæra.
Sú ákvörðun George Bush að tilnefna Harriet Miers í embætti dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna vakti hörð viðbrögð ekki aðeins demókrata heldur einnig repúblikana. Meiri sátt virðist hins vegar ríkja meðal flokksbræðra Bush um skipan Samuels Alitos Jr.
Hvað fær stærsta sígarettuframleiðanda Bandaríkjanna til að hvetja fólk til að hætta að reykja og vinna þannig vísvitandi að því að fækka viðskiptavinum sínum?
Í helgarnesti dagsins er þess freistað að varpa ljósi á spennandi prófkjörsbaráttu í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík sem slær út bestu raunveruleikaþætti að gæðum.
Eitt sinn heyrði ég utan við mig samtal tveggja manna þar sem annar var að tala um uppgang sinn í opinbera geiranum og gaf hinum yngri, sem var að feta sín fyrstu fótspor í opinbera geiranum ráð. Ég læt hérmeð fylgja njósnir mínar af þessum fundi til að gefa fólki innsýn í hugarheim hins opinbera starfsmanns.
Tölurnar segja okkur að umræðan um líffæragjafir þolir enga bið. Það liggur fyrir að þegar best lætur getur líffæragjöf einnar manneskju bjargað 10 til 15 mannlífum. Bíðum ekki eftir því að kerfið setji okkur valkosti eða afarkosti hvað varðar ákvarðanatöku. Tökum umræðu og afstöðu.
Íþróttir eru ekki fyrir alla. Sumir hafa hvorki gaman af því að stunda íþróttir né að fylgjast með öðrum spreyta sig. Hins vegar skipa íþróttir stóran sess í lífi margra svo oft jaðrar við trúarbrögð. Af og til koma fram á sjónarsviðið íþróttamenn sem sameina báða framangreinda hópa. Þessir íþróttamenn nota íþróttasigra sína til að koma á framfæri einhverjum „æðri boðskapi“ ef svo má segja. Einn af þessum íþróttamönnum er Lance Armstrong.
Á nýafstöðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins var samþykkt skýr stefna í landbúnðaramálum sem miðast algerlega við hagsmuni framleiðenda og virðir að vettugi hagsmuni neytenda og skattgreiðenda. Þessi landbúnaðarstefna er í hrópandi ósamræmi við flest annað í stefnu flokksins.
Það er ekki oft sem að maður fær tækifæri til þess að fylgjast með fæðingu og byrjunarörðugleikum verðandi stórveldis og því vil ég gefa lesendum Deiglunar kost á því í dag. Venjan er sú að fæstir vita af starfi félaga fyrr en þau hafa risið til nokkurs frama, enda er fréttaflutningur af þeim í lágmarki þar til þau geta státað af einhverju viðamiklu afreki. Þetta á þó sérstaklega við ef viðkomandi félag á uppruna sinn utan höfuðborgarsvæðisins. Af þessum sökum hef ég tileinkað pistli mínum dag, ungu en drifmiklu félagi sem ber hið kraftmikla nafn, Hamrarnir.
Margir hafa heyrt um Vísindakirkjuna svokölluðu enda fjölmargir þekktir kvikmyndaleikarar meðlimir kirkjunnar. Færri vita þó fyrir hvað Vísindakirkjan stendur en kenningar kirkjunnar, sem meðal annars snúast um illa veru að nafni Xena, eiga ekkert skylt við vísindi.
Má auglýsa áfengi eða má ekki auglýsa áfengi? Má auglýsa bjór almennt en má ekki auglýsa einstaka tegundir? Má Ríkið auglýsa áfengi, en ekki umboðsaðilar og veitingastaðir? Hver má hvað eiginlega?
Það fór vafalaust fram hjá fáum að á mánudaginn lögðu konur um allt land niður störf klukkan 14:08 til að mótmæla ójafnrétti kynjanna. Tímasetningin var heldur engin tilviljun enda 30 ár liðin frá kvennafrídeginum fræga árið 1975 sem margir telja marka upphaf nútíma jafnréttisbaráttu kynjanna. Síðan þá hefur margt áunnist en enn er töluvert í að fullkomið jafnrétti náist.
Undanfarið ár höfum við orðið vitni að fjölmörgum atburðum sem fyrir fram þóttu ólíklegir en hafa haft hræðilegar afleiðingar. Tsunami flóðbylgjan í Indlandshafi, fellibylurinn Katrina og jarðskjálfti í Pakistan eru meðal þeirra.
Nýstofnuð samtök Vinir einkabílsins andæfa ríkjandi áróðri og undirokun gagnvart þessum vinsælasta ferðamáta höfuðborgarbúa. Við nánari skoðun virðist tilvera samtakanna byggja á ákveðnum misskilningi og lausnirnar sem þau leggja til munu seint skila nema takmörkuðum og í besta falli tímabundnum árangri.
Í gær lést Rosa Parks 92 ára að aldri. Nafn hennar varð áberandi í réttindabaráttu svartra í Bandaríkunum á 6. og 7. áratug seinustu aldar eftir að hún neitaði að standa upp fyrir hvítum manni í strætó eins og lög þess tíma kváðu á um. Þessi borgaralega óhlýðni vakti athygli umheimsins á þeirri niðurlægingu og grimmd sem fólst í kynþáttaaðskilnaðinum og í kjölfarið fylgdu mótmæli sem mörkuðu þáttaskil í réttindabaráttunni.