Áfram Strætó (III)

Útgjöld til almenningssamgangna eru u.þ.b. fimm sinnum lægri hér en í flestum borgum nágrannalanda okkar. Og hafa verið í mjög langan tíma. Dvínandi hlutdeild þeirra þarf því ekki að koma neinum á óvart. Í miðstýrðu samgöngukerfi og gölluðum samkeppnismarkaði – líkt og þeim sem einkennir Reykjavík (höfuðborgarsvæðið)- eru auknar opinberar fjárfestingar nauðsynleg forsenda til að byggja upp hlutdeildina á nýjan leik. Útgjöld eru þó sennilega ekki nægjanleg forsenda. Fleira þarf að koma til. Ekki síst vel skilgreind markmið og skynsamlegar leiðir.

Samkeppnisyfirvöld á villigötum

Í nýlegri skýrslu um bankakerfið sem samkeppnisyfirvöld á Norðurlöndum birtu sameiginlega er meðal annars fjallað um samþjöppun á bankamarkaði, skort á erlendum banka á Íslandi og þörf fyrir aukinn hreyfanleika viðskiptavina. Er samkeppniseftirlitið hugsanlega á villigötum?

Prósentur eru ekki fréttir

Það er ekkert nema gaman fyrir okkur tölfræði- og stjórnmálalúða hve margir og hve oft vilja sjá okkur fyrir tölum um fylgi flokka í þessu litla landi. En hins vegar eru þær prósentutölur sem út úr könnununum ekki alltaf tilefni til forsíðufyrirsagna eins og sumir virðast halda.

Leynigreiningarþjónusta Íslands

Umræðan um stofnun öryggislögreglu eða leyniþjónustu hér á landi verður sífellt háværari. Hugmyndir um stofnun slíks batterís hafa vakið ugg hjá mörgum enda sýnir sagan að ansi margt misgott getur rúmast innan leyniþjónustu. Með stofnun greiningardeildar ríkislögreglustjóra var lítið skref stigið í átt að leyniþjónustu. Til að stíga skrefið til fulls þarf að samþykkja stofnun hinnar svokölluðu þjóðaröryggisdeildar og fylgja þeim tilmælum sem komu fram í nýrri skýrslu um hryðjuverkavarnir. En eru þessi skref skynsamleg?

Ökumenn: Sýnið tillitssemi!

Hver hefur ekki verið of seinn í matarboð eða á fund með húsfélaginu og lent fyrir aftan ökunema í umferðinni sem virtist ekki geta haldið bílnum gangandi? Þegar slíkar aðstæður koma upp getur það virst þjóðráð að flauta allkröftuglega og láta þannig vita af sér. Nokkrum gæti jafnvel dottið í hug að stíga út úr bílnum og banka á rúðuna hjá ökunemanum til þess að undirstrika mál sitt.

George Galloway – hetja eða tækifærissinni?

Einn mest áberandi þingmaður á Bretlandi síðustu misseri er Skotinn George Galloway. Hann er þekktur af endemum fyrir ummæli sín, uppátæki og vinskap við Saddam Hussein og þessháttar menn. Hann er upphafinn af mörgum vinstrimönnum víða um heim og gildir það sama um marga íslenska vinsrimenn sem dá hann sökum mælsku og andstöðu við ríkjandi öfl á Vesturlöndum.

Afstaða íslenska ríkisins til samskipta ríkja

Afstaða íslenska ríkisins til samskipta ríkja almennt hefur ekki hlotið mikla athygli í þjóðmálaumræðunni. Hún er þó verðugt athugunarefni og verður hér bent á visst ósamræmi í þeim efnum.

Uppgjöf

Í dag var tekin sú ákvörðun að draga úr þjónustustigi Strætó til frambúðar. Jafnframt var tekin sú ákvörðun að borgin við Sundin skuli þróast áfram sem annars flokks borg. Jafnvel einnig til frambúðar.

Þú fórst fram úr fjárlögum – Þú ert rekinn

FjárhundurÍ fréttum á dögunum var fjallað um gengdarlausa framúrkeyrslu opinberra stofnana á fjárlögum. Viðbrögð nýs fjármálaráðherra vegna málsins gáfu ekki von um breytta hætti enda taldi ráðherra „ekki þörf á því“ að taka harkalega á málum, en verið væri að skoða málið. Það er miður að heyra þetta frá þessum ágæta ráðherra sem miklar vonir eru bundnar við og ekki hægt annað en að skammast út í þessa linkind og vanvirðu gagnvart skattpeningum.

Hvað er háskóli?

Á haustdögunum sem núna eru að ganga í garð eru þúsundir stúdenta við það að byrja í háskóla. Núna er því góður tími til að spyrja sjálfan sig, stjórnvöld og samfélagið í heild: Hvað er háskóli og hvað þýðir háskólamenntun?

Sígur fold í mar?

Í einu ævintýra hinna fjögurra fræknu var verkefnið að flytja risastóran borgarísjaka frá heimsskautinu til einshvers Arabalands vegna vatnsskorts. Ekki tókst betur til en svo að þegar á leiðarenda var komið dugði jakinn sem klaki í eitt [gin] glas. Þetta litla ævintýri rifjast upp fyrir mér þegar lesið er um og horft á fréttir af atburðum fyrir botni Miðjarðarhafs. Allir eru að vilja gerðir til að reyna gera eitthvað í málunum en þegar á hólminn er komið þá gerist ekki neitt í þá veru, þvert á móti. Hvernig stendur á því?

Mótmælastjórnmál

Áður fólst í mótmælum krafa fólks um grundvallarbreytingar á samfélagsgerðinni. Í dag snúast mótmæli frekar um umbætur, sem aðferð til að krefjast umbóta á frekar afmörkuðum sviðum. Líta má á mótmæli sem pólitískt úrræði, á borð við þátttöku í kosningum eða kosningaherferðum, sem einstaklingar noti til þess að ná fram sínum markmiðum í stjórnmálum.

Sjóræningjarnir sigla áfram

Í byrjun maí réðst stórt lið lögreglu inn í tölvuver Sjóræningjaflóa (Piratebay). Piratebay er stærsti torrent í heimi og þar er hægt að finna allt það efni sem mönnum dettur í hug. Þrátt fyrir að allar tölvur sem hugsanlega höfðu efni hefðu verið teknar úr umferð, var vefurinn kominn í loftið á ný sólarhring síðar og varð fljótt stærri en nokkru sinni fyrr vegna þeirrar kynningar aðgerðir lögreglu höfðu í för með sér.

Jón í fram sókn

Það er erfitt að segja hvort að Jón Sigurðsson sé lausn Framsóknarflokksins á sínum vandræðum. Það er til að mynda ekki auðvelt að ímynda sér að karlmaður á sjötugsaldri glæði ímynd flokksins þeim ferskleika sem hann sárlega vantar. Ekki bætir úr skák að einn uppstrílaðasti og þreyttasti stjórnmálamaður landsins, Guðni Ágústsson, var kjörinn sem varaskeifa Jóns.

Líffæragjöf – tökum afstöðu

Líffæragjöf – tökum afstöðuÖðru hverju kemur upp í þjóðfélaginu umræða um líffæragjöf og hversu mikilvæg hún er, en jafn harðan deyr umræðan út aftur. Jafnhliða því fáum við fréttir af því að Íslendingar séu meðal þeirra þjóða sem sjaldnast gefa líffæri. Því er augljóst að vitundarvakningar er þörf í samfélaginu um þetta mikilvæga málefni. Einnig er eðlilegt að við leggjum meira af mörkum þar sem við þiggjum líffæri frá öðrum þjóðum.

Ekki sama hvort um Jónu eða Jón er að ræða?

Í kvöld stíga Chippendales folarnir á stokk á Broadway með það að markmiði að trylla íslenskt kvenfólk með erótískum dansi og leikatriðum. Uppselt er víst í betri sæti hússins og aðeins örfáir miðar eftir í önnur. Íslenskar konur virðast því töluvert spenntar fyrir komu folanna og má gera ráð fyrir að þakið rifni af Broadway í kvöld.

Sólarhliðarnar á Reykjavík

Einn stærsti árlegi viðburður Reykjavíkurborgar, menningarnótt, er framundan. Eftir einungis 2 daga verður höfuðborgin iðandi af mannlífi og munu íbúar og gestir borgarinnar geta notið menningar og lista í öllum hugsanlegum birtingarformum. Eitt af því sem vakið hefur athygli á dagskrá menningarnætur er sá atburður sem Stígamót bjóða upp á og pistlahöfundi þykir endurspegla vel tilgang menningarnætur.

#$&!!!/#$!/#$&! í íþróttum

Þetta sumarið hefur kjaftbrúk og orðaforði íslenskra knattspyrnumanna verið töluvert til umfjöllunar. Tvö atvik hafa verið þar sérstaklega í umræðunni. Það er hins vegar ekki svo að knattspyrnumenn landsins, né stuðningsmenn liðana hafi fengið málið fyrst í sumar.

Norrænt velferðarkerfi fyrir Evrópu?

Svo virðist sem meginland Evrópu sé að kljást við viðvarandi erfiðleika, sérstaklega hvað varðar atvinnuleysi ungs fólks. En er norræna velferðarkerfið endilega besti kosturinn til að leysa slík vandamál?

Stígum skrefið til fulls

Síðastliðinn laugardagur var hápunktur Hinsegin daga í Reykjavík, en þetta var í áttunda sinn sem þessir dagar voru haldnir hátíðlega. Sambærilegar hátíðar hafa verið haldnar víðsvegar um heiminn síðan á áttunda áratugnum með það að markmiðið að gera mannréttindabaráttu homma og lesbía sýnilegri í samfélaginu. Það má segja að þessu markmiði hafi verið náð á Íslandi, enda fjölmennti gagnkynhneigt jafnt sem samkynhneigt fólk í árlega gleðigöngu samkynheigðra niður Laugarveginn til að sýna málstaðnum samstöðu.