Metnaður hinna minnimáttar

Ummæli landsliðsþjálfara Íslands fyrir leik Íslendinga og Skota um síðustu helgi voru „ummæli dagsins“ (quote of the day) í breska blaðinu The Guardian. Því miður þá segja ummælin sína sögu.

Samfylking missir flugið

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er Samfylking íslenskra vinstri manna að missa flugið. Þetta leit vel út um tíma, en staðan versnar stanslaust eftir því sem innihaldið er opinberað meira. Hvað segir það okkur?

Gamla höfnin í Reykavík

Gamla höfnin í Reykjavík hefur gengið í gegnum miklar breytingar, sem eiga eftir að halda áfram. Fyrirtæki, sem hafa skapað svokallaða peningalykt eru farin, og í staðinn eru komin skrifstofufyrirtæki, væntanlega verður þarna íbúðarbyggð og svo auðvitað tónlistarhúsið.

MR getur best

MR vann Gettu betur í milljónasta skipti á föstudaginn. Svo langt er síðan að MR tapaði í Gettu betur að Sjónvarpið endursýndi nýlega gamlar Gettu betur keppnir til að minna fólk á að keppnin hefði alla burði til að vera spennandi. Hvað er til ráða fyrir „heimskari“ framhaldsskóla?

Sterkir valkostir fyrir frjálslynda kjósendur

Gott gengi Samfylkingarinnar ætti að teljast fagnaðarefni fyrir frjálslynda kjósendur, jafnvel þá sem hingað til hafa stutt Sjálfstæðisflokkinn. Góð kosning beggja þessara flokka er það sem best mun tryggja að frjálslynd öfl ráði ríkjum í íslenskum stjórnmálum.

Áfram Ísland

Forsætisráðherra, ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa sýnt það og sannað að þeim er treystandi til þess að framfylgja Sjálfstæðisstefnunni með frelsi einstaklingsins að leiðarljósi. Við getum því óhikað gengið til kosninga á grundvelli stöðugleika, festu og hagsældar.

Ég mun aldrei drekka aftur!

Hvað gerðist eiginlega? Fyrir nokkrum tímum varstu partýljón kvöldsins, kóngurinn á barnum og auk þess fjallmyndarlegur. En nú ertu í mesta lagi hæfur í gúanó. Þú hefur kynnst þynnkunni

Landsfundur í aðdraganda kosninga

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram nú um helgina og hefst hann seinnipartinn í dag með setningarræðu Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Mikilvæg vinna liggur fyrir landsfundinum sem haldinn er í aðdraganda Alþingiskosninganna í vor og mun fundurinn leggja grunninn að stefnuskrá flokksins í komandi kosningum.

Framleiðsluaukning er aðkallandi

Ef börnin eru verðmæti framtíðar, þá erum við Íslendingar ekki að búa neitt sérstaklega vel í haginn, ef marka má nýjustu tölur um fjölda fæðinga hér á landi. Við Íslendingar verðum hreinlega að fara að hysja upp um okkur buxurnar i þessum efnum – eða öllu heldur hið gagnstæða.

Meiðandi mynd

Í kjölfar ólögmætrar handtöku á ungum manni sem hafði einungis það til saka unnið að hafa tekið ljósmynd af lögreglumanni inn á skyndibitastað var ljósmyndin birt á vefnum og lögreglumaðurinn nafngreindur.

Sá ég spóa suðri’ í Flóa…

Þessa dagana er lítið annað sem kemst að í fjölmiðlum en stríðið í Írak og skoðanakannanir um fylgi stjórnmálaflokkana. Helsti vefmiðill landsins er uppfullur af stríðsfréttum og prýðir forsíðu hans núorðið sjaldan mynd af öðru en atburðunum við Persaflóa. Inn á milli birtir hann þó reglulega fréttir af ýmsum farfuglum sem sést hafa hvaðan æva um landið. Lóa – þó ekki Finnboga – sást víst í gær við Höfn og vepjur og sefhænur hafa komið til Vestfjarða nú í byrjun árs.

Hverju skal trúa?

Allt frá því stríðið hófst í Írak höfum við fengið stöðugar fréttir frá vígstöðunum og aðgerðum bandamanna. Fjölmiðlafólk ferðast með hersveitum og tekur viðtöl í beinni við hermenn milli þess sem árásir eru gerðar.

Smáatriðin

Það er pirrandi, í því allsnægtasamfélagi sem við búum í, að þeir sem sjá okkur fyrir vörum og þjónustu skuli sí og æ klikka á smáatriðum sem þeir hefðu átt að sjá fyrir. Hlutirnir ættu einfaldlega að virka, en oft á tíðum stendur eitt lítið atriði út af og veldur gremju.

Óskarinn

Óskarsverðlaunin voru afhent í sjötugastaogfimmta skipti í nótt. Stríðið í Írak setti svip sinn á hátíðahöldin, sem voru í lágstemmdara lagi þetta árið, en voru þó hin athyglisverðustu bæði fyrir uppátæki verðlaunahafa og óvænt úrslit.

Vændi til framfærslu

Í almennum hegningarlögum er það gert refsivert að stunda vændi sér til framfærslu. Umræður voru um það á Alþingi fyrir rúmum áratug að afnema ætti þetta ákvæði en meirihluti allsherjarnefndar taldi að það ætti að standa þar sem því væri ætlað að senda skilaboð til þjóðfélagsins um hug löggjafans til verknaðarins. Þau skilaboð virðast hins vegar á ýmsan hátt vera brengluð.

Af skottulæknum…

Ekkert svið er jafnumsetið vafasömum, röngum og oft skaðlegum hugmyndum og heilbrigðismál. Mulið duft úr horni nashyrnings, steingerður saur villkatta frá Borneó og Egils orka eru meðal „þekktra“ meðala sem eiga að lækna hina ýmsu kvilla og leggur fólk oft mikið á sig til að komast yfir slík meðöl.

Að verða lítill með aldrinum

Dag einn fann Þjóðverjinn Axel Hacke lítinn kóng sem bjó í sprungu á bak við bókahillur. Kóngurinn var álíka stór og vísifingur þegar þeir kynntust og nærðist á hlaupböngsum. Það er óvíst hvort hann bjó bak við bókahillur Hacke sjálfs eða einhvers annars en víst er að Hacke ætlaði fleirum að kynnast honum.

Austfirsk (upp)sveifla

Hátíðarstemmning ríkti um liðna helgi um gjörvallt Austurland, en þá var skrifað undir samninga vegna álvers Alcoa í Fjarðarbyggð. Miklir uppgangstímar munu nú fara í hönd fyrir austan og framkvæmdagleðin er ríkjandi. Austfirðingar eru staðráðnir í að sýna hvað í þeim býr.

Er Clare Short að koma eða fara?

Gríðarlegt uppbyggingarstarf mun þurfa að eiga sér stað í Írak að stríðinu loknu og munu Bandaríkjamenn og Bretar þurfa að bera hitann og þungann af þeim aðgerðum. Mikill darraðardans hefur verið í kringum Clare Short, þrónunarmálaráðherrann í stjórn Tony Blair, í aðdraganda íraksstríðsins og ekki óeðlilegt að margir telji hana ekki hæfa til starfsins vegna þeirra orða sem hún hefur látið falla um stefnu Tony Blairs í íraksdeilunni.

Nýstárleg árás markar upphaf seinni Flóabardaga

Herför Bandaríkjamanna og Breta á hendur stjórnvöldum í Írak hófst í nótt – þó með nokkuð öðrum hætti en fyrirfram hafði verið búist við.