Handtaka Khodorkovskí

Handtaka rússnesku lögreglunnar á auðkýfingnum Mikhail Khodorkovskí kom ekki á óvart en margir eru uggandi sökum þess að svo virðist sem réttarúrræðum í Rússlandi sé í auknum mæli beitt til þess að þjóna pólitískum hagsmunum fremur en réttlætinu.

LeBron James: Hinn útvaldi II

lebronjames02.jpgLeBron James er mættur til leiks hjá stóru strákunum og lætur til sín taka.

Fækkum sýslumannsembættum

Að undanförnu hafa verið viðraðar skoðanir um fækkun sýslumannsembætta. Sýslumannsembætti landsins eru alls 26 sem verður að teljast þónokkur fjöldi. Af hverju eru þau svona mörg? Er einhver rökræn skýring á því eða eru aðrir þættir sem spila þar inn í?

Hvað eru þingmenn að bralla?

Fyrirspurnir þingmanna virðast vera óteljandi. Ekki furða að það þurfi svona marga starfsmenn í hvert ráðuneyti ef þeir gera varla annað en að svara fyrirspurnum þingmanna. Geta þingmenn ekki bara flett sjálfir upp e-m þessara upplýsinga sem þeir þarfnast? Spyr sá sem ekkert veit.

Ríkisstyrkt fyrirtæki

RíkisstyrkirHlutverk stjórnvalda í atvinnulífi hvers lands á fyrst og fremst að felast í því að skapa atvinnugreinum hagstæð starfsskilyrði og stuðla að nýsköpun. Með því móti fæst blómlegt atvinnulíf sem ekki er skekkt af ríkisafskiptum eða beinni samkeppni við ríkisrekin fyrirtæki. Þetta er stefna flestra vestrænna ríkja nú til dags þó menn séu ósammála um það hversu langt skuli ganga í hverju landi.

Hvar í andskotanum.is?

Nokkuð hefur farið fyrir umræðu um landsaðgang að rafrænum gagnasöfnum. Slíkur aðgangur er mjög jákvætt framtak, en talsvert vantar upp á að vefsvæði verkefnisins standi fyrir sínu. Oftar en einu sinni hefur það gerst að pistlahöfundur hefur farið er á heimasíðu verkefnisins, hvar.is, en þurft frá að hverfa í gremju, og spurt sig: „hvar í andskotanum eru eiginlega öll þessi gögn?!“

Finnska leiðin

logsuda.jpgNokkur umræða hefur verið undanfarið um nauðsynlega endurskoðun á starfs- og verknámi hérlendis. Meðal annars hafa alþingismennirnir Hjálmar Árnason og Björgvin G. Sigurðsson bent á að of lítil áhersla sé lögð á þesskonar nám og allur þunginn sé settur á hefðbundið bóknám. Finnar hafa fyrir nokkru síðan áttað sig á mikilvægi starfs- og verknáms og hafa í kjölfarið breytt áherslum í menntmálum.

Lofsvert framtak

beer.gifFyrir Alþingi liggur nú tillaga um að áfengiskaupaaldur verði lækkaður niður í 18 ár á bjór og léttvín. Þetta er lofsvert framtak til skynsamari áfengisstefnu sem hlutaðeigandi þingmenn mega vera stoltir af.

Hryðjuverkastríðið

Í síðustu viku kom fram í dagsljósið minnisblað Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, til helstu samstarfsmanna sinna þar sem hann lét í ljós efasemdir um að stríðið gegn hryðjuverkum hefði skilað nægilegum árangri. Vill hann nýja stofnun sem hefur víðtækar heimildir til þess að athafna sig.

Frelsi frjálshyggjumanna III

“Hver hefði viljað bera ábyrgð á því að hafa hleypt hundruðum manna inn í félagið daginn fyrir aðalfund.” Þessi stórmerkilegu ummæli Magnúsar Þórs Gylfasonar, fyrrverandi formanns Heimdallar var að finna í Morgunblaðinu þann 25.október 2003. Svava Björk Hákonardóttir fjallar um grein Magnúsar í sérstökum gestapistli á Deiglunni í dag.

Satt og logið um aukningu ríkisútgjalda

skattarÁ undanförnum vikum hefur nokkuð borið á illa ígrundaðri gagnrýni á fjárlög ríkisins. Menn hafa því miður fallið í þá gryfju að bera saman epli og appelsínur.

Stjórmálafræðinemar í fangelsi í Slóveníu

ljubliana.jpgÍ lok september fór pistlahöfundur til Ljubljana höfuðborgar Slóveníu á ráðstefnu. Ferðin til Slóveníu var ævintýri líkust og ótrúlegt var að sjá hinn hraða uppgang í efnahagslífinu þar.

Frelsi frjálshyggjumanna II

Í sérstökum gestapistli í dag segir Svava Björk Hákonardóttir að hin umdeilda ákvörðun stjórnar Heimdallar að hafna inngöngubeiðni 1152 einstaklinga, gangi þvert gegn þeim markmiðum sem lágu til grundvallar við stofnun Heimdallar en félagið átti að „verða vaxandi boðberi þroskamöguleika flokksins og örugg trygging fyrir sífelldri endurnýjun hans.“

Brandari vikunnar

HláturinnAf ýmsu skemmtilegu sem gerðist í síðustu viku er útspil nýkjörinnar stjórnar Heimdallar áreiðanlega með því besta.

Í frjálsu falli

sunsetdivers.jpgHvað á að gera þegar við erum stödd í 10.000 metra hæð, fallhlífarlaus og jörðin færist nær á ógnarhraða? Er hægt að lifa af frjálst fall úr slíkri hæð? Kæru lesendur, eftirfarandi pistill gæti bjargað lífi ykkar!

Hillaryland

1hillary.jpgHillary Rodham Clinton gaf nýverið út æviminningar sínar, „Living History“. Skrifstofa Hillary í Hvíta Húsinu var kölluð Hillaryland en hvort vesturálman verði einn daginn öll Hillaryland er óvíst. Æviminningar hennar hafa hins vegar skapað henni vinsældir og tryggt stöðu hennar sem Demókrata sem getur látið til sín taka í kosningabaráttu.

Þjóðkirkjan og ríkistrúin

Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands og Björn Bjarnason kirkjumálaráðherra ítrekuðu báðir þá skoðun sína á Kirkjuþingi um helgina að ekki bæri að aðskilja ríki og kirkju. Í ræðum þeirra er aftur á móti lítið um sannfærandi rök fyrir því að ríkisvaldið skuli styðja og vernda þjóðkirkjuna umfram önnur trúarbrögð.

Danskar hugmyndir um einkavæðingu

Stjórnmálaflokkurinn Venstre hér í Danmörku hefur nú sett fram tillögur um 20 svið, þar sem hann vill að starfræksla ákveðinna verkefna verði flutt úr höndum hins opinbera yfir til einkaaðila. Flokkurinn telur að á þessum sviðum geti kostir einkaframtaksins skilað sér í lægri ríkisútgjöldum.

Færri félagar – minni áhætta

Svokölluð stjórn Heimdallar tók þá nýstárlegu ákvörðun í gær að láta fólk skrá sig tvisvar í félagið til að teljast fullgildir meðlimir.

Bíddu, hver er það aftur?

Staða Ian Duncans Smith innan Íhaldsflokksins er afar slæm. Í pistli dagsins veltir Baldvin Þór Bergsson fyrir sér framtíð formannsins og möguleikum Íhaldsmanna á sigri í næstu þingkosningum.