SPAM er eitthvað sem flest ungt fólk þekkir sem ruslpóst, kæfupóst eða óumbeðinn póst. Flestir hafa líka heyrt hvaðan nafnið er komið eða af sérstakri tegund af niðursoðinni skinku.
Category: Deiglupistlar
Lítil hugmynd að bættum miðbæ skaut upp í kollinn á mér þegar ég var staddur í Málmey um síðustu páska. Í Málmey við Eyrarsund er að finna skemmtilegt torg þar sem eru ekkert annað en kaffi- og veitingahús staðsett. Þar sitja Svíar, ekki Skagfirðingar, og svolgra í sig kjötbollur og Pripps eða e-ð annað álíka sænskt.
Í dag mæta kennarar aftur til vinnu eftir langa og stranga verkfallsbaráttu. Einhver kríli hafa eflaust átt erfitt með að vakna í skammdeginu í morgun, eftir að hafa geta tekið dögunum rólega síðustu sex vikurnar, en mörg eru þau þó eflaust fegin að hitta bekkjarfélagana aftur og takast á við hversdagsleikann eins og þau þekkja hann. En gæti verið að þetta verði bara stutt hlé á annars löngu verkfalli?
Deiglupennar fjölmenntu í gær á kosningafund hjá John Kerry í Manchester í New Hampshire fylki. Mjög mjótt er á mununum í New Hampshire í þessum kosningum. En Kerry gerir sér vonir um að hafa fylkið af Bush.

Þegar Bandaríkjamenn fóru í stríð í Afganistan var það til að senda skýr skilaboð til ríkja sem hýstu hryðjuverkamenn. Þegar Bandaríkjamenn réðust inn í Írak var það gert til að senda skýr skilaboð til einræðisherra sem væru að reyna koma sér upp gereyðingarvopnum. Þegar íslenkir kennarar samþykktu verkfall var það gert til að senda skýr skilaboð til samninganefndar sveitarfélaga.
Á dögunum rituðu leikmenn hafnaboltaliðsins Boston Red Sox nöfn sín á spjöld sögunnar, þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og hrepptu World Series titilinn eftirsótta, sem lið þeirra hafði ekki unnið í 86 ár.
Að vísu sýnir ein rannsókn að þeir sem drekka meira en sex bjóra á viku að jafnaði eru yfirleitt þyngri en þeir sem drekka meiri en sex vínglös á viku. Það er kannski ekki kyn þar sem vín er minna fitandi en bjór. En þegar að bindindismenn og hófdrykkjumenn eru bornir saman þá kemur í ljós að hófdrykkjumenn eru a.m.k. jafnþungir og bindindismennirnir, ef ekki léttari.
Í texta lagsins Einn dans við mig af sólóplötu Hermanns Gunnarssonar Frískur og fjörugur… er hugtakið gas notað í óvenjulegri merkingu.
Kaup Símans á Skjá 1 fyrir skemmstu eru skiljanleg út frá viðskiptalegum sjónarmiðum. En út frá sjónarmiðum þeirra sem vilja minnka umsvif ríkisins í atvinnulífinu er ákvörðunin tormelt.
Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum þykir meira töff í samfélaginu að læra viðskiptafræði en pípulagnir.
Í fyrsta sinn síðan frá upphafi síðasta árs kom hik á íslensku úrvalsvísitöluna, ICEX-15. Síðustu daga hefur hún lækkað verulega og er heildarlækkun síðustu viku um 9,43%. Þannig hefur markaðsverðmæti allra félaga í kauphöll lækkað um 90 milljarða króna.
Kosningar virðast vera einfalt fyrirbæri. Fyrst eru atkvæði greidd og svo eru þau talin. En fyrirbærið er í raun miklu flóknara en svo. Tryggja þarf meðal annars að hver aðili á kjörskrá greiði leynilega eitt og aðeins eitt atkvæði og það sé varðveitt á öruggan hátt þar til atkvæðið er rétt talið.
Lækkun Úrvalsvísitölunnar síðastliðna daga hefur vakið mikla athygli. Greiningardeildir bankanna höfðu lýst því yfir að þær væru yfirvofandi vegna þess að hækkanir hafaverið meiri heldur en efni standa til.
Þetta kemur undirrituðum ekkert á óvart því sem (verðandi) nýsköpunarfræðingur þá veit ég að vöxtur í þjóðfélögum kemur þegar fyrirtæki finna upp nýjar vörur og þjónustu og selja þær á markaði. Sérstaklega kemur vöxturinn hjá ungum og upprennandi fyrirtækjum sem þora að gera hlutina öðruvísi og af djörfung.
Markaðssérfræðingar telja sig marga vera ansi sniðuga þegar kemur að því að vekja athygli á nýjum varningi. Að undirlagi eins slíks kóna vil ég benda kvenkyns lesendum Deiglunnar á að þeir mega alls ekki — undir neinum hugsanlegum kringumstæðum — lesa pistilinn sem hér fer á eftir.
Flestir sem skrifa eða setja efni á netið ætlast til þess að fólk lesi það. Ein leiðin til að koma því efni, sem er skrifað til lesenda, er í gegnum leitarvélar t.d. google. Ýmislegt er hægt að gera til að auka möguleika síðunnar þinnar til að vera metin betur.
Þarf virkilega heilt ráðuneyti og sérstakan ráðherra til þess að ákveða hvort það megi skjóta einhverja fuglategund?
Í tilefni nýrrar vinnuviku er okkur öllum hollt að rifja upp atvik og aðstæður sem fara í taugarnar á okkur og geta verið til þess fallnar að auka á streitu og pirring í sálartetrinu. Að upprifjuninni lokinni er rétt að spyrja sig hvort þessi hlutir séu þess virði að æsa sig yfir. Þeir sem eru pirraðir í eðli sínu eru varaðir við klausum sem fylgja pistlinum. Verið velkomin í Mánudagsmæðuna.
Stuðningsmenn og áhangendur frambjóðenda beita ýmsum brögðum til að auka fylgið og bæta stemninguna í kringum framboðið. Ein þeirra er auðvitað að láta andstæðinginn líta út eins og fávita. Kjörin leið til þess er að dreifa heimskulegum tilvitnunum sem eiga að vera frá honum komnar.
Á baksíðu Morgunblaðsins í dag koma prósentur mikið við sögu. Annars vegar varðandi sáttatillögu ríkissáttasemjara í kennaradeilunni og hins vegar útreikningar bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu. Í þessum útreikningum bæjarstjórans kristallast kannski hvers vegna kennarar þurfa hærri laun?
Óþekktarormarnir í Evrópusambandinu koma manni sífellt á óvart og láta sér fátt óviðkomandi þegar forræðishyggju ber á góma.
