Betri leitarniðurstöður

Flestir sem skrifa eða setja efni á netið ætlast til þess að fólk lesi það. Ein leiðin til að koma því efni, sem er skrifað til lesenda, er í gegnum leitarvélar t.d. google. Ýmislegt er hægt að gera til að auka möguleika síðunnar þinnar til að vera metin betur.

Flestir sem skrifa eða setja efni á netið ætlast til þess að fólk lesi það. Ein leiðin til að koma því efni, sem er skrifað til lesenda, er í gegnum leitarvélar t.d. google. Ýmislegt er hægt að gera til að auka möguleika síðunnar þinnar til að vera metin betur.

Mörg fyrirtæki sérhæfa sig í raun í þessum fræðum (SEO, search engine opimazation) og þvi verður pistill sem þessi alltaf frekar yfirborðskenndur. Í þessum pistli er mest miðað við google en þeir nota kerfi sem er kallað PageRank. Google hefur ákveðið skriðdýr (crawler), sem fer inn á hverja síðu og gefur henni einkunn.

Besta ráðið er augljóslega að hafa áhugavert efni, sem fólk hefur áhuga á að lesa. Þeim mun fleiri sem vísa á síðuna og þeim mun “merkilegri” síða, þeim mun betri leitarniðurstöðu fær þín síða. Miklu máli skiptir að vísað sé í síðuna með upplýsandi heiti en ekki t.d. bara orðin “hérna” eins og svo oft er notað þegar verið er að vísa á síður. Sama gildir um vísanir innan síðunnar, google þarf slíka linka til að “rata” og meta mikilvægi síðanna. Að sjálfsögðu borgar sig líka að skrá síðuna hjá leitarvélunum, t.d. hefur google sér síðu fyrir það.

Vélar eins og google notast t.d. mikið við titil tagið (title), þannig er betra að gefa síðu nafnið “madonna”, frekar en einungis deiglan.com. Jafnframt er mjög gott að nota stíla sem eru þekktir en ekki bara heimatilbúnir, t.d. er líklegt að stílinn h (sama og heading úr word), sé með merkilegra innihald en annar texti, sama gildir um texta sem er italic eða bold.

Metatög eru tög sem eru ekki sýnileg fyrir lesendur heimasíðunnar. Þar eru settar inn lýsingar sem leitarvélar nota. Margir benda á að metatög hafi verið misnotuð og séu þess vegna minna gildi en þau voru áður.

Leitarvélar benda hins vegar á notkun þeirra og engin ástæða er til að sleppa þeim. Mjög einfalt er að setja þau inn og eru til sérstakar vefsíður sem búa þau til t.d. mk-metas.

Gott er að hafa lýsandi heiti á heimasíðunni eða nafni skráarinnar. Þannig er myndi madonna.html vera betra heiti en index2.html og madonna.com fá hærri einkunn en deiglan.com ef einhvern myndi vilja leita að „madonna„.

Að lokum er alltaf hægt að fjárfesta í auglýsingum á leitarvélunum sjálfum t.d. adwords á google. Einnig skráning á flokkaðar síður eins og open directory eða vefgáttir (webportals).

Þrátt fyrir öll þessi ráð eru þetta bara nokkur af þeim fjölmörgu sem eru í boði til að fá betri leitarniðustöður. Hvað lestur á síðum varðar er þó einfaldlega ekkert sem slær út að vera með gott efni og reglulega uppfærða síðu sem margir hafa áhuga á að lesa. Restin kemur að sjálfu sér.

Frekari umfjallanir:

Upphafleg grein um google

Um PageRank

Bættar leitarniðustöður

W3 staðallinn.

Listi yfir mismunandi aðferðir eftir leitarvélum

Aðrar greinar af deiglunni:

Tímamót Google

Vogun vinnur, vogun tapar

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.