Spam, Spam, Spam

SPAM er eitthvað sem flest ungt fólk þekkir sem ruslpóst, kæfupóst eða óumbeðinn póst. Flestir hafa líka heyrt hvaðan nafnið er komið eða af sérstakri tegund af niðursoðinni skinku.

SPAM er eitthvað sem flest ungt fólk þekkir sem ruslpóst, kæfupóst eða óumbeðinn póst. Flestir hafa líka heyrt hvaðan nafnið er komið eða af sérstakri tegund af niðursoðinni skinku.

Spamið var kom fyrst fram í kringum 1930, en náði gríðarlegum vinsældum í stríðinu þegar hermönnum voru gefnar 15 milljón dósir á viku, rússneski leiðtoginn Nikita Khrushchev þakkaði Spami fyrir að hafa komið í veg fyrir að rússneski herinn hafi soltið. Spamið er með aðdáendaklúbb og spam-ið er einnig með sérstakt safn, eingöngu tileinkað þessum niðurstoðnu kjötvörum.

Það voru þeir í Monthy Python sem gerðu sketsa um lítinn víkinga veitingastað sem bauð bara upp á spam á matseðlinum sínum. Þegar spurt var um hvað væri á matseðlinum sungu þeir:

Spam, spam, spam, spam, spam, spam, spam, spam, lovely spam! Wonderful spam!“ og lagið er að finna hérna.

Þetta sungu þeir þar til viðkomandi ákvað að kaupa spam-ið. Meiningin var að spaminu var troðið ofan í fólk áfram og áfram uns það gafst upp og pantaði spam. Einhverjum snillingi fannst þetta eiga vel við um þennan óþolandi gest sem ruslpósturinn er.

Framleiðendur á spami hafa aldrei verið ánægðir með að þetta nafn hafi verið notað í svo neikvæðri meiningu og hafa fari í mál við alla sem hafa notað orðið í vörum, meðal annars þá sem hafa boðið upp á lausnir gegn ruslpósti.

Kaldhæðnin í þessu er auðvitað að umfjöllun um ruslpóst hefur gert það að verkum að ungt fólk veit hvað spam er. Ungt fólk var nánast hætt að nota og þekkja spam en nú vita allir hvað það er. Með umföllun um ruslpóst er spam orðið með þekktari vörumerkjum og í stað þess að sala sé að dragast saman líkt og hjá flestum örðum niðursuðufyrirtækjum hefur hún aukist. Ekki nóg með það heldur ætla þeir að nota frægðina og hafa nú ráðist í markaðssetningu og kynningarstarf í Bretlandi.

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.