Bjórvömb?

Að vísu sýnir ein rannsókn að þeir sem drekka meira en sex bjóra á viku að jafnaði eru yfirleitt þyngri en þeir sem drekka meiri en sex vínglös á viku. Það er kannski ekki kyn þar sem vín er minna fitandi en bjór. En þegar að bindindismenn og hófdrykkjumenn eru bornir saman þá kemur í ljós að hófdrykkjumenn eru a.m.k. jafnþungir og bindindismennirnir, ef ekki léttari.

Ha? Er þetta ekki bjórnum að kenna?

„I like men, I just hate their guts“ segir íðilfögur og spengileg gella í auglýsingu frá Budweiser þar sem er verið að auglýsa Bud Lite. Ég stóð lengi í þeirri trú að viðskeytið „Lite“ ætti við áfengismagn tegundarinnar en það er ekki svo. Það þýðir að kalóríumagnið í þessum bjór er minna en í venjulegum bjór.. Öll þekkjum við hina svokölluðu bjórvömb sem fylgir drykkju og ætti þessar „Lite“ bjórtegundir að vera himnasending fyrir bjórdrykkjumanninn sem vill hafa línurnar í lagi. Þessi markaðsetning hefur verið reynd á Íslandi með misjöfnum árangri (munið þið eftir Spegils? Gékk ekki) en í Bandaríkjunum er 40% af markaðnum „Lite“ tegundir. En er það staðreynd að bjór og áfengi yfir höfuð sé svo fitandi? Svarið er eins gruggugt og dreggjarnar af spenvolgum Guinness.

Það er staðreynd að bjór inniheldur mikið af kalóríum. Í einum hálfslíters bjór er jafnmikið af kalóríum og í snakkpoka eða 170 kkal. Að öllu jöfnu vær hægt að ætla að þeir sem drekka reglulega ættu að vera feitari en ella, er það ekki? Nei, það er ekki satt; segja vísindamenn.

Að vísu sýnir ein rannsókn að þeir sem drekka meira en sex bjóra á viku að jafnaði eru yfirleitt þyngri en þeir sem drekka meiri en sex vínglös á viku. Það er kannski ekki kyn þar sem vín er minna fitandi en bjór. En þegar að bindindismenn og hófdrykkjumenn eru bornir saman þá kemur í ljós að hófdrykkjumenn eru a.m.k. jafnþungir og bindindismennirnir, ef ekki léttari.

Rannsókn sem gefin var út 1991 frá Harvard háskóla og var með 138 þúsund þáttakendum og var framkvæmd á tíu ára tímabili kemur í ljós að hófdrykkjukarlar voru yfirleitt jafnþungir og bindindismenn og hófdrykkjukonur voru 15% léttari en bindindiskonur að jafnaði. Aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir sem tímabundið bæta áfengi í matarræði sitt léttast á því tímabili.

Hvað veldur? Þessi spurning hefur valdið vísindamönnum hugarangri og enn er ekki komin haldbær niðurstaða. Sumir vísindamenn halda því fram að með drykkju þá minnki menn meðvitað eða ómeðvitað aðra neyslu. Ef maður borðar fleiri og fleiri sænskar kjötbollur, þá borðar maður minna af öðru. Að offitufaraldri vestrænna ríkja síðustu áratuga undanskildum, þá eru menn (og spendýr yfir höfuð) mjög hæfir í því að jafna út kalóríuinntöku sína, hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað.

En þetta þýðir ekki að það sé sniðugt að hendast út í ÁTVR, byrja að drekka á fullu og búast við færri kílóum. Rannsóknirnar sýna að ofdrykkjumenn eru yfirleitt þyngri.

Þar til að meira er vitað um þessi mál, þá ætla ég að drekka minn græna Tuborg án þess að hafa slæma samvisku.

„I always keep a bottle of stimulant handy in case I see a snake – which I also keep handy“

W. C. Fields (1880-1946)

Frekari heimildir:

Grein á vef BBC

Grein í New Scientist

Latest posts by Ari Tómasson (see all)