Formaður fulltrúaráðsins tekur af öll tvímæli

Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Margeiri Péturssyni, formanni fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, að fyrirhuguð könnun meðal fulltrúa í ráðinu sé ekki hugsuð sem styrkleikapróf á fylgi einstakra manna meðal sjálfstæðismanna í Reykjavík, að það hafi aldrei verið ætlunin að efna til forprófkjörs á undan eiginlegu forystuprófkjöri. Ekki er hægt að skilja orð formanns fulltrúaráðsins í viðtalinu á annan veg en þann, að ætlunin með könnuninni sé að trúnaðarmenn flokksins komi með uppástungur að nýju fólki ofarlega á listann, enda eru núverandi borgarfulltrúar útilokaðir frá þátttöku í könnuninni.

Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Margeiri Péturssyni, formanni fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, að fyrirhuguð könnun meðal fulltrúa í ráðinu sé ekki hugsuð sem styrkleikapróf á fylgi einstakra manna meðal sjálfstæðismanna í Reykjavík, að það hafi aldrei verið ætlunin að efna til forprófkjörs á undan eiginlegu forystuprófkjöri. Ekki er hægt að skilja orð formanns fulltrúaráðsins í viðtalinu á annan veg en þann, að ætlunin með könnuninni sé að trúnaðarmenn flokksins komi með uppástungur að nýju fólki ofarlega á listann, enda eru núverandi borgarfulltrúar útilokaðir frá þátttöku í könnuninni.

Ýmsir hafa kosið að líta á þessa fyrirhuguðu könnun sem styrkleikaprufu vegna fyrirhugaðs leiðtogaprófkjörs og að með henni gefist þeim kostur á að mæla fylgi sitt meðal trúnaðarmanna flokksins. Slíkar styrkleikaprufur hafa reyndar um árabil tíðkast hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík, og þá oftast verið nefndar prófkjör. Prófkjör eru einmitt styrkleikaprufur og í þeim gefst flokksmönnum tækifæri til að sýna hug sinn. Nú vill svo til, að stjórn fulltrúaráðsins hefur þegar það að tillögu sinni að haldið verði prófkjör, en einungis til að ákvarða hver leiða mun framboðslista flokksins.

Þegar sú ákvörðun lá fyrir hlýtur sú spurning að hafa vaknað, hvernig skipa ætti á listann að öðru leyti, þ.e. í sæti 2 – 18. Fyrir lá að kjörnefnd myndi ákveða skipan listans skv. skipulagsreglum flokksins, þar sem ekki stóð til að halda prófkjör. Ekki er hægt að skilja þá tillögu stjórnar fulltrúaráðsins – að leita eftir uppástungum frá fulltrúum í ráðinu – öðruvísi en svo að með því hafi átt að auðvelda kjörnefndinni starf sitt og að tryggja ákveðna endurnýjun á listanum. Könnunin er því kjörnefndinni til leiðbeiningar þegar kemur að því að skipa í sæti 2 – 18 á framboðslistanum. Þessi skilningur er líka í fullu í samræmi við orð Margeirs Péturssonar í Morgunblaðinu í dag.

Það er því hrein og bein rangtúlkun á tillögu stjórnar fulltrúaráðsins, að könnunin eigi að mæla kjörstyrk einstakra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þessari rangtúlkun hefur ítrekað verið haldið á lofti í fjölmiðlum síðustu daga og óhætt er að fullyrða, að hún hafi varpað nokkrum skugga á annars ágæta leið til að velja á listann. Í áðurnefndu viðtali við Morgunblaðið í dag, tekur formaður fulltrúaráðsins hins vegar af öll tvímæli. Hann nefnir ennfremur, að niðurstaða könnunarinnar verði trúnaðarmál og því ætti að vera sjálfgefið, að hún nýtist ekki þeim sem vilja nota hana til að kanna stöðu sína innan fulltrúaráðsins.

deiglan@deiglan.com'
Latest posts by Ritstjórn Deiglunnar (see all)