Það er bannað að slást!

Eitt merkasta þingmálið á nýloknu þingi var tvímælalaust frumvarpið um lögleiðingu ólympískra hnefaleika. Ekki vegna þeirra hagsmuna sem þar voru húfi, heldur vegna þess að umræðan um málið krystallaði almenna grundvallarafstöðu þingmanna til hlutverks ríksins í lífi borgaranna.

Eitt merkasta þingmálið á nýloknu þingi var tvímælalaust frumvarpið um lögleiðingu ólympískra hnefaleika. Ekki vegna þeirra hagsmuna sem þar voru húfi, heldur vegna þess að umræðan um málið krystallaði almenna grundvallarafstöðu þingmanna til hlutverks ríksins í lífi borgaranna. Það var einmitt sú tilhneiging alþingismanna, að hafa vit fyrir fólki, sem varð þess valdandi að áfengt öl var ekki boðstólum fyrir almenning í þessu landi mest alla öldina. Og meira segja sitja enn á Alþingi menn sem spyrntu fast við fótum þegar samþykkt var fyrir ellefu árum að lögleiða bjórinn, t.d. Steingrímur J. Sigfússon.

Deilan um lögleiðingu ólympískra hnefaleika er af sama meiði. Engum blöðum er um það fletta, að ekki er nokkrum manni hollt að láta berja sig í höfuðið, þarf litla læknisfræðimenntun til átta sig á því. Það er hins svo, að margar athafnir manna hafa í för með sér einhverja hættu og á það sérstaklega við um íþróttaiðkun. Það er reyndar óskiljanlegt að forsjárhyggjuliðið á Alþingi skuli ekki hafa sett bráðabirgðalög á pólför Haraldar Arnar Ólafssonar og fjallaklifur Everest-faranna. Þá er það einnig umhugsunarefni að þessir þingmenn skuli sætta sig við almenna iðkun knattspyrnu, eins og dæmi úr sjálfum þingheimi sýna, að getur verið afar hættuleg.

Áhugamál fólks eru misjöfn; fjallaklifur, sportköfun, listflug, rallakstur og fallhlífarstökk eru dæmi um áhugamál sem enn eru stunduð hér landi. Það hlýtur hins vegar að vera tímaspursmál hvenær löggjafinn grípur í taumana með þessi áhugamál, sem hafa kostað mörg mannslíf erlendis á síðustu vikum og mánuðum.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.