Nú reynir á sjálfstæði Seðlabankans

Nokkurs óróa hefur gætt í þjóðfélaginu vegna hreyfinga á gengi krónunnar á síðustu dögum. Í raun má segja að með gengisfalli krónunnar í síðustu viku reyni í fyrsta skipti á nýfengið sjálfstæði Seðlabankans. Það er því athyglisvert að skoða viðbrögð stjórnmálamanna við þessum atburðum.

Stoke í umspil – þrátt fyrir allt

Íslendingaliðið Stoke City tryggði sér í gær sæti í úrslitakeppni ensku 2. deildarinnar, annað árið í röð með því að leggja Swindon að velli á Britannia-leikvanginum, 4:1. Markmið stjórnenda liðsins um að lenda í öðru af tveimur efstu sætunum, og komast þar með beint upp í 1. deild, náðist ekki og verða það að teljast nokkur vonbrigði.

Landssíminn, lögfræðingar og Don Corleone

Einkavæðing Landsímans hefst innan skamms. Samgöngumálaráðherra hefur ákveðið að fyrirtækið skuli selt í einu lagi. Þannig mun brátt verða til símafyrirtæki sem í senn er keppinautur allra annarra símafyrirtækja og nauðsynlegur samstarfsaðili þeirra.

Japönsk bylting

Í síðustu viku átti sér stað bylting í japönskum stjórnmálum. Öllum á óvart sigraði Junichiro Koizumi með yfirburðum í innanflokkskosningum um leiðtogaembætti í LDP í óþökk helstu fylkinganna í flokknum.

GEISHA

Hinar japönsku geishur (geisha) eru enn þann dag í dag táknrænar fyrir fegurð og þokka. Þó að þeim hafi fækkað gríðarlega á undanförnum áratugum þá blómstrar þessi starfsgrein enn í hinum svokölluðu blómaborgum Japans.

Tíu góð ár með Davíð

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum, að í dag er réttur áratugur liðinn síðan Davíð Oddsson varð forsætisráðherra. Það er vissulega að bera í bakkafullan lækinn að fjalla um valdatíð Davíðs Oddssonar og einkenni hans sem stjórnmálamanns, en það ætlar Deiglan engu að síður að gera í dag. Davíð Oddsson er einn merkasti stjórnmálamaður Íslandssögunnar – það verða jafnvel áköfustu hatursmenn hans að viðurkenna.

Er ríkisvaldið að vanrækja frumskyldu sína?

Verksvið ríkisvaldsins er sívarandi umfjöllunarefni stjórnmála okkar tíma. Menn hafa mjög skiptar skoðanir á málinu en þó er sú hugarstefna ríkjandi í samfélaginu, að hlutverk ríkisvaldsins eigi að vera minna en meira.

Innanflokkserjur í Repúblikanaflokknum

Þeir sem fylgdust með forsetakosningunum í Bandaríkjunum frá upphafi baráttunnar muna vafalaust eftir harðri rimmu á milli öldungadeildarþingmannsins John McCain og þáverandi fylkisstjórans George W. Bush. Þeir tókust á um hvor þeirra skyldi hljóta útnefningu Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum á síðasta ári. Nú eru úrslitin ljós og hreinsanirnar hafnar.

Englandsmeistararnir í erfiðri stöðu

Enski boltinn er byrjaður að rúlla á ný mörgum Mörlendingnum til mikillar ánægju, enda er deildin orðin sígild í huga okkar. Enska deildin er tvímælalaust orðin ein öflugasta knattspyrnudeild í heimi og vinsæll áningarstaður bestu knattspyrnumanna heims. Flest af stóru liðunum styrktu sig talsvert í sumar, ekki síst Englandsmeistarar Manchester United. Þegar aðeins þrjár umferðir hafa verið leiknar af keppnistímabilinu eru þó blikur á lofti í herbúðum sir Alex Fergusons og lærisveina hans í Man. Utd.

Fyrir keppnistímabilið benti fátt til annars en að Man. Utd. myndi hampa sínum fjórða meistaratitli í röð og verða þar með fyrsta liðið í sögunni sem nær þeim árangri. Liðið, sem vann deildina í fyrravor með yfirburðum, styrkti sig verulega í sumar þegar stórstjörnurnar Juan Sebastian Veron, miðjumaður frá Lazio, og Ruud Van Nistelrooy, sóknarmaður frá PSV Eindhoven, gengu til liðs við það. Kaupin á Veron mörkuðu ákveðin þáttaskil í ensku knattspyrnunni en með þeim gekk stórstjarna í ítölsku deildinni, Serie A, í raðir ensks félagsliðs. Þeir leikmenn, sem komið hafa frá Ítalíu til Englands, hafa undantekningarlaust verið á hátindi síns ferils en hinn óstýrláti Veron, sem er aðeins 26 ára gamall, á enn eftir að “toppa”. Van Nistelrooy styrkir sóknarlínu liðsins enn frekar og er hún ekki álitleg með hann, Andy Cole, Dwight Yorke, Paul Scholes og Ole Gunnar Solskjær. En þegar að Alex Ferguson, knattspyrnustjóri liðsins, taldi sig vera búinn að búa til fullkomið fótboltalið og veðbankar voru hættir að taka við tilboðum í hvaða lið yrði meistari, brast traustasti hlekkurinn í sundur – nefnilega vörnin.

Um helgina síðustu fréttust þau ótrúlegu tíðindi að Man. Utd. og Lazio hefðu náð samkomulagi um kaup ítalska liðsins á hollenska varnarmanninum, Jaap Stam. Ástæðan fyrir brotthvarfi leikmannsins var sú að hann hafði reitt félaga sína hjá Man. Utd. til reiði vegna óbirtrar ævisögu er nefnist “Head to Head”. Nokkrir kaflar hennar hafa komið fyrir sjónir manna og valdið hörðum viðbrögðum. Stam segir t.d. hispurslaust frá því þegar Alex Ferguson, Skotinn vörpulegi, hitti hann á leynilegum fundi í Eindhoven á meðan hann var enn leikmaður PSV. Ferguson ræddi við Stam um að hann kæmi til Man. Utd. en þar sem PSV vissi ekkert af þessari fyrirætlun var þessi fundur hreint og klárt brot á samskiptum atvinnuleikmanna og félagsliða. Í bókinni fá einnig Ryan Giggs, Nicky Butt og Neville-bræðurnir að kenna á sérkennilegri hreinskilni Hollendingsins.

Stjórn Man. Utd. beið ekki boðanna og kippti Stam strax út úr liðinu þegar spurðist út um ævisöguna. Liðið hefur ekki riðið feitum hesti það sem af er þessu móti, aðeins einn sigur og tvö jafntefli, og má það heita heppið að hafa ekki tapað öllum þessum leikjum. Frá því að Stam kom til Man. Utd. árið 1998 hefur vörn liðsins verið ein sú sterkasta í Evrópu. Hann fyllti upp í skarð Gary Pallisters og gott betur á sínum tíma og síðan þá hefur liðið verið nánast ósigrandi í Evrópu og Englandi. Stam er nautsterkur og skipulagður miðvörður en samt það fljótur að hann stenst flestum sóknarmönnum snúning. Skarð hans verður vandfyllt en forráðamenn Man. Utd. eru strax farnir að leita að eftirmanni hans. Ef liðinu tekst ekki að finna nýjan miðvörð er óhætt að fullyrða að meistaravonir liðsins hafi dvínað heilmikið. Arsenal, Leeds Utd. og Liverpool hugsa því gott til glóðarinnar, enda eiga þau síst minni möguleika á Englandstitlinum en Man. Utd. nú eftir að Hollendingurinn sköllótti hefur verið hraðstendur til Ítalíu fyrir 2,3 milljarða króna. Sum orð eru dýr!

Fjárreiður stjórnmálaflokka: Leyndardómurinn mikli

Ólíkt því sem gerist í nánast öllum öðrum þróuðum lýðræðisríkjum eru stjórnmálaflokkar á Íslandi ekki framtalsskyldir og fjárreiður þeirra ekki gerðar opinberar. Af þessum sökum er lítið vitað um fjármál flokkanna eins og gefur að skilja. Enginn veit hversu mikið kolkrabbinn gefur Sjálfstæðisflokknum, hversu mikið sambandsfyrirtækin gefa Framsókn og hversu mikið Jón Ólafsson gefur Samfylkingunni. Og enginn veit hvort klisjurnar í setningunni hér á undan eiga sér nokkra stoð í raunveruleikanum.

Auglýsingamennska Verkamannaflokksins

Verkamannaflokkurinn hefur oft verið ásakaður um slá öll met í auglýsingamennsku þann tíma sem hann hefur verið við völd í Bretlandi og hans besti árangur hingað til hefur verið að auka útgjöld ríkisins.

Ólafur Örn! Vertu latur

Í gær tók við nýr formaður fjárlaganefndar Alþingis. Eftir miklar vangaveltur var það Ólafur Örn Haraldsson sem varð fyrir valinu. En hvernig á að skilgreina Ólaf Örn á Von Moltke skalanum.

Íslenskt fjölmiðlavor

Fréttablaðið hóf göngu sína í dag. Deiglan býður blaðið velkomið í heiminn.

Niður með verkföll

Nú hefur verkfall sjómanna staðið í tæpan mánuð og engin lausn virðist í sjónmáli. Reyndar virðast deiluaðilar fjarlægast hver annan meira með hverjum deginum. Og ekki er laust við að persónuleg illindi séu farin að setja svip sinn á deiluna. Þessi mikla harka er raunar einkennileg þar sem einföld lausn á stærstum hluta deilunnar blasir við. Deilan snýst að mestu um tvö atriði.

Eiga bandarískir fjölmiðlar stjórnarskrárvarinn rétt til að sýna beint frá aftöku?

Nú styttist óðum í aftöku Timothys McVeighs og allt stefnir í metaðsókn. Upp er komið nokkuð sérstakt mál í tengslum við aftökuna, en það varðar tjáningafrelsi og höft þess samkvæmt bandarísku stjórnarskránni.

Áskorun til Röskvu

Deiglan afhjúpar náin tengsl á milli Röskvu og Samfylkingarinnar.

Neytendavernd Deiglunnar

Í Speglinum á Rás 2 var fjallað um neytendavernd þann 10. apríl sl. Þar var rætt við fulltrúa Samkeppnisstofnunar og Neytendasamtakanna. Báðir voru fulltrúarnir á því að mikilvægt væri að skattgreiðendur létu meira fé af hendi rakna til þess að hægt væri að rækja það hlutverk að upplýsa neytendur um rétt sinn. Deiglan mun hins vegar sinna sínu neytendarverndarhlutverki endurgjaldslaust!

Frjáls menning

Fyrir réttum 27 árum stóð hópur manna fyrir undirskriftasöfnun undir kjörorðinu „Frjáls menning“. Einn af forsprökkum þessarar söfnunar var Hreggviður Jónsson, síðar þingmaður Borgaraflokksins, sem stýrði vel heppnaðri undirskriftasöfnun Varins lands. Tilgangur söfnunarinnar var sá að skora á stjórnvöld að hætta við áform um að loka fyrir Keflavíkursjónvarpið eða Kanasjónvarpið. Aðstandendur söfnunarinnar töldu það vera einkamál hvers og eins hvort horft væri á dagskrá stöðvarinnar eður ei. Opinber stjórnun á hegðun fólks væri því óæskileg. Þrátt fyrir að andstæðingar Kanasjónvarpsins ættu sér öfluga samherja í öllum kimum tókst Frjálsri menningu að safna 17.000 undirskriftum á skömmum tíma, enda naut bandaríska hermannasjónvarpið töluverðra vinsælda meðal almennings. Stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafði þó tekið þá ákvörðun að loka fyrir útsendingar stöðvarinnar til landsmanna en stór meirihluti þingmanna var einnig fylgjandi lokun hennar. Lokað var fyrir útsendingar stöðvarinnar árið 1975. Hins vegar ákváðu ráðamenn að opna fyrir litasendingar Sjónvarpsins þannig að landsmenn, þ.e. fyrst og fremst höfuðborgarbúar, gátu horft á ríkissjónvarpið í lit. Oft hefur verið bent á lokun litasendinga sem einn sérkennilegasta kafla íslenskrar byggðastefnu.

Barátta Frjálsrar menningar fyrir því að einstaklingurinn gæti horft á Keflavíkursjónvarpið án afskipta annarra minnir að mörgu leyti á þann sífellda barning sem talsmenn frjáls útvarps- og sjónvarpsreksturs hafa staðið í gegn ríkisvaldinu allar götur síðan. Slæm fjárhagsstaða einkastöðvanna tveggja, Norðurljósa og Íslenska sjónvarpsfélagsins, hefur beint sjónum manns að samkeppnisstöðu þessara fjölmiðla gagnvart Ríkisútvarpinu. Ríkisútvarpið hefur sótt inn á auglýsingamarkaðinn af miklum krafti undanfarin ár og tekið þátt í samkeppni við einkastöðvarnar á þeim vettvangi. Stofnunin hefur þar að auki fengið tekjur af afnotagjöldum. Það þarf því engan sérfræðing til að sjá að samkeppnisstaða einkastöðvanna gagnvart ríkisútvarpinu er bágborin. Hið furðulega í þessu máli er þó sú staðreynd að mikilll meirihluti stjórnmálamanna og landsmanna vill ekki stöðva afskipti ríkisins af rekstri ríkisútvarpsins eins og nýjustu hugmyndir menntamálaráðherra um flutning Rásar 2 til Akureyrar, og nýleg skoðanakönnum á viðhorfi almennings til einkavæðingar ríkisútvarpsins gefa til kynna. Hvernig stendur þá á því að meirihlutinn vill halda ríkinu inni í rekstri sjónvarps og útvarps, ekki síst þegar rök fyrir tilvist ríkisútvarpsins, menningarleg og öryggissjónarmið hafa verið dregin sundur og saman í háði og rekstur stofnunarinnar minnir á versta gróðabrall? Eina skýringin í fljótu bragði er sú að stjórnmálaflokkarnir vilja ekki missa þau völd sem felast í því að ríkið reki fjölmiðil: að geta komið flokksgæðingum fyrir í mjúkum stólum stofnunarinnar eða í stöður fréttamanna. Svona hafa íslenskir stjórnmálaflokkar sagt almenningi að ríkisútvarpið sé nauðsynlegur þáttur tilverunnar á sama tíma og einkafjölmiðlar hafa sannað getu sýna til að huga að öryggi þjóðarinnar á neyðarstundu og sinnt menningarþættinum bærilega.

Áskorun Frjálsrar menningar fyrir aldarfjórðungi sýnir að ekki verður um villst að talsmenn frjálsra fjölmiðla mega ekki láta í minni pokann fyrir „ríkisljósvíkingum“. Þessari baráttu mun ekki linna fyrr en ríkið hefur dregið sig alfarið út úr rekstri fjölmiðla.

Föstudagurinn langi 2001

Hugvekja eftir Kjartan Örn Sigurbjörnsson:
Kristið fólk um veröld alla kemur saman í dag til að minnast pínu og dauða Krists. Við hugleiðum mikilvægi þessara atburða fyrir mannkyn og sögu allt til þessa dags og um alla framtíð. Við erum ekki aðeins að minnast heldur eigum við að gera okkur grein fyrir því að þeir atburðir sem áttu sér stað í Gyðingalandi endur fyrir löngu skipta okkur máli á föstudaginn langa á því herrans ári 2001.

Hvenær drepur maður mann?

Í gær samþykkti efri deild hollenska þingsins frumvarp sem leyfir líknardráp eða sjálfsmorð með aðstoð læknis. Víða er heit umræða um málið, m.a. í Bandaríkjunum. Hér fer þó lítið fyrir umræðunni.