Hjáróma raddir skynseminnar

Í pistli sem birtist í Deiglunni 9. október á síðasta ári fjallaði ég um átök Ísraela og Palestínumanna. Tilefni þeirra skrifa voru mótmæli velvildarmanna Palestínu hér á landi sem sprottin voru af hörmulegu atviki sem varð í byssubardaga milli hermanna Ísraels og Palestínumanna. Þá varð 12 ára drengur fyrir skoti og lést í fangi helsærðs föður síns. Enn falla börn fyrir botni Miðjarðarhafs og í gær voru tveir ísraelskir unglingspiltar grýttir til bana á Vesturbakkanum. Daginn áður féll fjögurra mánaða gömul stúlka í sprengjuárás Ísraelshers.

Í pistli sem birtist í Deiglunni 9. október á síðasta ári fjallaði ég um átök Ísraela og Palestínumanna. Tilefni þeirra skrifa voru mótmæli velvildarmanna Palestínu hér á landi sem sprottin voru af hörmulegu atviki sem varð í byssubardaga milli hermanna Ísraels og Palestínumanna. Þá varð 12 ára drengur fyrir skoti og lést í fangi helsærðs föður síns. Enn falla börn fyrir botni Miðjarðarhafs og í gær voru tveir ísraelskir unglingspiltar grýttir til bana á Vesturbakkanum. Daginn áður féll fjögurra mánaða gömul stúlka í sprengjuárás Ísraelshers. Í ofangreindum pistli sagði ég m.a.:

Það er voðalegt þegar menn falla hvorir fyrir annars hendi í því sem sýnist tilgangslausar róstur. Enn átakanlegra er það þegar börn eru fórnarlömb brjálæðisins. Það hlýtur að vera svo, að hvert einasta mannslíf sé verðmætara en svarið við því hver byrjaði og hverjum þetta er allt saman að kenna. Brjálæðið og ringulreiðin er markmið stríðsæsingarmanna og af þeim er nóg fyrir botni Miðjarðarhafs.

Lausn á deilunni virðist nú fjarlægari en nokkru sinni og almenningur beggja vegna víglínunnar hefur verið fylltur beiskju og hatri – markmiði æsingamannanna er þar með náð. Þær raddir sem tala af skynsemi eru því miður bæði veikar og hjáróma. Slíkri röddu talar t.a.m. dálkahöfundurinn Amira Hass, sem skrifar í dablaðið Ha’aretz sem gefið er út í Tel Aviv. Hún fjallaði í gær um dauða litlu palestínsku stúlkunnar og sagði m.a. (í lauslegri þýðingu):

„Fallbyssukúlunni sem varð hinni fjögurra mánaða gömlu Iman Hijo að bana í Khan Yunis flóttamannabúðunum á mánudagsmorguninn var skotið af ísraelskum hermanni. Hann er sonur ísraelskra foreldra sem styðja hann og hvetja í skylduþjónustunni fyrir her landsins. Að baki foreldrum hermannsins stendur ísraelskt samfélag, sem trúir því í einlægni að fallbyssukúlunni hafi verið skotið til varnar Ísraelsríki og borgurum þess…

Hermaðurinn sem skaut fallbyssukúlunni var fæddur löngu eftir 1967 og sér þar af leiðandi ekkert athugavert við þær aðstæður, að 6.500 landnemar Gyðinga búi við allsnægtir á fimmtungi Gaza-strandarinnar, þar sem meira en 1,1 milljón Palestínumanna býr við bágindi.“

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.