Óformlegir hagsmunahópar

Hagsmunahópar búa yfir misjöfnum styrk og stærð. Sumir eru stórir og sterkir eins og til dæmis SFS og SA; eiga fullt af pening og góðu fólki í vinnu við að sinna hagsmunamálum sinna félaga. Á hinum endanum eru óformlegirhagsmunahópar þar sem enginn vinnur og engir eru peningarnir. Jafnvel eru sumir svo óformlegir að þeir eru ekki til nema í hugum þeirra sem þeim tilheyra. Hér má til dæmis nefna hagsmunahóp B-týpunnar og hagsmunahóp einhleypa fólksins. Ég tilheyrði lengi vel báðum hópum. Þó lítið farifyrir formlegum fundarhöldum eða formannskosningum, þáeru málefnin brýn. Iðulega er nefnt álagið sem B-týpan býr við í A-týpu samfélagi, að þurfa að aðlaga sig að því að vakna alla morgna, þegar í raun og veru er mið nótt. Af hverju er það eins og náttúrulögmál að skóli og vinna hefjist fyrir kl. 9.00 á morgnana? 

Forvígismenn ýmissa hagsmunahópa hafa birst í fjölmiðlum undanfarið, hér má t.d. nefna sundfólkið og þá sem virðist vera að missa lífsviljann við að komast ekki í ræktina. Í hvert skipti sem ný frétt birtist þessa dagana um afléttingu hafta velti ég því hins vegar fyrir mér hvar hagsmunahópur djammara er? Það stefnir í allsherjarafléttingu á hinu þessu, sundi og leikfimi, veitingastöðum, börum og skemmtistöðum. Vá það hljómar geggjað vel fyrir djammarann – eða ekki – fyrirhugð opnun skemmtistaða þann 25. maí er til kl. 23.00. Ég kemst ekki hjá því að hugsa í hvert skipti sem ég les þetta, hvort einhver forræðishyggja eða fordómar séu í gangi gagnvart djömmurum? Má þetta bara? Ég hef persónulega engra hagsmuna að gæta í þessu máli lengur, en fyrir 15 árum síðan væri ég löngu farin á límingunum ef ég hefði ekki farið á djammið í 10 vikur eða hvað er þetta annars orðinn langur tími? Þetta er stórmál fyrir hundruðir manna ef ekki þúsundir, svo ekki sé talað um hagsmuni eigenda og starfsmanna skemmtistaða og veitingastaða. Og hvenær er fyrirhugað að opna alla nóttina? Verður engin all-nighter í júnínóttinni? 

En svo er auðvitað hinn möguleikinn, að umræða og hagsmunabarátta þessa hóps fari fram á einhverjum meira hippog kúl stöðum í netheimum en rúmlega 20 ára gamalli bloggsíðu!

Latest posts by Katrín Helga Hallgrímsdóttir (see all)

Katrín Helga Hallgrímsdóttir skrifar

Katrín Helga hóf að skrifa á Deigluna í október 2003.