Hoppandi beljur að vori

Það er fallegt um að litast í Reykjavík þessa dagana. Þegar sólargeislarnir baða borgarbúa og þá fáu veitingastaði sem opnir eru má sjá að allir einhvern vegin með einlægara bros á vörum en áður. Þakklátt bros. 

Eitt af því sem litar borgina með fallegum litum eru rafmagnshlaupahjólin sem eru frábær kostur fyrir þá sem vilja hoppa niður í bæ eða milli húsa án þess að fara á bíl. Ég tók tímann á onboarding ferlinu (lúðinn sem ég er) hjá fyrirtækinu Hopp fyrir mig og ég var nákævmlega 90 sek frá því ég sá hjól og var komin á Hopp hjól í fyrsta sinn. Það er bara skrambi gott. Ég sumsé sá laust hlaupahjól, hlóð niður appinu, skráði mig inn, setti inn kortanúmer og var runnin af stað með hárið flaxandi á innan við einni og hálfri mínútu. 

Það er líka mjög fallegt að á kortinu í appinu sá ég hvar laus hjól voru og svo bara skildi ég hjólið eftir fyrir utan staðinn sem ég var að fara á og næsti hoppari gat tekið hjólið þegar hann var klár í sína þeysireið. 

Upplifinun var líka mjög næs þegar á hjólið var komið. Mig langaði eiginlega að renna mér lengra þegar ég var komin á áfangastað. Mér leið nokkurn vegin eins og belju sem hafði verið hleypt úr að vori en líka smá eins og þetta væri fyrsta vorið sem í sögunni. Frelsið var bara einhvernvegin yndislegra en áður. 

Ég hefði labbað en ég var bara í svo flottum skóm að ég tímdi ómögulega að ganga langa leið á þeim, þið skiljið (kannski ekki allir þó). Að mínu mati var þetta ódýr og snjall valmöguleiki þegar ég hefði kannski annars tekið leigubíl. Ef það bara væri einhver góð leið til þess að reka leigubílaþjónustu á lægra verði hjá þjóð þar sem á mjög mikið af einkabílum og margir þurfa tímabundið að afla sér auka tekna vegna atvinnumissis. Það skildi þó ekki vera einhverjir hefðu gert þetta og notað til þess súper góða tæknilausn ekki ósvipaða þeirri sem þeir hjá Hopp hafa nú smíðað?

Ég hef nokkrum sinnum prófað svona rafmagnshlaupahjól í útlöndum og mér fannst þessi upplifun jafnast fullkomlega á við það. Mér fannst ég bara næstum vera komin til útlanda við þetta hopp. Og stemmingin í borgini er svolítið eins og þegar maður hitti Íslendinga í útlöndu þessa dagana. Maður heilsar þeim sem maður kannski hefði ekki alltaf heilsa ótrúlega kupmánlega. Maður er bara einhvern vegin meira manns gaman þegar maður hefur ekki haft marga menn í marga mánuði.

Latest posts by Kristín Hrefna Halldórsdóttir (see all)