Faglegt eldgos við Fagradalsfjall

Við erum stödd á þriðju kjallarahæð undir lögreglustöðinni við Hlemm á neyðarfundi stjórnstöðvar ferðamála þar sem farið er yfir háleynilega viðbragðsáætlun við snarpa fækkun ferðamanna í kjölfar viðbragða við Covid faraldrinum. Forsætisráðherra, sem boðað hefur til fundarins, er með orðið.

Við erum stödd á þriðju kjallarahæð undir lögreglustöðinni við Hlemm á neyðarfundi stjórnstöðvar ferðamála þar sem farið er yfir háleynilega viðbragðsáætlun við snarpa fækkun ferðamanna í kjölfar viðbragða við Covid faraldrinum. Forsætisráðherra, sem boðað hefur til fundarins, er með orðið.

Já, góðan dag kæru fundarmenn. Ég vil enn og aftur árétta að efni þessa fundar er háleynilegur og innihald hans má aldrei fara út fyrir fundarherbergið. Það er með þessum skýra fyrirvara sem ég ætla að koma umræðunni í gang. Á vegum ríkisstjórnarinnar hefur leynihópur verið að störfum við að undirbúa eldgos til þess að nýta til landkynningar þegar landamæri opnast á ný.

Hvernig þetta gerist nákvæmlega er ríkisleyndarmál en ég get fullvissað ykkur um það að það er vísindalegt leyndarmál og hefur alls, alls ekkert að gera með tengingar við Ásatrúarfélagið eða tengdar hreyfingar.

Starfshópurinn hefur unnið með þýskum ráðgjafarverkfræðingum og dönskum auglýsingastofum að mótun verkefnisins og hafa lagt niður nokkrar leiðbeiningar við mótun áætlunarinnar sem við ætlum nú að fara yfir. Þær eru helst:

  • Ekki skal stefnt að öskugosi með stöðvun flugumferðar yfir Atlantshafið eins og gert var í Eyjafjallagosinu. Rökin hér eru fyrst og fremst þau að farþegaflug á þessari leið er í dag í skötulíki og því yrðu áhrifin ekki jafn mikil og á sínum tíma. –
  • Til þess að nýta best gistiinnviði væri æskilegt að hafa gosið í ekki meira en hálftíma fjarlægð frá miðborg Reykjavíkur.
  • Gosið má ekki skemma þjóðfélagsmikilvæga innviði á borð við þjóðvegi, háspennustrengi eða vatnsból.
  • Sömuleiðis má gosið ekki trufla atvinnustarfsemi eða vera of nálægt byggð.
  • Loks væri æskilegt að hafa góða aðkomu þar sem hægt væri að útbúa aðkomuleiðir og tryggja öryggi á staðnum.
  • Það er mikilvægt að stjórna væntingum frá upphafi og því er mælst til þess að gosið verði kynnt sem áratugaviðburður. Þannig komum við í veg fyrir óþarfa troðning heldur fær fólk þá tilfinningu að það geti komið þegar hentar. Þetta dreifir álagi á staðinn.
    Hin hugmyndin var sú að bjóða fólki að öskra í kassa og spila það í hátölurum á ýmsum ferðamannastöðum. Það er líka rosa-fín hugmynd.

Ofangreint samtal er að sjálfsögðu hugarburður og hefur aldrei neitt þessu líkt átt sér stað.

Engu að síður stöndum við uppi með það nú í apríl 2021 að við höfum fengið eitthvað tillitssamasta eldgos sem nokkur man eftir sem er að skapa ótrúleg tækifæri til landkynningar og getum sannarlega boðið fólki að heimsækja land eld og ísa þegar landamæri opna á ný.

Hefði áðurnefndur ímyndaður starfshópur forsætisráðherra setið að ráðabruggi eins og hér er líst þá er ekki auðvelt að týna til marga hluti sem hann hefði gert öðruvísi en náttúran og tilviljun hafa komið hlutum fyrir að sinni.

Vonandi að sú gæfa sem hefur fylgt þessum viðburði haldist áfram og um ókomna tíð.

Latest posts by Óli Örn Eiríksson (see all)

Óli Örn Eiríksson skrifar

Óli Örn hóf að skrifa á Deigluna í september 2004.