Andlegur heimsfaraldur

Ég hljóp fram með tölvuna í fanginu og kom að hundinum hálfhlaupandi um húsið með niðurgang og ælu. Ég átti engra annarra kosta völ en að kveikja á hljóðnemanum á tölvunni og trufla fundinn til þess að bera fyrir mig forföll þar sem hundurinn minn væri búinn að skíta og æla um allt hús heima. Eins og gengur og gerist.

Dyggur lesandi Deiglunnar spurði mig á dögunum hvort ég gæti ekki skrifað næst um andlegar afleiðingar heimsfaraldurs fyrir börnin okkar. Svo hér kemur það. 

Ég á eins og eflaust margir nokkrar góðar sögur af fjarfundum undanfarins árs. Eftirminnilegasti fundurinn átti sér stað á einum af fjölmörgum dögum þar sem ég var með bæði börnin mín heima vegna skerðingar/lokunar. Á dagskrá var þriggja tíma fjarfundur svo ég gerði eins og allir fyrirmyndarforeldrarfyrir kl. 9 að morgni: keypti nammi og leyfði krökkunum að leigja sér tvær myndir til að horfa á. Ég fór vandlega yfir það með þeim að þau ættu ekki að trufla nema brýna nauðsyn bæri til. Klögur væru t.d. ekki brýn nauðsyn og heldur ekki frásagnir af myndunum sem þau voru að fara að horfa á. Ég kom mér því næst fyrir inni í svefnherbergi þar sem ég gat lokað að mér til að funda. Fyrstu tveir tímarnir gengu nánast áfallalaust fyrir sig. Þegar ég hélt að ég væri sloppin fyrir horn kom sonur minn hlaupandi inn í herbergið í dauðans ofboði og tilkynnti mér að hundurinn okkar væri búinn að æla út um alltframmi. Ég slökkti á myndavélinni á tölvunni og hélt á henni á meðan ég fór fram og þreif upp ælupolla svo ég missti ekki úr fundinum. Þetta var ekki óvanalegt með hundinn – hann hefur alltaf verið magabarn. Ég kom mér síðan fyrir aftur inni í herbergi með tölvuna, en heyrði innan skamms mikil háreysti og aftur kom sonur minn inn, nú til að tilkynna mér það að hundurinn væri byrjaður að skíta út um allt. Ég hljóp fram með tölvuna í fanginu og kom að hundinum hálfhlaupandi um húsið með niðurgang og ælu. Ég átti engra annarra kosta völ en að kveikja á hljóðnemanum á tölvunni og trufla fundinn til þess að bera fyrir mig forföll þar sem hundurinn minn væri búinn að skíta og æla um allt hús heima. Eins og gengur og gerist. 

Í meira en heilt ár hafa börn um allan heim þolað (mis)miklar óbeinar afleiðingar af heimsfaraldrinum. Hér á landi hefur skóla- og íþróttastarf verið skert, skemmtanir verið aflagðar og leikur þeirra hefur litast af ýmsum takmörkunum. Þau hafa mörg hver séð eldri skyldmenni lítið eða ekkert. Þau eru stöðugt minnt á að þvo sér og spritta hendur þannig að húðin á þeim er farin að springa eins og á okkur og að þau eigi alls ekki snerta neitt að óþörfu á almannafæri. Þau hafa eytt fjölmörgum dögum og hluta úr dögum heima þar sem fleiri hafa verið fyrir á fleti. Þau hafa reynt að trufla ekki mömmu og pabba í heimavinnunni, reynt að einbeita sér að lærdómnum heima og fundið upp á ýmsu að gera með vinunum úti þegar þau hafa ekki verið velkomin í önnur hús. Börn hafa misst úr skólamáltíðir á þessum tíma og þannig orðið af næringarríkustu máltíð dagsins vegna bágra aðstæðna. Og alltof mörg börn hafa verið einangruð í ömurlegumaðstæðum heima fyrir og munu aldrei bíða þess bætur. 

Þegar uppi er staðið verður mesti skaðinn af Covid huglægur. Hann er þegar skeður að hluta og er óafturkræfur. Það er skylda okkar sem samfélags að vernda börnin okkar fyrir því sem ógnar lífi þeirra og heilsu. Þar er Covid ekki ofarlega á lista hvað þau varðar. Vonandi fær andlegur heimsfaraldur stærri sess í umræðunni fyrr en seinna. Mikið liggur við. 

Latest posts by Diljá Mist Einarsdóttir (see all)

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Diljá hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2006.