Afleggjum handabandið

Handabandið er aldagamall og útbreiddur siður fólks við að heilsast. Til eru ýmsar útfærslur af handbandinu allt frá aðstæðum og tímasetningu og til afls sem beitt er við handabandið. Sums staðar tíðkast handabönd einungis milli karlmanna, annars staðar fylgja þeim aðrir siðir eins og hneiging eða koss. Víða á Vesturlöndum tíðkast þéttingsfast handaband (annað gæti verið merki um karakterbresti) en hjá öðrum þjóðum gæti slíkt jafnvel talist dónaskapur. Hver kannast ekki við að hafa tekið í höndina á manneskju og myndað sér skoðun á henni um leið?

Handabandið er aldagamall og útbreiddur siður fólks við að heilsast. Til eru ýmsar útfærslur af handbandinu allt frá aðstæðum og tímasetningu og til afls sem beitt er við handabandið. Sums staðar tíðkast handabönd einungis milli karlmanna, annars staðar fylgja þeim aðrir siðir eins og hneiging eða koss. Víða á Vesturlöndum tíðkast þéttingsfast handaband (annað gæti verið merki um karakterbresti) en hjá öðrum þjóðum gæti slíkt jafnvel talist dónaskapur. Hver kannast ekki við að hafa tekið í höndina á manneskju og myndað sér skoðun á henni um leið?

Nú þegar faraldur COVID-19 af völdum nýrrar kórónaveiru breiðist hratt út er kjörið tækifæri fyrir hluta heimsbyggðarinnar að hætta með öllu að heilsast með handabandi. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur tekið af skarið og gefið það út, í samvinnu við sóttvarnalækni, að það að forðast að heilsa með handabandi hafi lykilþýðingu við að forðast smit og fækka smitleiðum. Lykilþýðingu við það að hefta útbreiðslu nýrrar kórónaveiru. Það á auðvitað ekki aðeins við um hina skæðu kórónaveiru, heldur smitleiðir almennt.

Þær þjóðir sem virðast hafa hugsað dæmið til enda heilsast á mun hreinlegri og fágaðri hátt en lýst er hér að ofan. Í Japan og Indlandi er t.a.m. til siðs að hneigja sig í átt að þeim sem þú heilsar; beygja höfuðið án snertingar. Þar er því lítil hætta á smiti á ýmsum sjúkdómum gegnum handaband, að ekki sé minnst á örðugleika sem geta komið upp þegar fólk úr ólíkum menningarheimum tekst í hendur; sleipt og veikt eða laust og þjált handtak andspænis krumluþéttu hrammataki.

Núna er tækifærið. Afleggjum handabandið!

Latest posts by Diljá Mist Einarsdóttir (see all)

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Diljá hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2006.