Góð tilraun Blair!!!

Tony Blair hefur undanfarið reynt að beina kastljósi alþjóðasamfélagsins að vandamálum Afríku og raunhæfum lausnum á efnahagskreppu álfunnar. Byggjast hugmyndir hans á afskriftum skulda fátækustu ríkja álfunnar ásamt niðurfellingu tolla og viðskiptahafta landbúnaðarvara á vesturlöndum sem hamla innflutningi frá Afríku.

Bretland fer um þessar mundir með forsæti í G-8, samtökum átta stærstu iðnríkja í heimi . Tony Blair, forsætisráðherra Bretalands, hyggst nota tækifærið til þess að beina kastljósi alþjóðasamfélagsins að vandamálum Afríku og raunhæfum lausnum á efnahagskreppu álfunnar.

Hugmyndir Blairs og Brown, fjármálaráðherra, Bretlands, byggja á afskriftum skulda fátækustu ríkja álfunnar ásamt niðurfellingu tolla og viðskiptahafta landbúnaðarvara á vesturlöndum sem hamla innflutningi frá Afríku. Þannig vilja þeir gera ríkjum Afríku kleift að “framleiða sig upp úr fátæktinni”.

Hugmyndir þeirra félaga eru margt góðar og með þeim raunhæfustu sem komið hafa fram í langan tíma. Blair hefur ákveðið að afla hugmyndum sínum stuðnings og hyggst hitta helstu leiðtoga G-8 áður en þeir hittast í Skotlandi í byrjun júlí. Nýlega hitti hann Georg W. Bush í Washington þar sem Blair vonaðist eftir stuðningi Bandaríkjana. En án þeirra hjálpar er framkvæmdin nánast dauðadæmd.

Þrátt fyrir fjálegar yfirlýsingar Bush um aukinn stuðning við Afríku er afar líklegt að Blair hafi farið fýluferð og Bush haldi að sér höndum þegar komið að niðurfellingu tolla og viðskiptahindrana á landbúnaðarvörur.

Staðreyndin er sú að Bush hefur ætíð reytt sig á stuðning fylkja í sunnaverðum Bandaríkjunum og ætið reynt að gera bændum þar syðra hátt undir höfði. Þannig talaði hann um viðhorf sitt til bænda í kosningabaráttunni:

“I told the people, I said if you give me a chance to be President, we´re not going to treat our agricultural industry as as secondary citizen when it come to opening up markets. And I mean that…[]..The farm bill is important legislation. It will promote independence, and preserve the farm way of life. It helps America´s farmers, and therefore it helps America”

Þanni hafa stjórnvöld í Washington haldið áfram að ausa fjármagni í verndarstefnu innlends landbúnaðar. Afleiðingarnar af þessari verndarstefnu eru hörmulegar fyrir Afríku. Gott dæmi er baðmullarrækt.

Lönd í Mið- og Vestur Afríku byggja efnhags sinn að miklu leiti á baðmullarrækt. Þannig er áætlað að um 10 milljónir manna byggi lífsviðurværi sitt á henni. Baðmull er þar að auki eina gjaldeyrisöflun landa á borð Burkina Faso, Malí og Benin. Aðstæður í þessum löndum eru kjörnar fyrir ræktun baðmullar en þrátt fyrir allt gengur þeim illa að selja afurðir sínar á alþjóðlegum mörkuðum. Ástæðan er sú að mikill stuðningur stjórnvalda í Bandaríkjunum gera þarlendum bændum kleift að halda verði á baðmull í lágmarki og selja afurðir sínar langt undir kostnaðarverði á alþjóðlegum mörkuðum.

Stuðningur Bandaríkjstjórnarn við sína 25.000 þúsund baðmullaræktendur er gífurlegur. Þannig fengu þeir um 3,9 milljarða dollara í beina styrki árið 2002 eða um 230 dollara á hverja ekru ræktaðs lands.

Til þess að setja þessar tölur í samhengi þá fá bandaríksir bændur

• Meiri fjárstyrki en öll þjóðarframleiðsla Burkina Faso. Land þar sem um tvær miljónir manna eru háð baðmullarræktun.

• Þrisvar sinnum hærri framlög en það fé sem rennur til þeirra 500 miljóna afríkubúa í gegnum USAID, styrktarverkefni Bandaríkjstjórnar til hjálpar Afríku.

Hræsni Bandaríkjana á sér engin takmörk og endurspeglast vel í afstöðu þeirra gagnvart Malí sem er eitt af fátækustu ríkum Afríku þar sem aðalútflutningsvaran er baðmull. Baðmullin stendur undir 50% af útflutningstekjum þjóðarinnar og er ræktuð á smábýlum meðfram Nígeránni. Þrátt fyrir mikla fátæk er Malí eitt fárra Múslimaríkja með lýðræðisllegri kjörinni stjórn þar sem ríkir pólitískt frelsi og þegnarnir njóta grunnmannréttinda.

En hvernig hafa Bandaríkin [sem boða erindi lýðræðis og frelsi með byssuvaldi ef þörf krefur] stutt við þetta fátæka 11 miljóna manna ríki sem reynir að þoka sér í frjálsræðisátt. Jú með því að niðurgreiða stórlega innlenda framleiðslu og gera þannig baðmullarræktendum í Malí og öðru fátækum ríkum ómögulegt að selja baðmull sína. Að mati alþjóðabankans kostar þessi niðurgeiðsla Malí og nágrannþjóðir um 250 miljón & á ári. Þetta leiðir til efnahagslegs vonleysis og aukinnar reiði hjá Malí í garð bandaríkjamanna. Og svo skilja bandaríkjamenn ekki af hverju þeir séu ekki vinsælli en raun ber vitni í þessum heimshluta.

Það er því lítil von að hugmyndir Blair´s og Brown´s um niðurfellingu verndartolla nái eyrum Bush Bandaríkjaforseta.

Latest posts by Ýmir Örn Finnbogason (see all)