Casablanca

Ein frægasta mynd kvikmyndasögunnar er án efa Casablanca frá árinu 1942 sem skartar ekki minni stjörnum en Humprey Bogart og Ingrid Bergmann í aðalhlutverkum. Bæði fara þau á kostum en segja má að persónan sem Bogart leikur sé um margt áhugaverðari en margir telja þá persónu vera sanna ímynd karlmennskunnar.

Ein frægasta mynd kvikmyndasögunnar er án efa Casablanca frá árinu 1942 sem skartar ekki minni stjörnum en Humprey Bogart og Ingrid Bergmann í aðalhlutverkum. Bæði fara þau á kostum en segja má að persónan sem Bogart leikur sé um margt áhugaverðari en margir telja þá persónu vera sanna ímynd karlmennskunnar.

Setningar og tilsvör veitingahúsaeigendans, Rick Blaine, sem Bogart leikur lýsa hvað best persónunni. Hér á eftir fara tvö gullkorn Ricks

,,Ég sting út hálsinum fyrir engann” sem hljómar reyndar betur á frummálinu; “I stick my neck out for nobody”

Tilsvör Ricks þegar hin franska Yvonne spyr hann snemma í myndinni um hvar hann hann hafi haldið sig sýna að hann er sannur karlmaður:

“Yvonne: Where were you last night?

Rick Blaine: That’s so long ago, I don’t remember.

Yvonne: Will I see you tonight?

Rick Blaine: I never make plans that far ahead.”

Í raun er erfitt að lýsa manneskjunni sem Bogart leikur svo vel en líkamstjáning og persónutöfrar Bogarts hafa þar mikið að segja.

Fyrir þá sem hyggjast horfa á myndinni á næstunni má í lokin benda á tæknibrelluna sem er beitt í einu frægasta atriði myndarinnar, það er lokaatriðinu. Þannig er mál með vexti að í þessu atriði leika nokkrir dvergar í aukahlutverki. Það er hins vegar ekki svo auðvelt að átta sig á því þar sem þeir eru í “feluumhverfi”, ef svo má segja. Kannski væri réttara að segja að flugvélin, sem þeir standa við og eiga að vera að setja á eldsneyti og hlaða, sé í “feluumhverfi” með því að hafa dverga sem standa við flugvélina. Ástæðan er sú að þegar mynda átti atriðið þá var myndver Warner bræðra ekki nægilega stórt til að hýsa Lockheed Electra 12A vélina sem nota átti. Því var brugðið á það ráð að smíða hálf-skala og kvart-skala útgáfur af vélinni úr krossvið.

Lesendur Deiglunnar eru hvattir til að gefa sér tíma í að setjast niður í rólegheitum með popp og kók og horfa á þessa áhrifamiklu mynd.

Latest posts by Guðrún Pálína Ólafsdóttir (see all)

Guðrún Pálína Ólafsdóttir skrifar

Guðrún Pálína hóf að skrifa á Deigluna í ágúst 2002.