Æ sér gjöf til gjalda…

Nú eru jólin í nánd (alla vega skv IKEA). Er því vert að athuga hvað í því felst. Sumir hlutir eru ómissandi; skata og Bubbi á Þorlák, laufabrauðs/piparköku/whateva- gerð, kirkjuferð (sú eina á árinu eins og vanalega), helst í Hallgrímskirkju (Hörður Áskelsson rokkar) og eyða morðfjár í gjafir.

Nú eru jólin í nánd (alla vega skv IKEA). Er því vert að athuga hvað í því felst. Sumir hlutir eru ómissandi; skata og Bubbi á Þorlák, laufabrauðs/piparköku/whateva- gerð, kirkjuferð (sú eina á árinu eins og vanalega), helst í Hallgrímskirkju (Hörður Áskelsson rokkar) og eyða morðfjár í gjafir.

Stöldrum aðeins við þetta seinasta. Svo lengi sem ég man eftir mér þá hefur tíðkast að gefa við hvert tilefni einhverja reiðinnar býsn af gjöfum og eyða um efni fram. Þessi siður virðist vera hluti af tilhneigingu landans til að taka upp allt bandarískt.

Tökum brúðkaup sem dæmi: Brúðkaup verða sífellt íburðarmeiri og sífellt meiri metnaður er lagður í gæsa- og steggjapartý. Hér áður fyrr var haldið kaffiboð fyrir þá nánustu og fínasta stellið tekið fram í mesta lagi. Fólki datt ekki einu sinni til hugar að leigja strippara, hvað þá láta brúðgumann vakna einan og allslausan á Grænlandi.

Ekki það að ég hafi neitt á móti strippurum eða hvítum dúfum í brúðkaupið. Það virðist sem fólk haldi að því meiri sem lagt er í hlutina því eftirminnilegri verði þeir. Innihaldið og tilgangurinn virðist gleymast í öllum æsingnum.

Ekki tíðkast hjá öllum þjóðum að gefa stórar og miklar gjafir. Vinkona mín var skiptinemi í Frakklandi. Á afmælisdaginn hennar kom frönsk vinkona hennar færandi hendi með frábærlega skreyttan pakka með tjulli og allez. Í pakkanum reyndist vera pakki af súkkulaðikexi. Vinkona mín sagði að þetta væri eftirminnilegasta gjöf sem hún hafði nokkurn tímann fengið.

Látum ekki innihaldið bera hugsunina ofurliði.

Ég segi því; gleymum i-book fartölvum og Sony Ericsson símum, mjólkurkex frá Frón og pex-kall undir jólatréð mitt.

Latest posts by Ari Tómasson (see all)