Bréf reiðinnar og hinn mannlegi breyskleiki

Undanfarnar vikur hafa verið ærið stormasamar í íslenskri pólitík. Málefni Landssímans hafa hlotið mikla athygli en einnig hafa úrslit ráðist í prófkjörum um allt land, listi sjálfstæðismanna í Reykjavík verið kynntur og þannig mætti áfram telja. Allt þetta hefur þó fallið í skuggann af litlu bréfi frá líffræðingi í Vesturbænum. Óþarft er að rekja innihald bréfsins, það þekkja allir. Það vill svo til að þessi líffræðingur er einnig stjórnmálamaður og gott betur en það, því hann er leiðtogi íslenskra sósíaldemókrata.

Undanfarnar vikur hafa verið ærið stormasamar í íslenskri pólitík. Málefni Landssímans hafa hlotið mikla athygli en einnig hafa úrslit ráðist í prófkjörum um allt land, listi sjálfstæðismanna í Reykjavík verið kynntur og þannig mætti áfram telja. Allt þetta hefur þó fallið í skuggann af litlu bréfi frá líffræðingi í Vesturbænum. Óþarft er að rekja innihald bréfsins, það þekkja allir. Það vill svo til að þessi líffræðingur er einnig stjórnmálamaður og gott betur en það, því hann er leiðtogi íslenskra sósíaldemókrata.

Nú er það svo að flestir stjórnmálamenn eru annars konar menn einnig, þ.e. flestir stjórnmálamenn geta vísað til þess að þeir séu lögfræðingar, bændur eða húsmæður. En geta stjórnmálamenn gert greinarmun á milli sinnar opinberu persónu og svo prívatpersónu sinnar? Svarið við spurningunni er já, þeir geta gert og eiga meira að segja rétt á því. En sá réttur lýtur einkum og aðallega að friðhelgi einkalífs þessara manna, sem þó er minna en gengur og gerist um aðra borgara.

Þýski heimspekingurinn Friedrich Nietzsche setti fram eftirfarandi reglu um viðhorf mannanna til þess sem kalla mætti skandala eða skammarstrika:

„Þetta gerði ég, segir minni mitt. Þetta get ég ekki hafa gert, segir stolt mitt. Og að lokum gefur minnið sig.“

Málið er auðvitað að stjórnmálamaðurinn Össur Skarphéðinsson hljóp á sig með því að senda frá sér umrætt bréf og það er ekki hægt varpa ábyrgðinni af því yfir á einhvern líffræðing við Vesturgötu sem heitir sama nafni. Þótt ekkert glæpsamlegt sé við efni bréfsins, þá er það ósmekklegt og ekki af því tagi sem ábyrgur stjórnmálamaður sendir frá sér.

Talsvert hefur verið rætt um afleiðingar þessa bréfs fyrir Össur sem stjórnmálamann. Líklega mun bréfið ekki hafa neinar beinar afleiðingar og óbeinar afleiðingar þess gætu orðið bæði jákvæðar og neikvæðar fyrir þennan ágæta stjórnmálamann. Neikvæðu afleiðingarnar eru fyrst og fremst þær, að það dregur enn frekar úr trúverðugleika Össurar sem leiðtoga eins stærsta stjórnmálaflokksins hér á landi. Ekki er víst að slík hvatvísi og dómgreindarskortur, sem kemur í fram í að hafa skrifað bréf og sent það síðan frá sér, falli að þeirri ímynd sem „wanna-be“ forsætisráðherra vill að almenningur sjái.

En það má heldur ekki vanmeta jákvæðar afleiðingar þess bréfs fyrir stjórnmálamanninn Össur Skarphéðinsson. Íslenska þjóðin hefur í gegnum tíðina sýnt takmarkalausa þolinmæði og allt að því aðdáun á hinum mannlega breyskleika. Frægasta dæmið er líklega kjör eins mesta syndasels í íslenskri pólítik í embætti forseta lýðveldisins árið 1996. Það hefur líka verið sagt að neikvæð athygli sé betri en engin athygli fyrir stjórnmálamann. Það skyldi þó aldrei fara svo að bréf reiðinnar yrði til þess að auka vinsældir leiðtoga íslenskra sósíaldemókrata?

deiglan@deiglan.com'
Latest posts by Ritstjórn Deiglunnar (see all)