Hagræðum í rekstri ríkisins á landsbyggðinni

Næsta vor verður í fyrsta skipti kosið eftir nýrri kjördæmaskipan. Hin nýja kjördæmaskipan er fagnaðarefni þar sem talsvert hefur áunnist í því að jafna vægi atkvæða í mismunandi kjördæmum. Þingmönnum af landsbyggðinni mun fækka nokkuð við þessar breytingar og verður það í fyrsta skipti á næsta þingi að meirihluti þingmanna kemur af höfuðborgarsvæðinu. Það er vonandi að þessar breytingar verðir til þess að fjölga þeim ákvörðunum löggjafans sem teknar eru út frá hagkvæmnis- og arðsemissjónarmiðum á kosnað þeirra sem teknar eru með það fyrir augum að hygla landsbyggðinni á kosnað íbúa höfuðborgarsvæðisins.

Næsta vor verður í fyrsta skipti kosið eftir nýrri kjördæmaskipan. Hin nýja kjördæmaskipan er fagnaðarefni þar sem talsvert hefur áunnist í því að jafna vægi atkvæða í mismunandi kjördæmum. Þingmönnum af landsbyggðinni mun fækka nokkuð við þessar breytingar og verður það í fyrsta skipti á næsta þingi að meirihluti þingmanna kemur af höfuðborgarsvæðinu. Það er vonandi að þessar breytingar verðir til þess að fjölga þeim ákvörðunum löggjafans sem teknar eru út frá hagkvæmnis- og arðsemissjónarmiðum á kosnað þeirra sem teknar eru með það fyrir augum að hygla landsbyggðinni á kosnað íbúa höfuðborgarsvæðisins.

Þótt hin nýja kjördæmaskipan sé breyting til batnaðar er hún langt frá því að vera ásættanleg. Enn er verulegur kerfisbundinn munur á vægi atkvæða í mismunandi kjördæmum. Mismunandi vægi atkvæða er ekki einungis slæmt vegna þess að í því felst alvarleg mismunun heldur einnig vegna þess að það leiðir til verulegra aukinnar rentusóknar af hálfu þingmanna af þeim svæðum þar sem vægi atvæða er meira en annars staðar. Rökin fyrir slíku kerfi eru flest hver yfirskyn.

En það eru ekki einungis þingmenn landsbyggðarinnar sem ættu að fækka. Hin mikla fólksfækkun sem átt hefur sér stað á landsbyggðinni á síðustu áratugum ætti að leiða til þess að ríkið geti hagrætt verulega í rekstri sinnar þjónustu á landsbyggðinni. Þetta hefur ekki gerst sem skyldi.

Enn eru t.d. 26 sýslumenn á Íslandi. Langflestir þeirra eru vitaskuld á landsbyggðinni. Er eitthvað vit í því að á Vestfjörðum sitji 4 sýslumenn og aðrir 4 á Vestulandi? Annað dæmi af óþarfa mannahaldi ríkisins er að á landsbyggðinni eru 6 skattstjórar, einn fyrir hvert af gömlu kjördæmunum. Væri nú ekki í lagi að þeim verði fækkað í þrjá og skrifstofur hinna þriggja lagðar niður þegar kjördæmunum er fækkað.

Engum blöðum er um það að fletta að það verður alltaf dýrara að veita þjónustu ríkisins á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu af landfræðilegum ástæðum. Mikil fólksfækkun á landsbyggðinni kallar samt sem áður á verulegar skipulagsbreytingar í rekstri ríkisins á landsbyggðinni til þess að unnt verði að veita þjónustuna á sem ódýrastan hátt. Skipulagsbreytingar af þessu tagi gætu líklega sparað ríkið verulega fjármuni, ef til vill nokkur hundruð milljónir króna á ári.

deiglan@deiglan.com'
Latest posts by Ritstjórn Deiglunnar (see all)