Áhrif kreppunnar á bananann

Ekvador er það land í heiminum sem flytur út mest af banönum. Hér er það nokkurs konar þjóðaríþrótt að kunna að matreiða og bera fram banana, og þá ekki bara þennan gula sem við þekkjum heima á Íslandi, ó nei, hér eru til a.m.k. þrjár aðrar bananategundir: el verde (sá græni), el maduro (sá þroskaði) og el morado (sá fjólublái – sem er með rauðu hýði). Það er þó sá guli, el guineo, sem er mest fluttur út en bananaframleiðendur hér horfa nú fram á gríðarlegt tekjutap þar sem framboð á þeim gula er mun meira en eftirspurnin.

Ekvador er það land í heiminum sem flytur út mest af banönum. Hér er það nokkurs konar þjóðaríþrótt að kunna að matreiða og bera fram banana, og þá ekki bara þennan gula sem við þekkjum heima á Íslandi, ó nei, hér eru til a.m.k. þrjár aðrar bananategundir: el verde (sá græni), el maduro (sá þroskaði) og el morado (sá fjólublái – sem er með rauðu hýði). Það er þó sá guli, el guineo, sem er mest fluttur út en bananaframleiðendur hér horfa nú fram á gríðarlegt tekjutap þar sem framboð á þeim gula er mun meira en eftirspurnin.

Bananakrísan hér er í raun ein birtingarmynd heimskreppunnar. Ávöxturinn er mjög ódýr, bæði í framleiðslu og þegar við kaupum hann í Bónus, en nú er svo komið að útflutningurinn stendur ekki undir framleiðslukostnaðinum. Hvers vegna? Jú, vegna þess að mun minna er flutt út nú heldur en fyrir t.d. 5 árum síðan.

Bandaríkin eru stærsti innkaupandi ekvadorískra banana. Þar hefur einkaneysla dregist stöðugt saman síðan kreppan skall á og nú fá bananaframleiðendurnir að finna fyrir því. Ef keyptir voru 100 bananar til útflutnings árið 2007, en það eru tveir kassar á samtals 3 dollara, er nú keyptur einn kassi á 1 dollar og 50 sent. Framleiðslukostnaðurinn hefur hins vegar ekkert dregist saman, hann hefur aukist ef eitthvað er, og því vilja bananaframleiðendurnir nú mæta samdrættinum með því að hækka verðið á hverjum seldum kassa, hvort sem það er til neyslu innanlands eða útflutnings.

Framleiðendurnir vilja hækka verðið um 50%, sem er nokkuð mikið, fyrir innanlandsmarkaðinn sérstaklega. Til þess að hækka verðið þurfa þeir því vilyrði ríkisstjórnarinnar en Rafael Correa, forseti Ekvador, er ekki tilbúinn til að samþykkja verðhækkun úr $1,50 upp í $3. Hann hefur sagt að hækkun um 50 sent, upp í 2 dollara, ætti að duga en bananaframleiðendurnir vilja einnig að ríkisstjórnin komi með lausn á því hvað gera skuli við framleiðsluna sem selst ekki; hvað á að gera við offramboðið?

Þetta er kannski spurning um að framleiða minna þar sem eftirspurnin er minni en fyrst búið er að framleiða of mikið af vörunni hefur komið fram sú hugmynd að búa til þurrfóður fyrir kýr úr banönunum. Kýr borða vanalega gras en vegna mikilla þurrka upp á síðkastið hefur gras ekki sprottið sem skyldi og sjá kúabændur fram á fæðuskort. Með því að nýta offramboðið á banönunum í framleiðslu á þurrfóðri fyrir kýrnar má koma í veg fyrir allsherjar tekjutap í ekvadorískum landbúnaði, bæði hjá bananaframleiðendum og kúabændum.

Latest posts by Sunna Kristín Hilmarsdóttir (see all)

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar

Sunna Kristín hóf að skrifa á Deigluna í mars 2009.