Skal vi snakke sammen?

Ég eins og flestir Íslendingar lærði dönsku í sjö ár. Þannig að þegar að það var ákveðið að fara í nám til Danmerkur áleit ég sjálfan mig frekar vel settan. Staðan var bara ekki svo góð þegar á staðinn var komið.

Ég eins og flestir íslending lærði dönsku í sjö ár. Þannig að þegar að það var ákveðið að fara í nám til Danmerkur áleit ég sjálfan mig frekar vel settan. Staðan var bara ekki svo góð þegar á staðinn var komið.

Ég var kannski ekki svo góður dönsku nemandi með stúdentspróf upp á 6,5. Málið er bara að flestir aðrir Íslendingar, sem ég hitti í námi mínu úti, áttu við sömu vandamál að stríða. Við gátum öll lesið texta frekar vel. Frá og með fyrsta degi gat ég tekið upp dagblað og rennt í gegnum það án mikilla vandræða. Nei, vandamálið var að tala. Við vorum bara algerlega ófær um það. Hvers vegna skildi það nú samt vera?

Mín ályktun og ályktun flestra, sem ég hef talað við, er að dönskukennsla í íslenskum skólum er í besta falli vond. Við getum bara byrjað á titlinum á einni vinsælestu dönskubók sem ég hafði á námsferlinum: „Skal vi snakke sammen?“ Allir Danir horfðu undrandi á mann ef maður reyndi að nota sögnina „snakke“.

Það virðist líka vera eins og að engum hafi verið kennt að tala dönsku. Okkur var bara kennt að lesa með svo sterkum íslenskum hreim að enginn Dani getur með nokkru móti skilið okkur. Það er áklveðið vandamál þegar að maður getur ekki einu sinni pantað sér máltíð á McDonalds án þess að afgreiðslumaðurinn skipti yfir í ensku.

Eftir að hafa búið út í Danmörku virðist vera eins og danska henti ef til vill ekki best allra mála fyrir Íslendinga. Við eigum til að mynda miklu meira sameiginlegt með norsku. Það er því spurning að ef við ætlum að halda áfram með kennslu í Norðurlandamáli hvort að danska sé best. Alla veganna ef við ætlum að halda áfram kenna hana væri viturlegt að skoða vel stöðu mála áður en haldið er áfram.

Latest posts by Einar Leif Nielsen (see all)

Einar Leif Nielsen skrifar

Einar Leif hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2008.