Má ég fá laun?

Það var leiðinlegt að heyra veður gert út af launum bankastjóra síðustu daga. Það var kannski ekki við öðru að búast frá bloggurum og fjölmiðlum en að háttvirtir Alþingismenn skuli láta draga sig út í pópúlismann var svekkjandi.

Það var leiðinlegt að heyra veður gert út af launum bankastjóra síðustu daga. Það var kannski ekki við öðru að búast frá bloggurum og fjölmiðlum en að háttvirtir alþingismenn skuli láta draga sig út í pópúlismann var svekkjandi.

Íslenskir framhaldsnemar í útlöndum, eins og ég, tóku vel eftir tillögum stjórnarþingmannanna Ólínu Þorvarðardóttur og Lilju Mósesdóttur um ofurskatta á há laun. Skilaboðin voru skýr: Ef þið komið heim verður ykkur ekki launað fyrir áralangt háskólanám.

Ég er löngu búinn að missa töluna á því hversu oft ég hef heyrt athugasemdir eins og „Íslendingar koma alltaf heim. Hér er svo gott að búa.“ um unga Íslendinga sem mennta sig í útlöndum. Staðreyndin er hins vegar sú að ýmislegt hefur breyst síðan Gunnar á Hlíðarenda lýsti fegurð hlíðarinnar. Ungir Íslendingar eiga nú auðveldar með að bera saman aðstæður á Íslandi við aðstæður í t.d. Bandaríkjunum og Evrópu og Ísland kemur, satt að segja, ekki alltaf vel út úr þeim samanburði.

Við nefnilega viljum ekki borga margfalt meira fyrir fyrstu íbúðina okkar en gert er erlendis vegna verðtryggðra lána. Við viljum ekki borga svívirðilegt verð fyrir landbúnaðarvörur vegna verndarstefnu stjórnvalda við óhagkvæman landbúnað. Við viljum ekki að tollverðir séu að grúska í vörunum okkar sem við pöntum af Amazon og bæta við verðið á þeim. Við viljum ekki fá brotabrot af þeim launum sem fólk með sambærilega menntun erlendis fær.

Svona mætti, því miður, lengi áfram telja…(Það er farið að vora hérna í Bandaríkjunum. Hvernig er veðrið á Íslandi?).

Ekki má vanmeta þann möguleika að okkar best menntaða unga fólk ákveði að það sé hreinlega ekki þess virði að búa á Íslandi. Alþingismenn hljóta að hafa það hlutverk að gera aðstæður á Íslandi þannig að eftirsóknarvert sé að búa þar. Sumir þeirra virðast þó halda að það sé akkúrat öfugt.

Latest posts by Ingvar Sigurjónsson (see all)