Er Arnold með einokun?

19. janúar árið 2001 var myndin Donnie Darko sýnd í fyrsta sinn og var hún frumsýnd á hinni virtu Sundance kvikmyndahátíðinni. Kvikmyndin vakti strax mikla athygli en það var ekki fyrr en í lok þess árs sem hún var sett í takmarkaða sýningu í Bandaríkjunum. Áhorfendur voru einstaklega ánægðir með myndina og rataði hún á marga topplista fyrir árið 2001. Samt gerðist ekkert hérna á Íslandi, hvorki í kvikmyndahúsum né á myndbandaleigum. Það var svo í ágúst árið 2002 sem kvikmyndaútgefendur hérna heima sáu sér fært að frumsýna myndina og þá einungis á VHS/DVD. Svona mynd passar nefnilega ekki inn í hin fín pússaða Hollywood heim íslensku kvikmyndaútgefendanna og því var henni bara skellt á vídeó. En hvernig má það vera? Er ekki til markaður fyrir svona kvikmyndir hérlendis?

19. janúar árið 2001 var myndin Donnie Darko sýnd í fyrsta sinn og var hún frumsýnd á hinni virtu Sundance kvikmyndahátíðinni. Kvikmyndin vakti strax mikla athygli en það var ekki fyrr en í lok þess árs sem hún var sett í takmarkaða sýningu í Bandaríkjunum. Áhorfendur voru einstaklega ánægðir með myndina og rataði hún á marga topplista fyrir árið 2001. Samt gerðist ekkert hérna á Íslandi, hvorki í kvikmyndahúsum né á myndbandaleigum. Það var svo í ágúst árið 2002 sem kvikmyndaútgefendur hérna heima sáu sér fært að frumsýna myndina og þá einungis á VHS/DVD. Svona mynd passar nefnilega ekki inn í hin fín pússaða Hollywood heim íslensku kvikmyndaútgefendanna og því var henni bara skellt á vídeó. En hvernig má það vera? Er ekki til markaður fyrir svona kvikmyndir hérlendis?

Ísland er nefnilega frekar sérstakt þegar kemur að kvikmyndadreifingu, því að það eru eigendur kvikmyndahúsanna sem sjá um dreifinguna. Það er þess vegna sem sumar myndir eru sýndar í Smárabíói meðan aðrar eru bara sýndar í Kringlunni. Þetta er ekki svona erlendis, þar eru þetta sitt hvor fyrirtækin og því eru flest bíó með allar helstu myndirnar í sýningu hverju sinni. Það er þess vegna sem markaðurinn hér er nokkurs konar öfga útgáfa af topptíu listunum frá Bandaríkjunum, að vísu með einstaka íslenskri og evrópskri mynd skellt með.

En hvað með Græna ljósið? Það stefnir á að taka til sýningar litlar kvikmyndir, sem í öðru tilvikum hefðu bara verið sýndar á kvikmyndahátíðum. En það er bara ekki þannig. Til dæmis á að sýna á næstunni bíómyndina Precious á vegum Græna ljóssins. Þar er á ferðinni mynd sem var útnefnd til fjölda verðlauna, meðal annars BAFTA og Golden Globe. Er það í alvörunni mynd sem hefði bara átt að sýna á kvikmyndhátíð ef ekki væri fyrir Græna ljósið?

Þetta hefur svo leitt af sér fátækari bíómenningu hérlendis sem virðis einungis snúast um stórmyndir og fræga leikara. Ef einhver hefði áhuga á að koma nýr inn á kvikmyndahúsa eða kvikmyndadreifingar markaðinn þá er það hreinlega ekki hægt. Því að tvö stór fyrirtæki stjórna öllu hérlendis og möguleiki á breytingum eða meiri fjölbreytni er enginn. Er það því eitthvað skrítið að Íslendingar leita í meira og meira mæli eftir efni á netinu? Ég get til dæmis nefnt þrjár hörku myndir sem komu allar út á DVD í Bandaríkjunum nýlega: (500) Days of Summer, Moon og In the Loop. Þær hafa allar verið útnefndar til fjölda verðlauna, rötuðu á marga topplista fyrir árið 2009 og hafa allar verið sýndar í kvikmyndahúsum í Evrópu og Bandaríkjunum. Engin þeirra hefur verið sýnd hérlendis og hef ég ekki séð útgáfudag fyrir neina þeirra.

Það hlýtur því að vera eðlilegra að kvikmyndaútgefendur og kvikmyndahús séu sitt hvort fyrirtækið. Þó hefur markaðurinn raðað þessu upp á þennan veg hérlendis. Er það þá besta niðurstaðan? Af hverju er þetta þá öðruvísi í Bandaríkjunum, Danmörku, Bretlandi og flestum öðrum vestrænum ríkjum? Hefur raunveruleg einokun myndast út af núverandi kerfi? Þetta eru allt spurningar sem við ættum að hugsa um áður en við förum næst í kvikmyndahús. Ef ykkur líst illa á svörin þá má alltaf gá hvort að myndin sé til á netinu. Annars ætla ég sjálfur í bíó í kvöld.

Latest posts by Einar Leif Nielsen (see all)

Einar Leif Nielsen skrifar

Einar Leif hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2008.