Er partýið búið?

Hvað er að gerast í viðskiptalífinu? Hvert eru markaðirnir að fara? Er þetta hið stóra fall Íslands sem Danske Bank hefur spáð fyrir í mörg ár. Hlutabréf hafa lækkað um meira en 25% frá áramótum og menn sjá ekki fyrir endann á niðursveiflunni.

Hvað er að gerast í viðskiptalífinu? Hvert eru markaðirnir að fara? Er þetta hið stóra fall Íslands sem Danske Bank hefur spáð fyrir í mörg ár. Hlutabréf hafa lækkað um meira en 25% frá áramótum og menn sjá ekki fyrir endann á niðursveiflunni. Virði sumra fyrirtækja hefur fallið um 40% á nýja árinu. Hvenær mun samdráttur verða að kreppu? Mun þessi niðursveifla leiða til þess að fyrirtæki munu í auknu mæli verða gjaldþrota? Mun íslenska krónan lifa þetta af eða er kominn tími til að skipta yfir í evru?

Byrjum þó á byrjuninni, hver er orsökin. Líklegasti sökudólgurinn er lausafjárkreppan sem geisar nú á alheimsvísu. Upptök hennar voru ótrygg lán frá Bandaríkjunum. Þessi lán voru seld til lágstétta þar sem litlar greiðslur af höfuðstóli voru fyrstu árin en hærri greiðslur voru af lánunum þegar leið á lánstímabilið. Þessu var svo pakkað saman í fjármálagerning og selt til annarra banka. Þegar ekki var greitt af lánunum hrundi gildi gerningsins og þar með töpuðu allir þeir er áttu hlut að máli. Nú er því talsvert af fjármangi horfið af markaðnum og lánsfé því orðið mun dýrara en áður.

Einnig hefur löngum verið talið að íslensk fyrirtæki væru alltof hátt metin. Sum fyrirtæki jafnvel keypt á tvöföldu raunvirði á fyrsta degi almennar hlutabréfasölu. Önnur höfðu tvö- og þrefaldast á nokkrum árum. Þessi hegðun er ekki eðlileg þegar markaðir erlendis eru skoðaðir. Því er það ósköp skiljanlegt að markaðirnir lækki. Spurningin er hvort að efnahagslífið muni bera einhvern skaða? Mörg fyrirtæki voru í allskonar fjármálagerningum og nú þegar lækkanir eru orðnar að veruleika eru sumir farnir að svitna allverulega.

Nú hefur ónefndur lögfræðingur hafið málaferli vegna lélegrar fjárfestingar, einu stóru félagi verið rétt bjargað frá falli og annað tekið til skipta. Ef þessi niðursveifla leiðir af sér mörg gjaldþrot munu afleiðingarnar verða augljósar fyrir hvern sem er. Með hverju fyrirtæki sem fellur munu snjóbolti vinda upp á sig og erfiðaðra verður að snúa við. Minna fjármagn í samfélaginu leiðir til minni kaupmáttar einstaklinga og aukins atvinnuleysis.

Við verðum þó að vona að markaðurinn taki við sér aftur. Það er þörf á miklum hækkunum til þess að komast aftur í álíka góðæri og var hér síðasta sumar. Aukinnar bjartsýni er þörf á svona stundum til að takmarka lækkanirnar. Því er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir að þessi samdráttur er ekki bara á Íslandi hans gætir víða um heim. Íslenska úrvalsvísitalan er byggð upp að miklu leyti af fjármálafyrirtækjum og það eru einmitt þau sem hafa komið hvað verst út. Við skulum því horfa bjartsýn til framtíðar og vona að partýið sé ekki búið.

Latest posts by Einar Leif Nielsen (see all)

Einar Leif Nielsen skrifar

Einar Leif hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2008.