Hungursneyð af völdum eins manns

Lýsingar á hinu sósíalíska Kína undir stjórn Maó formanns er að finna í bókinni Aðeins eitt barn eftir Steven W. Mosher. Bókin segir sögu kínverskrar konu sem ólst upp með byltingunni. Lýsingarnar á aðferðum stjórnvalda eru flestar andstyggilegar og varpa með eftirminnilegum hætti ljósi á fjöldahyggju og vanvirðingu fyrir lífi einstaklinga. En þrátt fyrir allan hryllinginn eru sumar athafnir einræðisherranna hreinlega broslegar.

Lýsingar á hinu sósíalíska Kína undir stjórn Maó formanns er að finna í bókinni Aðeins eitt barn eftir Steven W. Mosher. Bókin segir sögu kínverskrar konu sem ólst upp með byltingunni. Lýsingarnar á aðferðum stjórnvalda eru flestar andstyggilegar og varpa með eftirminnilegum hætti ljósi á fjöldahyggju og vanvirðingu fyrir lífi einstaklinga. En þrátt fyrir allan hryllinginn eru sumar athafnir einræðisherranna hreinlega broslegar.

Til að mynda hélt Maó því fram, að smáfuglar á ökrum Kína ætu of mikið af korni þjóðarinnar og stæðu þannig í vegi fyrir framleiðsluaukningu og velsæld. Til að stemma stigu við þessari miklu vá, voru skólabörn send út á akrana milljónum saman til hræða burt eða drepa þessa miklu spellvirkja. Með samstilltu átaki hinnar öflugu kínversku þjóðar tókst næstum því að útrýma smáfuglum á ökrum Kína og skyldi maður ætla að við hefði tekið betri tíð með blóm í haga. En svo var aldeilis ekki.

Þrátt fyrir kjarngóða þekkingu Maó formanns á kínverskri náttúru, hafði honum yfirsést hið vistfræðilega samhengi náttúrunnar, sem er eins ólíkt sósíalisma og hugsast getur – enda rökrétt með afbrigðum. Fuglarnir höfðu nefnilega haldið öðrum og verri skaðvöldum, skordýrum, í skefjum og þegar fuglanna naut ekki lengur við, höfðu skordýrin góðan frið til að háma í sig uppskeru þjóðarinnar. Afleiðingin var uppskerubrestur og í kjölfarið fylgdi mikil hungursneyð sem kostaði milljónir Kínverja lífið – sem er auðvitað ekkert fyndið.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.