Spilling valdsins og fóbolti sem bisness

Eins og glöggir lesendur Deiglunnar hafa tekið eftir hefur lítið verið skrifað síðustu vikurnar. Hin læknisfræðilega skýring er síþreyta, hin félagslega afsökun kallast árshátíð og hin lögfræðilega túlkun er vanefnd; aðili efnir ekki skyldu sína á réttum stað og réttum tíma.

Eins og glöggir lesendur Deiglunnar hafa tekið eftir hefur lítið verið skrifað síðustu vikurnar. Hin læknisfræðilega skýring er síþreyta, hin félagslega afsökun kallast árshátíð og hin lögfræðilega túlkun er vanefnd; aðili efnir ekki skyldu sína á réttum stað og réttum tíma.

Ummæli menntaskólakennara míns rifjuðust upp fyrir mér um daginn, þegar Ingibjörg borgarstjóri sagði að hún ein réði því hver skipaði 9. sæti R-listans. Þessi ágæti maður, sem er sögukennari við Menntaskólann í Reykjavík, sagði í tengslum við borgarstjórnarkosningarnar 1994, að kominn væri tími til að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá borgarmálum; flokkurinn hefði verið einráður um stjórn borgarinnar, allt vald spillti og algjört vald gerspillti. Þessi sjónarmið réðu stuðningi hans við hinn „lýðræðislega“ R-lista, en innan hans átti lýðræðið að blómstra og valdinu yrði dreift eins og kostur væri. Annað hefur þó komið á daginn og fróðlegt væri að vita afstöðu þessa tiltekna sögukennara til vinnubragða dRauma-listans.

Fótbolti er ekki lengur bara fótbolti. Margir hafa viljað trúað því að knattspyrna væri yfir markaðinn hafin; að hún jafnaðist helst á við einhvers konar trúarbrögð. Ensk knattspyrnufélög (hér er einkum átt við skjólstæðing Deiglunnar, Manchester United) fara nú hvert af öðru út á hlutabréfamarkaðinn og gengi þeirra þar virðist ætla að verða mikilvægara en gengi liðsins inni á vellinum. Þessi þróun er góð – út frá kapítalísku sjónarhorni – félög eru ekki byrði á hinu opinbera og sjá um sig sjálf.

En spurningar vakna um hinn trúabragðalega þátt knattspyrnunnar. Sveiflast áhangendur í framtíðinni milli félaga vegna sinna eigin peningahagsmuna eða verður áfram einhvers konar trygglyndi? Á það ber að líta að oft fara þessi sjónarmið saman; ef liði gengur vel á knattspyrnuvellinum aukast tekjur þess og þar með hækka hlutabréf í félaginu. Sú þróun væri hins vegar slæm, ef stjórn á knattspyrnulegum þáttum félagsins væri í ríkari mæli seld undir vilja kaupahéðna, sem hefðu ekki hina trúarbragðalegu sýn á heim knattspyrnunnar.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.