Lax, Clinton og sama R-lista ruglið

Verð á laxveiðileyfum hefur hækkað jafnt þétt síðustu ár og hafa efnaminni laxveiðimenn furðað sig á þessari þróun, enda óskiljanlegt að einhverjir aðilar treysti sér til að borga hátt í 200 þúsund krónur fyrir einn dag í laxveiði.

Verð á laxveiðileyfum hefur hækkað jafnt þétt síðustu ár og hafa efnaminni laxveiðimenn furðað sig á þessari þróun, enda óskiljanlegt að einhverjir aðilar treysti sér til að borga hátt í 200 þúsund krónur fyrir einn dag í laxveiði.

Nú er hins vegar komið í ljós hvernig á þessari þróun stendur. Ríkissjóður er nefnilega einn helsti kaupandi laxveiðileyfa og eins og gildir um önnur útgjöld ríksins, hækka þessi jafnt og þétt – það er náttúrulögmál. Vonandi mun verð á laxveiðileyfum lækka í kjölfar naflaskoðunar ýmissa ríkisstofnana á þessum kostnaðarliðum í rekstri þeirra.

Bill Clinton forseti Bandaríkjanna er laus úr snörunni – í bili að minnsta kosti. Dómari í Arkansas hefur komist að þeirri niðurstöðu, að þó svo að Bill hafi hugsanlega leyst niður um sig buxurnar fyrir framan Paulu Jones inni á hótelherbergi og beðið um munnmök, þá sé það einungis óviðurkvæmileg hegðun (m.ö.o. perraskapur), en ekki grundvöllur refsimáls. Clinton var mjög ánægður með þessa niðurstöðu og ekki að ástæðulausu, því nú hefur bandarískur dómstóll viðurkennt, að forseti Bandaríkjanna megi vera perri, svo lengi sem hann ræðst ekki á og meiðir viðföng sín.

R-listinn hyggst fylgja sömu stefnu á næsta kjörtímabili, haldi hann völdum. Þetta hljóta að vera gleðitíðindi fyrir þá sem vilja auka skuldir borgarsjóðs á sama tíma og álögur á íbúa Reykjavíkur eru auknar.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.