Kosningarétturinn svertur

Ríflega þrjátíuþúsund Íslendingar sáu ekki ástæðu til að neyta lýðræðislegs réttar síns í gær og mættu ekki á kjörstað. Einhver hluti þessa hóps er hugsanlega nýlátinn og hugsanlega hefur einhverjum ótilteknum fjölda verið ómögulegt að mæta á kjörstað. En það breytir því ekki að tugþúsundir Íslendinga virtu að vettugi þann dýrmæta og eftirsótta rétt að fá hafa áhrif á stjórn samfélagsins.

Ríflega þrjátíuþúsund Íslendingar sáu ekki ástæðu til að neyta lýðræðislegs réttar síns í gær og mættu ekki á kjörstað. Einhver hluti þessa hóps er hugsanlega nýlátinn og hugsanlega hefur einhverjum ótilteknum fjölda verið ómögulegt að mæta á kjörstað. En það breytir því ekki að tugþúsundir Íslendinga virtu að vettugi þann dýrmæta og eftirsótta rétt að fá hafa áhrif á stjórn samfélagsins.

Þetta fólk á sér engar málsbætur. Allar röksemdir um að það sé réttur hvers og eins að kjósa ekki, eru tóm þvæla. Jú, vissulega hafa menn þennan rétt en þeir hafa líka rétt til að kúka í buxurnar, það getur enginn bannað þeim það. Á sama hátt getur enginn bannað fólki að sitja heima á kjördag en hver og einn verður að eiga það við sína samvisku. Ef fólk sættir sig ekki við þau framboð sem í boði eru, þá er rétt að mæta á kjörstað og skila auðu, þar sem ákveðin yfirlýsing felst í því.

En með því að taka ekki þátt er fólk ekki aðeins að gera lítið úr sjálfu sér og kosningaréttinum, heldur er það einnig að svívirða minningu þeirra milljóna sem látið hafa lífið í baráttunni fyrir þessum rétti.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.