Af eðlisþáttum og hæfi manna

Í dag tóku fimm nýir ráðherrar við embætti í ríkistjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem þegar hefur setið í fjögur ár. Meira en þrír áratugir eru síðan stjórnarsamstarfi hefur verið haldið áfram að loknu kjörtímabili og dagurinn því merkilegur að því leyti. Stjórnarflokkarnir hyggjast halda áfram á sömu braut og er það í samræmi við vilja kjósenda í síðustu kosningum.

Í dag tóku fimm nýir ráðherrar við embætti í ríkistjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem þegar hefur setið í fjögur ár. Meira en þrír áratugir eru síðan stjórnarsamstarfi hefur verið haldið áfram að loknu kjörtímabili og dagurinn því merkilegur að því leyti. Stjórnarflokkarnir hyggjast halda áfram á sömu braut og er það í samræmi við vilja kjósenda í síðustu kosningum.

Úrslit kosninganna þýddu að stjórnarflokkarnir héldu þingmeirihluta sínum örugglega og því þurfti ekki að koma til eiginlegrar stjórnarmyndunar, heldur hófust viðræður flokkanna um áframhaldandi samstarf. Það þýddi að ekki þurfti til þess að koma, að forseti Íslands, Ólafur R. Grímsson, veitti umboð sitt til stjórnarmyndunar.

Sé tekið mið af úrslitum kosninganna hefði verið eðlilegast að veita Davíð Oddssyni slíkt umboð en þá hefði komið upp afkáraleg staða. Núverandi forseti Íslands hefur nefnilega lýst því yfir að Davíð Oddsson sé með skítleg eðli. Þessu lýsti forsetinn, sem þá var óbreyttur þingmaður, ekki yfir í einkasamtali eða í góðra vina hópi, heldur í ræðustól háttvirts Alþingis. Ef einhvern tímann á að vera að marka það sem menn segja, þá er það þegar þeir tala úr ræðustóli Alþingis.

Nú er það svo að forseti Íslands hefur samkvæmt stjórnskránni vald til að ákveða hver fer með stjórnarmyndunarumboð hans. Myndir þú, lesandi góður, fela manni, sem þú værir viss um að hefði skítlegt eðli, umboð til að mynda ríkisstjórn? En ef núverandi forseti myndi fela einhverjum öðrum stjórnarmyndun væri hann í raun að hunsa lýðræðislegan vilja þjóðarinnar. Þetta sýnir að Ólafur R. Grímsson var fyrirfram óhæfur til að verða forseti lýðveldisins, vegna dæmalausrar framkomu sinnar á opinberum vettvangi árum og áratugum saman, hvaða skoðun sem menn kunna svo að hafa á verkum hans í forsetaembætti.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.