Fórn á altari frelsigyðjunnar

Sala Kaupþings og Sparisjóðanna á rúmlega fjórðungshlut í Fjárfestingabanka atvinnulífisins er mönnum nokkuð hugleikin um þessar mundir. Eignarhaldsfélag Deiglunnar var meðal þeirra sem festu kaup á hlut í FBA í upphaflegu hlutafjárútboði, þá á genginu 1,4 en gengi bréfanna nú er tvöfalt hærra. Framundan er greinilega samkeppni um 51% hlut ríkisins og má þá búast við frekari hækkun á bréfunum.

Sala Kaupþings og Sparisjóðanna á rúmlega fjórðungshlut í Fjárfestingabanka atvinnulífisins er mönnum nokkuð hugleikin um þessar mundir. Eignarhaldsfélag Deiglunnar var meðal þeirra sem festu kaup á hlut í FBA í upphaflegu hlutafjárútboði, þá á genginu 1,4 en gengi bréfanna nú er tvöfalt hærra. Framundan er greinilega samkeppni um 51% hlut ríkisins og má þá búast við frekari hækkun á bréfunum.

Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað ítarlega um hverjir standi að baki ofangreindum kaupum en í dag var það formlega upplýst. Fátt kom á óvart í því, umsvifamestu athafnamenn landsins eru þar að baki. Það er reyndar alveg með ólíkindum hverju Jón Ólafsson fær áorkað í viðskiptum, og hann sem nær ekki einu sinni 80 þús. kr. mánaðartekjum, skv. nýbirtum álagningarskýrslum…

Deiglan tekur heilshugar undir með þeim sem varað hafa við lagasetningum sem tryggja eiga dreifða eignaraðild. Í fyrsta eru afskipti ríkisvaldsins af frjálsum viðskiptum þegnanna óæskileg í sjálfu sér, og í öðru lagi er alls óvíst að slík lagasetning næði markmiðum sínum. Hitt er vissulega gilt sjónarmið, að ekki er sama hvers konar aðilar komast til áhrifa í þjóðfélaginu, en er það ekki einfaldlega fórn sem færa verður á altari frelsisgyðjunnar?

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.